Þjóðlíf - 01.02.1990, Síða 56
MENNING
UPPGJOR VIÐ
FORTÍÐINA
Sársaukafullt uppgjör austur-þýskra rithöfunda við fortíð sína
EINAR HEIMISSON SKRIFAR
í Austur-Þýskalandi voru bókmenntir og
listir hluti af ríkiskerfinu og áttu að þjóna
því. Rithöfundar nutu forréttinda en
þeim forréttindum fylgdu einnig kvaðir
um það sem þeir máttu setja á blað.
Þessu tímabili er lokið. Uppgjör við for-
tíðina stendur fyrir dyrum hjá austur-
þýskum rithöfundum. Um leið er þeim
mætt af tortryggni af alþýðu manna eins
og öðrum fyrrverandi forréttindastéttum
landsins.
yrsti menningarráðhera Alþýðulýð-
veldisins Þýskalands, Otto Grot-
ewohl, starfaði í anda Leníns og Stalíns,
stefna nýja ríkisins á listasviðinu var eftir
sovéskri fyrirmynd. Árið 1951 fyrirskipaði
hann að „bókmenntir og listir ættu að vera
undir forsjá stjórnmálanna“ og „hugsjónir
listanna yrðu að fylgja pólitískri baráttu
samtímans.“ 9. nóvember 1989 féllu þessi
orð úr gildi í Austur-Þýskalandi. Það
miðlunarhlutverk, sem rithöfundar
gegndu milli þjóðar og ríkisvalds, er úr
sögunni.
Dæmi um það hvernig hlutverk rithöf-
unda hefur breyst í Austur-Þýskalandi er
Hermann Kant. Kant tók við af Önnu
Seghers sem forseti Rithöfundasambands
Austur-Þýskalands, sem stóð mjög nærri
Kommúnistaflokknum. í fyrstu hugðist
hann sitja áfram í embætti en ákvað síðan
að segja af sér. Annar þekktur austur-
þýskur rithöfundur, Stefan Heym, lýsti
því yfir að tungan í munni Kants hefði
„sveigst úr einu munnviki í annað á einni
nóttu“.
Hermann Kant var forseti Rithöfunda-
sambands Austur-Þýskalands í ellefu ár.
Sambandið telur 2000 félaga. Kant hefur í
áratug verið oddviti þeirra rithöfunda sem
í orði hafa reynt að finna meðalveg milli
aðlögunar að stjórnkerfinu og sjálfstæðra
athafna. Á borði hafa þessir menn hins
vegar ávallt gengið í lið með ríkjandi
stjórnkerfi þegar á hólminn hefur komið.
Hermann Kant var þannig oddviti
þeirrar bókmenntastefnu sem gekk í lið
með kommúnismanum. Sú staðreynd var
tengd því að frá upphafi var við lýði í
Austur-Þýskalandi Pajok-kerfið svokall-
aða og samkvæmt því nutu rithöfundar og
listamenn, „sem samræmdust hugsjónum
kommúnismans“, ýmissa forréttinda.
Rithöfundar höfðu þannig ávallt óskorað
frelsi, óku um á vestrænum bifreiðum en
ekki austur-þýskum, bjuggu í einbýlis-
húsum en ekki fjölbýlishúsum.
Auðvitað voru ekki allir rithöfundar
Austur-Þýskalands tengdir ríkjandi
stjórnkerfi á þennan hátt. Þegar eftir
stofnun Alþýðulýðveldisins 1949 yfirgáfu
það ýmsir þeirra manna sem áður höfðu
kallað það „betra Þýskaland". En atburð-
irnir 17. júní 1953 þýddu fyrsta raunveru-
lega uppgjörið. Þá fordæmdu sumir rit-
höfundar framgöngu ríkisvaldsins þegar
hundruð verkamanna í verkfalli voru
felldir á götum Austur-Berlínar. Aðrir
fordæmdu ekki. Stefan Heym fullyrti til
dæmis í skáldsögu sinni „5 dagar í júní“ að
uppþotin hefðu verið „skipulögð af er-
lendum leyniþjónustum“. Þar tók Heym
undir skoðun, sem búin hafði verið til í
aðalstöðvum Kommúnistaflokksins við
Karl-Marx-torg, og gerði að sinni.
En atburðir ársins 1956 í Ungverjalandi
þýddu önnur skuldaskil rithöfunda við
Kommúnistaflokkinn. Margir þeirra
héldu til Vesturlanda eins og Uwe John-
son, Gerhard Zwerenz, Martin Gregor-
Delin, Christa Reinig og Heiner Kipp-
hardt. Samt voru ófáir virtir rithöfundar
enn eftir í Austur-Þýskalandi og voru þar
áfram eftir að Berlínarmúrinn var reistur
árið 1961. Sumir þeirra eins og Christa
Wolf reyndu að fara milliveg milli les-
endahóps síns og flokksins, reyndu af
kostgæfni að „gera gott úr málinu“ án þess
að ógna eigin stöðu. Eða fylgdu Stefan
Heym, sem sneri við blaðinu og hóf upp
beitta gagnrýnisrödd gegn ríkjandi kerfi.
Smám saman var æ fleiri rithöfundum vís-
að úr landi, til dæmis Wolf Biermann.
Aðrir voru áfram í landinu og störfuðu í
óþökk stjórnvalda og þar var Stefan Heym
fremstur í flokki. Á mótmælafundi í Ber-
lín 4. nóvember síðastliðinn var honum
fagnað sem „leiðtoga hreyfingar okkar“ af
Christa Wolf rithöfundur. Skilaði flokksskír-
teininu sínu.
Anna Seghers var forseti Rithöfundasam-
bandsins um langt árabil, en lést fyrir nokkr-
um árum. Hermann Kant tók við af henni, en
varð að segja af sér á dögunum.
milljón manns á Alexanderstorgi. Christa
Wolf skilaði um sama leyti flokksskírteini
sínu.
Ljóst er að skilin eru óljós milli þeirra
sem teljast hafa staðið við skoðanir sínar
og hinna sem fóru eftir því sem þeir áttu að
gera. Ekki er enn Ijóst hvernig uppgjör
austur-þýskra rithöfunda við fortíð sína
fer fram. í vor heldur austur-þýska rithöf-
undasambandið fyrsta þing sitt eftir að
breyttir stjórnarhættir voru teknir upp í
landinu. Sagt hefur verið um Austur-
Þýskaland að þar hafi mikið verið talað um
„upplýsingu gegnum bókmenntir" en lít-
ið verið gert af henni. í landi þar sem skýr
skil voru milli forréttindahópa og annarra
voru rithöfundar tvímælalaust flestir í
fyrri hópnum. í hinum var alþýða lands-
ins. Og því er ekki undarlegt að um þessar
mundir skuli bera á andúð, stundum jafn-
vel hatri á rithöfundum eins og öðrum
gömlum forréttindastéttum landsins.
Uppgjörið stendur fyrir dyrum. Og at-
hyglisvert verður að fylgjast með því.
Hvað gera þeir höfundar sem áður reyndu
að samræmast stjórnkerfinu? Hvað segja
þeir nú? Hvað skrifa þeir nú?
0
56 ÞJÓÐLÍF