Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 31

Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 31
Endaskipti sem enginn sá fyrir Vafalaust hefðu flestir talið líklegra um mitt fyrra ár að Island gengi í Danaveldi á ný en að þau endaskipti yrðu á hlutunum í Austur- Evrópu sem raun ber vitni. Of skammt er síðan þeir stjórnarhættir hrundu sem Sovétmenn komu þar á í lok síðari heimsstyrjaldar til þess að sagnfræðilegir dómar verði kveðnir upp. Hins veg- ar er forvitnilegt að blaða í gömlum tímaritsgreinum frá fyrri hluta liðins árs og sjá að sjaldan hafa jafn margir haft jafn oft rangt fyrir sér. Sá sem þetta ritar leyfði sér þann munað tvívegis á síð- asta ári að spá opinberlega um gang mála í Austur- Evrópu og hafði mjög rangt fyrir sér í bæði skiptin. (Jú, víst varð Samstöðumaður forsætisráðherra Póllands á árinu, og — sei sei jú mikil ósköp — uppreisnin í Rúm- eníu braust út áður en Sjá- seskú var allur...) Kjarni málsins er sá að hálfs árs gamlar tímari- tsgreinar eru gamlar, því fréttir úreltust ekki á einum degi heldur nokkrum klukkustundum. Atburðirn- ir í Austur-Evrópu hafa sennilega valdið ritstjórum viku- og mánaðarrita um al- þjóðastjórnmál verulegum höfuðverk. Breska vikuritið Economist skartaði miklum greinarauka um fall Berlín- armúrsins fyrstu vikuna í nóvember. Greina mátti á stíl höfunda að þeir þóttust fara með glannalegar spár er þeir spáðu hruni Berlínar- múrsins fyrir aldamót. Hann var fallinn áður en blaðið komst í söluturna. Og eitt virtasta tímarit í þýskum fræðum í Bandaríkjunum helgaði desemberhefti sitt Austur-Þýskalandi þar sem fullyrt var að allt væri með kyrrum kjörum í ríki Hon- eckers. Að ekki sé minnst á vikuritið Newsweek þar sem spurt var hvort Tékkóslóva- kía félli næst, í þann mund sem óeirðir höfðu geysað í viku og flokksforystan hrökklast frá. Roði færist í kinnar skrá- setjara er hann sér í gömlum eintökum af Þjóðlífi spá- dóma úr hans eigin penna um að illa gangi hjá Sam- stöðu í Póllandi í júníheft- inu, en óháðu verkalýðsfé- lögin voru þá í þann mund að vinna einhvern mesta yfir- burðasigur sem um getur í kosningum. Málsbætur? Ýmsar. Enginn sá þennan yfirburðasigur fyrir, allra síst þeir sem léku aðalhlut- verkin. Jafnt leyniþjónustur, „sérfræðingar“ í málefnum Austur-Evrópu og óbreyttir blaðamenn — enginn bjóst við því að slík endaskipti yrðu á heimsmynd okkar á einu ári sem raun ber vitni. —ás Eitt er að vita, annað að sannreyna. Þegar Sovétmenn létu það gott heita að Tadeusz Masowiecki og Samstöðu- menn tækju við stjórnarforystu í Póllandi í kjölfar kosninga, varð teóría að praxís. Mikilvægasta augnablikið í þessari at- burðarás í alþýðulýðveldunum var vita- skuld ákvörðun austur- þýsku forystunn- ar um að opna Berlínarmúrinn. Það er athyglisvert að þótt þrír mánuðir séu liðn- ir frá þessari sögulegu uppgjöf austur- þýskra kommúnista, hefur heilum her þýskra og erlendra blaðamanna ekki tekist að afla sér nákvæmrar vitneskju um gang atburða í herbúðum kommúnista. Lítum á hvernig fréttin barst um heims- byggðina. Giinther Schabowski, formæl- andi stjórnarinnar boðaði blaðamenn á sinn fund fimmtudaginn 9.nóvember, undir kvöld. Fréttastofur um alla Evrópu, þar á meðal Sjónvarpið, sýndu þessa daga beint frá blaðamannafundum Schabowsk- is. Það brást ekki í þetta sinn að hann sagði stórtíðindi, boðað var til flokksþings og skýrt frá verulegum