Þjóðlíf - 01.02.1990, Síða 39

Þjóðlíf - 01.02.1990, Síða 39
verið kallaður pólitískur fóstursonur Brandts. í viðtalinu við Þjóðlíf í október, sagði Oskar Lafontaine að rekja mætti breytingarnar fyrir austan til slökunar- stefnu Brandts og mærði þennan vin sinn enn frekar. Hann væri þekktastur þýskra stjórnmálamanna erlendis „af því að hann stendur á grundvelli persónulegrar sögu sinnar, sem táknmynd fyrir lýðræðislegt, félagslegt og friðsamlegt Þýskaland í heiminum“. í Vestur—Þýskalandi er kosningabar- áttan háð samhliða mögnuðum þjóðfélags- hræringum í Austur-Þýskalandi, sem hafa mikil áhrif á hvunndagspólitík vestan megin. Á næstu mánuðum munu sósíal- demókratar undir forystu Oskars Laf- ontaines etja kappi við kristilega demó- krata undir forystu Helmuts Kohls. Skoð- anakannanir eru misvísandi um sigurvegara. Kosningabaráttan gæti breytt miklu á báða vegu. Svarið fæst í desemberkosningunum næsta vetur. -óg Oskar Lafontaine í viðtali við Þjóðlíf í Islandsheimsókn hans sl. haust. Jafnaðarmenn munu reyna að afla stefnu sinni fylgis með kosningapró- gramminu „Framfarir 90“, en Oskar Laf- ontaine átti drjúgan hlut að smíði þess. Þar er talað um „náttúrlega umbyltingu“ iðnaðarþjóðfélagsins. I þágu umhverfis- verndar á að leggja nýja skatta á orku og efni, sem valda mengun, alls um 32.8 milljarða marka, en á móti kemur að launa- og tekjuskattur á að lækka um 15 milljarða. Áætlanir Oskars Lafontaines í um- hverfismálum eru ekki alls staðar jafn vel séðar í hans eigin flokki. En þær hafa hins vegar fengið æ betri hljómgrunn. í viðtali við Þjóðlíf (10. tbl.1989) lýsti hann þeirri skoðun sinni að Evrópubandalagið og Nató verði að taka mið af viðfangsefni nýrra þjóðfélagshreyfinga; umhverfis- vernd og afvopnun. Þessi bandalög séu verkfæri til að bæta mannlífið og umverf- ið. Þar lýsti hann einnig yfir stuðningi sínum við frumkvæði íslendinga á vett- vangi Nató um afvopnun á höfunum. Oskar Lafontaine útilokar ekki sam- stjórn sósíaldemókrata með neinum flokki nema Repúblikönum í Þýskalandi. í kosningabaráttunni mun hann njóta góðs af samvinnunni innan hópsins um „Fram- farir 90“, þar sem er t.d. Ingrid Matt- haus-Maier fjármálaráðherra í skugga- ráðuneyti Lafontaines. Mikilvægasta hjálparhella kanslaraefnisins verður hins vegar hinn 76 ára gamli Willy Brandt, sem er vinsælli en nokkru sinni eftir bylting- una í Austur-Þýskalandi. Oskar hefur oft ÞJÓÐLÍF 39

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.