Þjóðlíf - 01.02.1990, Síða 35

Þjóðlíf - 01.02.1990, Síða 35
Mitterand vill miðjuflokk Mitterand Frakklandsforseti hugsar —enn einu sinni— lengra en sundurlausar vinstri og hægri fylkingar í frönskum stjórnmálum. Hann ætlar nú atvinnumálaráö- herra sínum, Jean-Pierre Soisson, að mynda vinstri sinnaðan miðflokk á jaðri Sósíalistaflokksins sem tæki þátt í þingkosningunum 1993. Bakgrunnur þessa er sá að meirihluti frjálslyndra kjós- enda kaus Mitterand í kosn- ingunum 1981 og 1988, en hins vegar ekki sósíalista í þingkosningum á sama tíma- bili. Með þessu vill Mitterand koma í veg fyrir svipaða uppákomu og 1986 er hann neyddist til að vinna með hægri stjórn Chiracs í tvö ár. Flokkur hans, Sósíalista- flokkurinn, hefur nú fremur veikan meirihluta í þinginu og hann treystir honum ekki til stórræða í framtíðinni. Á flokksþingi hans í mars n.k. er reiknað með að sjö stríðandi hópar og fylkingar bítist um völdin... Útflutningur á sprengiefni stöðvaður Nýja stjórnin í Prag ætlar að stöðva útflutning á sprengi- efninu Semtex en það hefur verið notað af hryðjuverka- sveitum víðs vegar til að- skiljanlegra óhæfuverka, t.d. er Pan-Am þotan var sprengd í desember 1988 yfir Skot- landi. Komarek forsætisráð- herra ætlar með þessu að sýna táknrænan vilja um nán- ari samvinnu við Bandaríkin og vestur-evrópsk ríki. „Vinir okkar eiga að geta treyst því að hagsmunir okkar liggi saman“. Á sl. ári voru 130 tonn af þessu sprengiefni framleidd í bænum Semtin í Tékkóslóvakíu, mun meiraen landið þarf til eigin nota í nám- um og göngum landsins.... Herbert Wehner allur — Herbert Wehner með pípuna sína, tákn hans í fjölmiðlum. Einn helsti leiðtogi vestur- þýskra jafnaðarmanna eftir stríð, Herbert Wehner, lést nýlega 83 ára að aldri. „Hann lifði meira en allir aðrir mikilhæfir stjórnmála- menn eftirstríðsáranna í V—Þýskalandi og maður þreyttist aldrei á að heyra hann segja frá“, skrifar Ru- dolf Augstein ritstjóri Spieg- el um þennan áhrifamikla stjórnmálamann. Wehner átti einstæðan feril í þýskum stjórnmálum. Hann hóf póli- tískan feril sinn sem anar- kisti um 1925, gaf sig um tíma listum á vald, spilaði á ein sjö hljóðfæri. Árið 1927 gekk hann í KPD, Kommún- istaflokk Þýskalands, og varð þingmaður flokksins. Hann var kommúnisti allt til ársins 1942. Hann var fljót- lega kallaður til mikilla met- orða í flokknum og var ná- inn samverkamaður Ernst Thálmanns formanns KPD og Walters Ulbrichts, síðar leiðtoga SED í Austur- Þýskalandi. Hann flúði ásamt fleiri kommúnistum undan Hitlertil Moskvu. Þar var honum bjargað undan Stalínshreinsunum af Willi- am Pieck, fyrsta forseta A- Þýskalands, og Dimitroff, síðar leiðtoga Búlgaríu. En hann talaði síðar um „stór- slysið“ í persónusögu sinni að hafa orðið kommúnisti. „Trúið manni sem hefur brennt sig“, sagði hann í frægri ræðu. Engu að síður sat hann undir stöðugu ámæli og áróðri hægri manna í V-Þýskalandi vegnafortíðar sinnar. Sumir segja að hann hafi verið of- sóttur allt sitt líf, sem and- ófsmaður í Weimarlýðveld- inu, sem kommúnisti í Nas- ista-Þýskalandi, sem flokksræðisgagnrýnandi í Stalíns—Rússlandi, og vegna fortíðar sinnar í Sam- bandslýðveldinu V-Þýska- landi. Leiðtogi SPD, Sós- íaldemókrataflokksins þýska, eftir stríðið, Kurt Schumacher, sótti Wehner sér til aðstoðar við upp- byggingu sósíaldemókra- taflokksins 1946 og þá til styrktar vinstri armi flokks- ins. Áður en langt um leið var hann hins vegar gagn- rýndur fyrir hægrimennsku í flokki sínum. Hann var um áratugaskeið meðal lang- voldugustu stjórnmála- manna í V-Þýskalandi; þingflokksformaður SPD og réð miklu um stefnubreyt- ingar flokksins á því tímabili. Þannig átti hann þátt í að gera SPD að fjölþátta og margra stétta flokki í stað stéttarflokks áður (1959) og í frægri ræðu árið 1960 boð- aði hann stefnubreytingu flokks síns, SPD, gagnvart Nató; já við Nató. Hann átti einnig stærstan þátt í þjóð- stjórninni árið 1966 þegar sósíaldemókratar mynduðu ríkisstjórn með CDU, Kristi- legum demókrötum, sem höfðu stjórnað V—Þýska- landi frá stríðslokum. Wehner varð þá Þýska- landsmálaráðherra og einn valdamesti maður stjórnar- innar. Hún var við stjórnvöl- inn í ein þrjú ár, er sósíalde- mókratar mynduðu ríkis- stjórn Willy Brandts með frjálsum demókrötum. Þó Wehner væri meðal valda- mestu manna í flokknum um þetta leyti var hann í raun andvígur myndun þessarar ríkisstjórnar og tók ekki ráðherrasæti í henni. Á bak við tjöldin vann hann öt- ullega gegn henni. Árið 1972 vann Brandt frækinn kosningasigur en Wehner var eftir sem áður einn helsti fjandmaður hans. Sá fjandskapur átti bæði póli- tískar og persónulegar ræt- ur. ÞegarBrandtvarflæmd- ur úr kanslaraembætti 1974 í kjölfar njósnahneykslis átti Wehner drjúgan hlut að máli. Hann var á hinn bóg- inn mikill vinur Helmuts Schmidt og átti þátt í að gera hann að kanslara. Wehner var alla tíð afskap- lega umdeildur stjórnmála- maður en enginn frýjaði honum vits og slægðar. Það er einnig deilt um margvís- legar uppákomur á pólitísk- um ferli hans. Síðustu árin dvaldi Wehner í nokkurri einangrun, —ræktaði garð- inn sinn og hafði hljótt um sig. ÞJÓÐLÍF 35

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.