Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 47

Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 47
Á NÓTTU SEM DEGI Hvernig get ég varið sjálfan mig alnæmissmiti? Tryggast er að eiga einn trúfastan maka. Annars skal ætið nota smokk við kynmök og forðast tíð skyndikynni. Hvenær á að nota smokk? Nota skal smokk í hvert sinn er höfð eru mök við einhvern sem ekki er fastur maki og þegar höfð eru mök við einhvern sem kann að vera smitaður. Ef maki þinn á kynmök við aðra einnig, þá er öruggast að temja sér að nota ávallt smokk. Hvernig veitir smokkur vörn við alnæmi og öðrum kynsjúkdómum? Sé smokkurinn notaður rétt, þá nær hvorki sæði né slím úr leggöngum (sem og blóð) að berast milli einstaklinga í samförum. Þar sem alnœmisveiran er í þessum vökvum, þá kemur smokkur í veg fyrir að vökvarnir berist frá einum einstaklingi yfir í annan. Er hættulegt að snerta eða vera nálægt smituðum, takast í hendur eða sitja saman yfir glasi? Nei, alls ekki. Alnæmi smitast ekki manna á milli í daglegum samskiptum. T.d. þá smitast alnœmi ekki með handabandi eóa vió aðra snertingu, ekki með hnerra eða hósta, ekki af salernum, ekki með matvœlum eða matarílátum og ekki við að sitja saman og spjalla. Get ég séð á fólki hvort það er smitað af alnæmi eða ekki? Nei, það sést ekki utaná fólki hvort það er smitað eða ekki. Mjög margir sem eru smitaðir af alnæmisveirunni líta hraustlega út og líður vel í langan tíma eftir að þeir smitast fyrst, þ.e. eru frískir smitberar og geta smitað aðra. Get ég verið smitaður af alnæmi en samt ekki verið veikur? Já, margir sem eru smitaðir af alnæmisveirunni eru alls ekki veikir af hennar völdum. Þeir munu að öllum líkindum veikjast seinna, en liðið geta mörg ár þangað til. Ef ég er smitaður og ekki veikur, hvert er þá vandamálið? Það eru tvö vandamál. í fyrsta lagi, ef þú hefur smitast munt þú sennilega veikjast seinna meir, mánuðum eða mörgum árum seinna. / öðru lagi þá getur þú smitað aðra með kynmökum og með blóði þínu. Ef ég er smitaður, get ég þá haft kynmök? Það er algerlega óhætt að faðma, strjúka og nudda. En allar kynlífs athafnir, sem hafa í för með sér að sýktur líkamsvessi (sæði, slím úr leggöngum og blóð) kemst í snertingu við slímhúð kynfæra hjá ósýktum einstaklingi, hefur smithættu í för með sér. Báðir aðilar verða að gera sér grein fyrir smithættunni. Sérhver smitaður er ábyrgur fyrir þvi að upplýsa sinn rekkjunaut um smitið og saman veróa báðir einstaklingar að rœða saman og fá ráðgjöf þannig að tryggja megi öruggt kynlif. Landlæknisembættið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.