Þjóðlíf - 01.02.1990, Qupperneq 52

Þjóðlíf - 01.02.1990, Qupperneq 52
A UNDAN SAMTIÐ SINNI Hann var á undan sinni samtíð. Maður- inn sem gagnrýndi allt sem hann taldi gagnrýni vert, gyðingurinn sem gagn- rýndi gyðinga og sagði þá stefna sjálfum sér í glötun með einangrun sinni. Mað- urinn sem fylgdi kommúnistum að mál- um í þrjú ár en líkti svo Stalín við Hitler þegar á árinu 1933! Hann þoldi ekki að vera dæmdur til þagnar og svipti sig lífi í útlegð. Nú er hann goðsögn og tákn gagnrýninnar hugsunar. Hann hét Kurt Tucholsky. íunda janúar síðastliðinn var þess minnst hér í Vestur-Þýskalandi að hundrað ár voru liðin frá fæðingu einhvers þekktasta rithöfundar, blaðamanns og þjóðfélagsgagnrýnanda á þriðja áratug þessarar aldar, Kurts Tucholskys. Hann fæddist í Berlín 9. janúar 1890 og framdi sjálfsmorð í útlegð í Svíþjóð 19. desember 1935. Kurt Tucholsky var af borgaralegum gyðingaættum í Berlín. Faðir hans hafði komist áfram af sjálfsdáðum í lífinu, var forstjóri stórfyrirtækis en dvaldist lang- dvölum fjarri heimilinu uns hann lést árið 1905. Tucholsky samdi alltaf illa við móð- ur sína sem hafði lítinn skilning á tilburð- um hans í þá átt að stunda skáldskap. Kannski engin furða að síðar í verkum sínum fjallaði Tucholsky tíðum um varn- arlaus börn, leiksoppa stjórnsamra og til- fmningalítilla foreldra. Fyrsta verkið sem Kurt Tucholsky sendi frá sér þótt undir nafnleynd væri, hét einfaldlega Márchen eða Ævintýrið og er ádeila. Þetta verk sem kom út 1907 er mjög stutt og þar gagnrýnir hið sautján ára gamla skáld keisarann Vilhjálm annan fyrir þröngsýni í menningarmálum og fyrir að fúlsa við menningarstraumum samtímans. Skömmu eftir þetta hóf Tucholsky laganám en ferðaðist á námsár- unum töluvert; dvaldist í Genf veturinn 1910 og fór til Prag árið 1911 þar sem hann hitti meðal annars Franz Kafka. Kafka lýsti Tucholsky svo að hann hefði verið „undarleg blanda af sjálfsöryggi og örygg- isleysi“. Um sama leyti birtist grein eftir Tucholsky í málgagni þýskra jafnaðar- manna Vorwárts sem nefndist Aftaka eða „Hinrichtung“. Þar krafðist Tucholsky, sem nú var 22 ára að aldri, tafarlauss af- náms dauðarefsingar í landinu. Sama ár, 1912 kom út bókin Rheinsberg - Mynda- bók handa ástföngnum, óvenjulega ein- læg ástarsaga á þeirra tíma vísu. Sú bók Hoidgervingur gagnrýninnar hugsunar. Hundrað ár frá fœðingu Kurts Tucholskys. Svipti sig lífi í útlegð EINAR HEIMISSON SKRIFAR náði þegar vinsældum og seldist í þúsund- um eintaka. Eftir herþjónustu í fyrri heimsstyrjöld- inni hóf Tucholsky á ný störf við skriftir og blaðamennsku. Hann varð einn helsti talsmaður hins nýja stjórnkerfis í Þýska- landi, þess lýðveldis sem kennt var við borgina Weimar. Hann skrifaði jöfnum höndum blaðagreinar, ljóð og leikrit. Hann varð sá blaðamaður á dögum Weim- arlýðveldisins, sem pólitískir andstæðing- ar óttuðust mest og réðust harkalegast á. Eftir óðaverðbólgu og pólitísk átök ársins 1923 hafði Tucholsky hins vegar misst trúna á afl hins ritaða máls