Þjóðlíf - 01.02.1990, Side 43
menntir og ísland til forna. Þar með var
kominn vísir að fyrri hluta bókarinnar.
Þetta var áður en ég hætti á Mogganum.
Almenna bókafélagið bað mig um að
skrifa bókina og ég var eiginlega að vinna
hana í mörg ár. Um þetta leyti var ég að
kaupa mér íbúð og gat farið niður í AB og
fengið peninga öðru hverju. Afskaplega
hentugt. Svo gerist það að ég var rekinn af
Mogganum. Ég hélt áfram að vinna að
þessu verki og Baltasar var fenginn til að
gera forkunnarfagrar myndir við textann
og honum borgað fyrir það. Ég var búinn
með handritið um 1970.
— Einn góðan veðurdag kemur Bald-
vin Tryggvason forstjóri AB til mín og
segir að þeir séu hættir við útgáfuna.
Hann vildi þá ekkert segja mér ástæðuna
fyrir því. Og þetta var bara búið. Seinna
frétti ég að minn besti vin á Mogganum
hefði staðið á bak við þetta. Mér sárnaði þá
verulega en er orðinn sáttari við þann góða
mann í dag. Kannski sannaðist hér hið
fornkveðna:„Það er manni best, sem
manni kemur verst“. Svo er það nokkru
seinna að ég sit við hliðina á Benedikt
Árnasyni í flugvél á leið til Lundúna og
hann spurði mig hvort ég vissi um eitt-
hvert handrit að menningarsögu Islend-
inga sem hægt væri að láta þýða fyrir út-
gefanda sem hann þekkti. Utgefandinn
sérhæfði sig í jaðarsvæðum og þess háttar.
„Ég er með þetta í skúffunni minni“, sagði
ég við Benna. Þegar við komum til Lund-
úna sóttum við karl heim. Og útgefandinn
var hinn ánægðasti þegar þar að kom.
„Þetta er það sem við höfum verið að bíða
„Pessi karl var sjálfur margmilljóner, afi hans hafði stofnað
Shell-kompaníið, en hann hafði sjálfur gerst betlimunkur á
Indlandi í ein tíu ár... “
eftir“. Þannig varð röð tilviljana til þess að
bókin komst á þrykk.
— Bókin seldist upp en það var tölu-
vert spurst fyrir um hana eftir það. Árið
1984 kom svo Benedikt Kristjánsson sem
þá var forstjóri Snæbjarnar að máli við mig
og falaðist eftir endurútgáfu. Og það varð
að ráði með áðurnefndum formála Magn-
úsar Magnússonar.
En Northern Sphinx var ekki fyrsta
framlag þitt til landkynningar?
— Nei, langt í frá. Það má segja að í
stórum stíl hefjist þetta 1959, þegar ég
þýddi níu íslensk ljóð í samstarfi við
bandaríska skáldkonu, Isabellu Fay að
nafni, í stærsta bókmenntatímarit í heimi,
New World Writing sem þá kom út í mill-
jónum eintaka.
— Þegar ég var á Indlandi og í Grikk-
landi 1960 fékk ég Ragnar í Smára til að
senda mér um 30 eftirprentanir sem þá
höfðu verið gerðar af íslenskri myndlist.
Ég kríaði út styrk hjá menntamálaráðu-
neytinu gríska og menningarmálaráðu-
neytinu í Dehli til að halda sýningar á
þessum verkum, og vöktu íslensku mynd-
irnar mikla athygli. Um þessar sýningar
var mikið skrifað í þarlenda fjölmiðla.
Þeir Levy og Sigurður hitt-
ust um borð ískipi á leiðinni
frá Bombei á Indlandi til
Genúa á Italíu. Þessi sér-
stæða Ijósmynd er tckin af
dómnefnd um borð í janúar-
mánuði 1961. Dómnefnd þessi
skar úr um það hver ldæddist
frumlegast á grímudansleik,
semþarfórfram. Sigurður situr
fyrir borðsenda. Fyrir aftan
hann situr Levy betlimunkur og
milljónamæringur. Það varíþess-
ari ferð sem Sigurður kvað fyrir
hann stemmurnar. Levy gaf út
fyrstu breiðskífuna með íslenskum
rímnalögum.
— Nú kom önnur tilviljun til sögunn-
ar. Þegar ég sigldi frá Indlandi var sam-
skipa mér sérkennilegur maður sem gerði
sér dælt við mig. Ég kvað fyrir hann
nokkrar stemmur. Þá reyndist þessi mað-
ur sérfræðingur í indverskri og músl-
ímskri músik og hafði gefið út fjöldann
allan af hljómplötum með svoddan tónlist.
Þessi karl var sjálfur margmilljóner, afi
hans hafði stofnað Shell-kompaníið, en
hann hafði sjálfur gerst betlimunkur í
Indlandi í ein tíu ár. Afskaplega sérkenni-
legur maður. Hann hafði afsalað sér öllum
eignum þegar hann gekk hindúismanum á
hönd, var tónlistarmenntaður frá París.
En hann gat engu að síður gengið til baka
til auðsins alls, þegar hann gafst upp á
hindúismanum. Það gerði hann sumsé og
fer út í að gefa út plötur. „Þessi músik er
hvergi annars staðar til í Evrópu, þetta
verð ég að skoða nánar“, sagði hann á
skipinu þegar ég kvað fyrir hann stemm-
urnar. Hann gerði sér lítið fyrir og kom
hingað til lands með sín tól og tæki. Það
var faglega að þessu staðið og Hallgrímur
Helgason var ráðgjafi við tónlistarvalið.
ÞJÓÐLÍF 43