Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 35

Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 35
Mitterand vill miðjuflokk Mitterand Frakklandsforseti hugsar —enn einu sinni— lengra en sundurlausar vinstri og hægri fylkingar í frönskum stjórnmálum. Hann ætlar nú atvinnumálaráö- herra sínum, Jean-Pierre Soisson, að mynda vinstri sinnaðan miðflokk á jaðri Sósíalistaflokksins sem tæki þátt í þingkosningunum 1993. Bakgrunnur þessa er sá að meirihluti frjálslyndra kjós- enda kaus Mitterand í kosn- ingunum 1981 og 1988, en hins vegar ekki sósíalista í þingkosningum á sama tíma- bili. Með þessu vill Mitterand koma í veg fyrir svipaða uppákomu og 1986 er hann neyddist til að vinna með hægri stjórn Chiracs í tvö ár. Flokkur hans, Sósíalista- flokkurinn, hefur nú fremur veikan meirihluta í þinginu og hann treystir honum ekki til stórræða í framtíðinni. Á flokksþingi hans í mars n.k. er reiknað með að sjö stríðandi hópar og fylkingar bítist um völdin... Útflutningur á sprengiefni stöðvaður Nýja stjórnin í Prag ætlar að stöðva útflutning á sprengi- efninu Semtex en það hefur verið notað af hryðjuverka- sveitum víðs vegar til að- skiljanlegra óhæfuverka, t.d. er Pan-Am þotan var sprengd í desember 1988 yfir Skot- landi. Komarek forsætisráð- herra ætlar með þessu að sýna táknrænan vilja um nán- ari samvinnu við Bandaríkin og vestur-evrópsk ríki. „Vinir okkar eiga að geta treyst því að hagsmunir okkar liggi saman“. Á sl. ári voru 130 tonn af þessu sprengiefni framleidd í bænum Semtin í Tékkóslóvakíu, mun meiraen landið þarf til eigin nota í nám- um og göngum landsins.... Herbert Wehner allur — Herbert Wehner með pípuna sína, tákn hans í fjölmiðlum. Einn helsti leiðtogi vestur- þýskra jafnaðarmanna eftir stríð, Herbert Wehner, lést nýlega 83 ára að aldri. „Hann lifði meira en allir aðrir mikilhæfir stjórnmála- menn eftirstríðsáranna í V—Þýskalandi og maður þreyttist aldrei á að heyra hann segja frá“, skrifar Ru- dolf Augstein ritstjóri Spieg- el um þennan áhrifamikla stjórnmálamann. Wehner átti einstæðan feril í þýskum stjórnmálum. Hann hóf póli- tískan feril sinn sem anar- kisti um 1925, gaf sig um tíma listum á vald, spilaði á ein sjö hljóðfæri. Árið 1927 gekk hann í KPD, Kommún- istaflokk Þýskalands, og varð þingmaður flokksins. Hann var kommúnisti allt til ársins 1942. Hann var fljót- lega kallaður til mikilla met- orða í flokknum og var ná- inn samverkamaður Ernst Thálmanns formanns KPD og Walters Ulbrichts, síðar leiðtoga SED í Austur- Þýskalandi. Hann flúði ásamt fleiri kommúnistum undan Hitlertil Moskvu. Þar var honum bjargað undan Stalínshreinsunum af Willi- am Pieck, fyrsta forseta A- Þýskalands, og Dimitroff, síðar leiðtoga Búlgaríu. En hann talaði síðar um „stór- slysið“ í persónusögu sinni að hafa orðið kommúnisti. „Trúið manni sem hefur brennt sig“, sagði hann í frægri ræðu. Engu að síður sat hann undir stöðugu ámæli og áróðri hægri manna í V-Þýskalandi vegnafortíðar sinnar. Sumir segja að hann hafi verið of- sóttur allt sitt líf, sem and- ófsmaður í Weimarlýðveld- inu, sem kommúnisti í Nas- ista-Þýskalandi, sem flokksræðisgagnrýnandi í Stalíns—Rússlandi, og vegna fortíðar sinnar í Sam- bandslýðveldinu V-Þýska- landi. Leiðtogi SPD, Sós- íaldemókrataflokksins þýska, eftir stríðið, Kurt Schumacher, sótti Wehner sér til aðstoðar við upp- byggingu sósíaldemókra- taflokksins 1946 og þá til styrktar vinstri armi flokks- ins. Áður en langt um leið var hann hins vegar gagn- rýndur fyrir hægrimennsku í flokki sínum. Hann var um áratugaskeið meðal lang- voldugustu stjórnmála- manna í V-Þýskalandi; þingflokksformaður SPD og réð miklu um stefnubreyt- ingar flokksins á því tímabili. Þannig átti hann þátt í að gera SPD að fjölþátta og margra stétta flokki í stað stéttarflokks áður (1959) og í frægri ræðu árið 1960 boð- aði hann stefnubreytingu flokks síns, SPD, gagnvart Nató; já við Nató. Hann átti einnig stærstan þátt í þjóð- stjórninni árið 1966 þegar sósíaldemókratar mynduðu ríkisstjórn með CDU, Kristi- legum demókrötum, sem höfðu stjórnað V—Þýska- landi frá stríðslokum. Wehner varð þá Þýska- landsmálaráðherra og einn valdamesti maður stjórnar- innar. Hún var við stjórnvöl- inn í ein þrjú ár, er sósíalde- mókratar mynduðu ríkis- stjórn Willy Brandts með frjálsum demókrötum. Þó Wehner væri meðal valda- mestu manna í flokknum um þetta leyti var hann í raun andvígur myndun þessarar ríkisstjórnar og tók ekki ráðherrasæti í henni. Á bak við tjöldin vann hann öt- ullega gegn henni. Árið 1972 vann Brandt frækinn kosningasigur en Wehner var eftir sem áður einn helsti fjandmaður hans. Sá fjandskapur átti bæði póli- tískar og persónulegar ræt- ur. ÞegarBrandtvarflæmd- ur úr kanslaraembætti 1974 í kjölfar njósnahneykslis átti Wehner drjúgan hlut að máli. Hann var á hinn bóg- inn mikill vinur Helmuts Schmidt og átti þátt í að gera hann að kanslara. Wehner var alla tíð afskap- lega umdeildur stjórnmála- maður en enginn frýjaði honum vits og slægðar. Það er einnig deilt um margvís- legar uppákomur á pólitísk- um ferli hans. Síðustu árin dvaldi Wehner í nokkurri einangrun, —ræktaði garð- inn sinn og hafði hljótt um sig. ÞJÓÐLÍF 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.