til þjóðfélags- legra úrbóta í Þýskalandi. Hann hélt til Kirt Tucholsky rithöfundurínn orðhvassi. Svipti sig lífí 1935. Parísar, rétt eins og Heine hafði gert á undan honum, og bjó þar í tvö ár. Árið 1926 hélt hann á ný til Þýskalands og skrif- aði greinar í vikublaðið Weltbiihne, einn gagnrýnasta fjölmiðil þriðja áratugarins í Þýskalandi. Kurt Tucholsky hafði ávallt fylgt jafn- aðarmönnum að málum. Árið 1928 var hins vegar svo komið að honum þótti stefna þeirra ekki nógu róttæk. Hann gekk því til liðs við Kommúnistaflokkinn en sneri fljótlega baki við honum. Árið 1931 yfirgaf hann Þýskaland og hélt í út- legð til Svíþjóðar þar sem hann bjó til dauðadags. Hann var þá orðinn mjög frá- hverfur kommúnisma og árið 1933 líkti hann alræðisstefnu kommúnista við al- ræðisstefnu nasista, líkti Stalín við Hitler. Eftir valdatöku nasista voru rit Tuchol- skys bönnuð og brennd á opinberri bóka- brennu, 10. maí 1933. Fljótlega eftir það var hann sviptur þýskum ríkisborgara- rétti. Líkt og ýmsir aðrir þýskir útlagar, sem dæmdir voru til þagnar í fjarlægu landi, eins og Stefan Zweig og Klaus Mann kaus Kurt Tucholsky að svipta sig lífi. Hann framdi sjálfsmorð í Svíþjóð 19. desember 1935. ið mikla umtal, sem verk Tuchol- skys hljóta þessa dagana hér í Vest- ur-Þýskalandi, sýnir að hann lifir enn með þjóð sinni. Hann var maðurinn sem var ávallt á undan sinni samtíð, maðurinn sem „sá“ þegar aðrir „sáu“ ekki, maðurinn sem beitti rödd sinni af alefli fyrir viðhorf sem hlutu ekki náð fyrir augum samtím- ans en urðu síðar algild. Hann er nokkurs konar holdgervingur gagnrýninnar hugs- unar hér í landi. Gagnrýni hans snerti alla hluta þjóðfélagsins; hann var sjálfur gyð- ingur og var ljós sú hætta sem þeim stafaði af andgyðinglegum áhrifum, sem stöðugt jókst fylgi. Um leið gagnrýndi hann gyð- inga ótæpilega fyrir að einangra sig í þjóð- félaginu, umgangast ekki aðra og ala þannig á tortryggni og sögusögnum um sjálfa sig. Þekktasta verk Kurts Tuchol- skys er óefað „Deutschland, Deutschl- and iiber alles“, sem gefið var út árið 1929. Það var langt á undan sinni tíð, þar er beitt samspili ljósmynda og texta um þjóðfélag samtímans, sem ekki átti sinn líka. Kurt Tucholsky var rómantískt ljóð- skáld sem orti á undarlega hlægilegan og jafnframt kaldhæðnislegan hátt um sam- skipti kynjanna. Sjálfur var hann mjög óráðinn í þeim málum og skildi við báðar þær konur sem hann giftist. Og oftar en ekki líkti hann saman þeim ástum og hug- sjónum sem eiga sér oftar en ekki álíka sterkar andstæður í veruleikanum. í ljóð- inu „Hugsjónir og veruleiki", sem Kurt Tucholsky orti árið 1929 segir hann: í kyrri nótt og mjóu rúmi hugsarðu um það, sem líf þitt skortir. Taugarnar þenjast. Ef við hefðum nú það, sem okkur vantar, af því það er ekki þar, kvelur lágt... Við hugsuðum undir keisarans veldi um lýðveldi... og núna er þetta það! Mann langar alltaf í háa, granna, og síðan fær maður litla, feita... () 52 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.