Þjóðlíf - 01.02.1990, Síða 45
hann var svo yfir sig hrifinn af landinu að
hann vann allan tímann við að mynda.
Hann var heillaður af landi og þjóð.
En hvernig tók hinn rússneski Sichov
landi og þjóð?
— Hann er dálítið sérstakur. Sichov
býr í París og hefur farið um allan heim.
„Þetta er eina þjóðin sem er alveg eins og
við Rússar“, sagði hann. Og ég varð mjög
hissa, því mér hefur alltaf fundist að við
værum eins og Grikkir. Það er líka hægt að
sjá á myndunum hans af íslensku lista-
mönnunum að hann hefur skilið margt
betur í fari þjóðarinnar en við sálfir.
Það heyrir til undantekninga að þú
hafir gefið út veglegar bækur með ís-
lenskum ljósmyndurum, nema í bókun-
um um íslenska hestinn, þar sem Guð-
mundur Ingólfsson á margar myndir.
Hvers vegna útlendir ljósmyndarar?
— Þetta eru tilviljanir, sem hafa ráðið,
held ég. Þó er það þannig með ljósmynd-
ara eins og aðra listamenn, að þeir eru oft
næmari á hið sérstæða í fari þjóðar og jafn-
vel landslagi heldur en innbyggjarar.
Þetta má sjá á myndum snillinganna
Sichovs og Siwiks. Hins vegar hef ég líka
unnið texta í bækur þar sem myndir ís-
lenskra ljósmyndara prýða síður. Þeir eru
ekki síður góðir listamenn eins og Guð-
mundur Ingólfsson. Og nú er væntanleg
bók með myndum eftir Einar Ólason.
— Þegar litið er yfir þessa bókasögu,
sést að þetta er fjöldi bóka og ógrynni
bæklinga og tímarita, sem þú hefur skrif-
að og tekið þátt í að gefa út. En það er
líka sláandi að margar tilviljanir hafa
ráðið útgáfunni; hugsjónamenn í Iand-
kynningu eins og Haraldur J. Hamar og
sérstæðir karlar eins og auðugi betli-
munkurinn, heppilegir sessunautar á
ferðalögum og þess háttar. En hafa opin-
berir aðilar ekki haft frumkvæði í þessu
efni?
— Já, það eru oft persónuleg sambönd
og tilviljanir sem leiða til þessa. Oft er það
þannig að menn koma hingað og verða
hrifnir og vilja deila þeirri hrifningu með
öðrum. Nei, opinberir aðilar eru afskap-
lega daufir í þessu efni, mér kemur helst í
hug aðstoð hins opinbera í sambandi við
Scandinavia Today.
Hefur allt þetta stúss og gífurlega
vinna í kringum landkynningu ekki haft
truflandi áhrif á þig sem listamann?
— Jú það er alveg voðalegt, — hefur
næstum því skemmt mig sem listamann.
En það hefur líka verið tilbreyting og örv-
un. Það er segin saga hjá flestum að þeir
eru að reyna að flýja það sem þeir vita að
þeir eiga að vera gera, reyna að fá tilbreyt-
ingu frá því með öðru. Þess vegna segi ég
alltaf já við því sem ég er beðinn um að
gera af þessum toga. Því miður.
En þú ert samt að starfa að þessu bæði
sem rithöfundur og blaðamaður, ekki
satt?
— Jú, blaðamaðurinn í mér hefur
aldrei sofnað. Og ljóðaþýðingar og þess
háttar er auðvitað skapandi verk fyrir mig
sem skáld og rithöfund, þannig að þetta
kemur heim og saman oft á tíðum sem
betur fer.
Hefur þú nú lokið öllum störfum við
landkynningu, eða ertu enn að?
— Það er að koma út bók eftir mig í
febrúar, The Icelanders, stór bók upp á
350 síður. Um er að ræða úrval greina og
fyrirlestra um þjóðina. Þar er fjallað um
bókmenntir, leiklist og einstaka staði á
landinu. Það er forlagið Forskot sem er í
tengslum við Modern Iceland, sem gefur
bókina út. Og eins og áður sagði tók Einar
Ólason myndirnar. Svo er ég að fara í
fyrirlestraferð til Kanada. Og í byrjun maí
tek ég þátt í mikilli menningarkynningu í
Köln og nálægum borgum, les upp úr
Kalstjörnunni, sem kom út í þýskri þýð-
ingu 1984.
En hvað er skáldið í þér að gera, ertu
ekki að vinna að verkefni utan þessa?
— Ég er alltaf að byrja á að vinna að
stóru skáldverki. Og þegar ég byrja á því,
sem verður snemma á árinu, þá ætla ég að
segja nei við öllum útúrdúrum. Mitt
vandamál er að ég hef of mörg áhugamál,
er að snúast í alltof mörgu. Þannig lifi ég
mjög tilbreytingaríku lífi, mér leiðist
aldrei. En þetta fjöllyndi tefur fyrir stóra
verkinu.
Má spyrja nærfærnislega um hvað
þetta skáldverk á að fjalla?
— Æ, nei, það er leyndarmál.
0
Vúángarnir. Sigurður A. stóð fyrir og skipulagði för íslensku „víkinganna“ með knörrinn Leif Eiríksson til New York í tilefni af200 ára afmæli
Bandaríkjanna 1976. Tóku þeirþáttí,, Operation Sail 1976“þar sem öllhelstu seglskip heims sigldu upp Hudson-fljót á þjóðhátíðardaginn 4. júlí.
Frá vinstri: Óli Bardal seglasaumari, Hinrik Bjarnason fulltrúi Æskulýðsráðs Reykjavíkur, Sveinn Sæmundsson fulltrúi Flugleiða, Markús Örn
Antonsson fulltrúi borgarstjórnar Rekjavíkur, Sigurður A. Magnússon og Viggó Maack, fulltrúi Eimskips og skipstjóri á Leifi Eiríkssyni. Aðeins
eitt annað „víkingaskip“ varmeðíþeirri siglingu, langskip frá Danmörku. Skipverjarklæddust fornmannabúningum, sem til eru frá alþingishátíð-
inni 1930.
ÞJÓÐLÍF 45