Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 51

Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 51
£ ™***iO*tii var greinilega leiðandi persóna í þessu frjóa Leikhúsi við Grindverkið. Það var auðvitað barið niður harðri hendi eftir innrásina. — Við kynntumst mörgu frábæru leik- húsfólki í Prag. Meðal annarra Svoboda leikmyndahöfundi, sem hafði þá hlotið margvíslega alþjóðlega viðurkenningu. Við fórum á verkstæði hans og hann setti okkur inn í vinnubrögð sín og hugmyndir. Það var svo einkennileg tilviljun, þegar við vorum seinna um vorið á leikstjóra- þingi í Noregi, að verið var að sýna leik- myndir Svobodas. Hann hafði ætlað að koma, en komst ekki á opnunina og leið- beiningar höfðu ekki borist. Þá lenti það á mér að útskýra leikmyndir Svobodas. Og það undarlega var, að þetta átti eftir að koma fyrir aftur og þá í London. — Þessi dvöl í Prag var okkur því bæði lærdómsrík og skemmtileg. Við fylgd- umst auðvitað með skelfingu með atburð- unum 1968 úr fjarlægð og hefur oft verið hugsað til þess fólks sem við kynntumst í Prag. Pálína, túlkurinn okkar, og málar- inn hennar skildu. Hún flúði til Þýska- lands þar sem hún settist að. Við vorum svo óheppin að vera ekki á Islandi þegar hún kom hingað ásamt nýjum þýskum eiginmanni sínum á skemmtiferðaskipi fyrir nokkrum árum. — Það var á áætlun Þjóðleikhússins að frumsýna Endurbyggingu bæði sl. vor og haust. Við hefðum í rauninni getað verið með heimsfrumsýningu á verkinu. En eins og kunnugt er höfum við átt við alls konar erfiðleika að etja hér í leikhúsinu. Það hefur einnig komið oft til tals að bjóða Havel til Islands, t.d. 1981, en þá sat hann í fangelsi. Honum hefði gagnast sérstak- lega vel að fá heimboð frá erlendu leikhúsi við þær aðstæður, ekki til að koma heldur til að hjálpa honum í mannréttindabarátt- unni. En það varð því miður ekki af því. Við veltum þessu fyrir okkur í fyrra í tengslum við frumsýninguna á Endur- byggingu. Þá höfðu menn í leikhúsinu áhyggjur af peningahlið málsins, en Haukur Jóhannsson formaður Tékknesk —íslenska félagsins hafði samband við mig um síðir og kvað félagið geta lagt fram fé á móti fyrir farmiðanum þannig að hægt Brynja Benediktsdáttir. Tékkneska leikhúsið var svo frjótt og spennandi. Samt var allt svo grátt fyrir utan... væri að bjóða Havel. Við Haukur sendum loks skeyti í desember og buðum honum á frumsýningu í febrúar með leyfi og f.h. leikhússtjórans. Daginn eftir kom óvænt tilkynning um að Havel væri orðinn for- seti Tékkóslóvakíu. Þá var málið komið úr okkar höndum og til forseta vors, en við áttum alls ekki von á svari— hvað þá já- kvæðu. í byrjun janúar kemur óvænt skeyti frá Havel forseta þar sem hann lýsir vilja sínum að vera viðstaddur frumsýn- inguna á íslandi í febrúar. Hann sé þá á leiðinni frá Sovétríkjunum til Bandaríkj- anna. Þetta verður því hálfopinber heim- sókn, sem stendur e.t.v. bara í sólarhring. Og forsetarnir tveir munu saman sjá sýn- ingu okkar. — Þetta leikrit er stórbrotið. Ég er fangin af því. í þessari uppfærslu minni hef ég á að skipa fyrsta flokks leikhúsfólki, bæði leikurum og öðrum. Sameiginlega vona ég að okkur takist — þó tíminn sé stuttur— að koma sýningu á leikriti Ha- vels til skila til íslenskra áhorfenda og auð- vitað einnig Havels, en þetta verður í fyrsta sinn sem hann sér á sviði leikrit eftir sig í a.m.k. 20 ár! Leikritið gerist í nútím- anum, það er ekki „lókalíserað“, en gæti gerst í Mið—Evrópu, það er í mörgum lögum og í því er mikil dýpt. Vonandi tekst okkur að búa til sýningu sem er verð- ug þessu frábæra leikriti, sagði Brynja Benediktsdóttir leikstjóri að lokum. Jón R. Gunnarsson þýddi leikritið, Sigurjón Jóhannsson gerði leikmynd, Sigurður Rúnar Jónsson sér um fiðluleik, Sylvía von Kospoth æfði mið-evrópska dansa, Páll Ragnarsson sér um lýsingu. Leikendur eru auk Erlings Gíslasonar: Helga Jónsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Sigurður Sigurjónsson, Jón Símon Gunnarsson, María Ellingsen, Þór Tul- inius, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Edda Þórarinsdóttir, Hákon Waage, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson og Öm Árnason. 0 ÞJÓÐLÍF 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.