hreinsunum í mið- stjórn flokksins. Greinarhöfundi var það huggun harmi gegn er hann las síðar frá- sagnir annarra fréttamanna af þessum fundi, að hann var ekki sá eini sem sat þungt hugsi yfir klaufalega orðaðri og ill- skiljanlegri tilkynningu um breytingar á lögum um vegabréf. Schabowski hafði stamað á textanum rétt eins og hann hefði ekki lesið hann áður, og virtist ekki skilja merkinguna til fulls. Fréttatíminn nálgað- ist óðfluga en brátt varð ekki lengur um það að villast að Schabowski boðaði að Austur-Þjóðverjar fengju fararleyfi hvert á land sem er. Og það sem meira er: vega- bréfsáritanir yrðu gefnar út við hvaða landamærastöð sem er. Þetta var svo ótrú- legt að lætt var inn spurningarmerki á eftir þeim ótrúlegu tíðindum sem birtust í fréttayfirliti þetta kvöld: „Opnast Berlín- armúrinn?“. Talið er sennilegt að þrír til fjórir menn, þar á meðal Egon Krenz hafi tekið þessa ákvörðun eftir miðstjórnarfund síðdegis 9. nóvember, en tilkynnt var um ákvörð- unina klukkan sjö um kvöldið. Enginn þeirra sem grunaður er um að hafa tekið hana, hefur viljað staðfesta þetta. Hvaða undarlegu ástæður sem að baki því kunna að liggja. Óneitanlega læðist að manni sá grunur að Mikhaíl Sergeivisj Gorbatsjov, hafi að minnsta kosti átt einhvern hlut að máli. íbúar Austur-Berlínar voru jafn- forviða og allir aðrir yfir tilkynningunni, en þeir héldu að múrnum til að sannreyna hvað í henni fælist. í fyrstu sögðu landamæraverðirnir að þeir hefðu engar skipanir fengið og sögðu fólki að koma daginn eftir með öll skjöl í lagi. Merry del Val, sendiherra Spánar í Austur-Berlín, fór þegar að múrnum er hann heyrði tilkynningu Schabowskis. Hann segir að landamæraverðirnir hafi um síðir gert sér grein fyrir því um kvöldið að þeir gætu ekki stjórnað múgnum sem safnast hafði saman. Þeir „opnuðu“ Ber- línarmúrinn, bæði vegna þess að þeir gátu ekki stjórnað mannfjöldanum og vegna þess að vald stjórnarinnar hafði gufað upp: það var enginn lengur sem stjórnaði þeim. Með öðrum orðum er í rauninni ekki vitað hver tók þessa sögulegu ákvörð- un! Þessi atvik sem nefnd hafa verið vekja nokkrar spurningar. Ætlaði Schabowski síðar að greina frá smáa letrinu í ákvörðun forystunnar sem hefði í raun þrengt ferða- frelsi á þann hátt að múrinn hefði staðið áfram? En hvað ef ungverski utanríkis- ráðherrann hefði ákveðið að hleypa Aust- ur-Þjóðverjunum ekki yfir landamærin? Hvað ef tékkneska forystan hefði ekki lát- ið lumbra svo eftirminnilega á andófs- mönnum? Hvað ef Petr Uhl hefði ekki fullyrt að námsmaður hefði látist? Voru það í rauninni austur-þýskir landamæra- verðir sem túlkuðu foðin skilaboð stjórnar sinnar og opnuðu Berlínarmúrinn? Hvað ef Kwasniewski hinn pólski hefði ekki lagt fram tilboðið um frjálsar kosningar, án samráðs við aðra stjórnarherra í Póllandi? essum spurningum verður sennilega aldrei svarað. Ekki leikur nokkur vafi á því — eftir á að hyggja — að umbótast- efna Gorbatsjovs hafði sett kommúnistast- jórnir alþýðufýðveldanna í slíkan vanda að vandséð var hvernig þær myndu halda völdum. Hvernig stóð á því að hrun þeirra varð svo skótt og algjört, að enginn sá fyrir? Vafalaust telja flestir að dagar þess- ara stjórnarhátta hafi verið taldir en senni- lega hafa tilviljanir ráðið miklu um að þetta skyldi gerast svo fljótt og friðsam- lega sem raun ber vitni. 0 ÞJÓÐLÍF 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.