Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 33

Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 33
Noríega fangi Bandaríkjamanna áríð 1990. hvergi þótt leitað væri dyrum og dyngjum um allt land. Á aðfangadag gafst Noriega upp á eltingarleiknum og leitaði hælis í sendiráði Páfagarðs. Páfastóll lýsti því yfir að Noriega yrði ekki seldur í hendur Bandaríkjanna, þau væru innrásarafl. En James Baker utan- ríkisráðherra hringdi í kollega sinn í Páfa- garði, Casarólí kardinála, og sagði að Noriega væri afbrotamaður á fótta undan réttvísinni, ekki pólitískur flóttamaður. Sú röksemd féll í góðan jarðveg, því að í Vau'kaninu höfðu menn engan áhuga á að geyma einvaldinn fyrrverandi um aldur og æfi. Raunar mun Labóa sendiherra páfa um langt skeið hafa hvatt andófsmenn í Panama til dáða. Á hinn bóginn vildi Páfastóll ekki kasta rýrð á kirkjuna sem griðastað og á alþjóð- legar samþykktir um friðhelgi sendiráða. Báðir aðilar höfðu því fullan hug á því að hverfa frá hinni yfirlýstu afstöðu. Mið- vikudaginn 3. janúar hópuðust tugþús- undir Panamabúa saman fyrir utan sendi- ráðið og kröfðust þess að einvaldurinn yrði framseldur. Nokkrum klukkustund- um síðar gafst hann upp og gekk út úr sendiráðinu. Fyrir utan handtóku banda- rískir hermenn hann. í Panama ríkti al- mennur fögnuður, bandamenn og banda- rískir hermenn dönsuðu á götum úti og föðmuðust. Dagblaðið Wall Street Journal sagði að reyndar hefði Noriega ekki gefist upp, hann hefði aðeins skipt um vígvöll. Það væru sterkar líkur á því að málið kæmi aldrei til úrskurðar, þar eð ýmsir þættir þess brytu hugsanlega í bága við réttinda- ákvæði bandarísku stjórnarskrárinnar. Verjendur Noriega mundu eflaust mót- mæla ýmsum sönnunargögnum á grund- velli þess að þau hefðu verið tekin ófrjálsri hendi af Bandaríkjaher, sem hefði ekki haft tilskildar leitarheimildir. Þá hefði það aldrei gerst áður að Bandaríkin handtækju de facto þjóðhöfðingja annars ríkis vegna athafna á meðan hann hefði verið við völd. Vafalaust gera verjendur Noriega kröfu til þess að fá að sjá og nota trúnaðarskjöl Bandaríkjahers og leyniþjónustunnar CIA, en Noriega var í 20 ár launaður út- sendari Bandaríkjanna í Panama. Stjórn- völd í Washington neyðast þá til að neita að afhenda ýmis trúnaðarskjöl og réttar- höldunum gæti lokið á svipaðan hátt og málsókninni gegn Oliver North í íran- kontra hneykslinu. Fallið yrði frá flestum ákæruatriðum á grundvelli þess að vemda þurfi bandarísk ríkisleyndarmál. Bush sagði að með handtöku Noriega hefðu náðst öll markmið innrásar- innar. Fjölmiðlar segja að fyrir bragðið uppskeri forsetinn ríkulega á meðal kjós- enda. Repúblikanar segja að Bush hafi í eitt skipti fyrir öll rekið af sér slyðruorðið og sannað að hann komi því í verk, sem hann taki sér fyrir hendur í utanríkismál- um. í Panama hafi hann strax komist að efninu og náð markmiðum á skömmum tíma. Þetta líki kjósendum og þess vegna verði Bush endurkjörinn eftir þrjú ár. Skoðanakannanir staðfesta þetta mat, Bush hefur ekki átt meiri vinsældum að fagna frá því að hann tók við völdum fyrir einu ári. í Panama bíða landsmanna mörg og erf- ið verkefni. Ríkisstjórn Endara var komið til valda af innrásarher og hún er því völt í sessi. Enn heldur Bandaríkjaher uppi lög- um og reglu í landinu og allsendis óvíst hvað tekur við. Óskar Arías forseti Kostu Ríku og Nóbelsverðlaunahafi ritaði grein í New York Times í janúar og skoraði á Panamabúa að fara að dæmi Kostu Ríku, sem hefur verið herlaust land í 41 ár. Efnahagur Panama er í lamasessi og er talað um að þurfi í það minnsta einn og hálfan milljarð dollara til þess að koma atvinnulífi af stað á nýjan leik. Á næstu misserum kemur í ljós hvort Panamabú- um tekst að treysta innviði landsins þann- ig að hægt verði að tala um Panama sem sjálfstætt og fullvalda ríki. 0 ÞJÓÐLÍF 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.