Þjóðlíf - 01.02.1990, Page 62
VIÐSKIPTI
DAUÐA-
DANSINN í
CANSO
Stœrsta fiskvinnslufyrirtœki í Kanada í stórfelldum
samdrœtti. Aflabrestur setur strik í reikninginn.
Uppgangspláss breytist í draugabæ.
G. PÉTUR MATTHÍASSON SKRIFAR FRÁ KANADA
Það búa 1255 manns í smábænum Canso
austast á meginlandi Nova Scotia í Kan-
ada. Þetta er sjávarpláss, það elsta í
landinu. Þar hafa menn veitt fisk í 400 ár.
Helsti atvinnurekandi staðarins hefur
verið stærsta fiskvinnslufyrirtæki Kan-
ada: National Sea Production. Daginn
áður en Stekkjastaur lagði af stað til
byggða tilkynnti fyrirtækið að það myndi
leggja niður starfsemi í Canso. Ollum
742 starfsmönnum í yrði sagt upp.
elmingur þessa fólks býr í Canso og
hinir í nágrannasveitarfélögunum.
Aðrir vinnufærir starfa flestir í tengslum
við sjávarútveg, beint eða óbeint. Utlit er
fyrir að örlög Canso verði sömu og örlög
gullæðisbæjanna í Yukon vestast í Kanada
fyrr á öldinni. Allar líkur eru á að bærinn
leggist í eyði. Eina sem eftir stæði væri
nýreist myndarlegt safn um fiskveiðar.
Samfara tilkynningunni um lokun í
Canso tilkynnti NatSea að fyrirtækið
myndi loka frystihúsi sínu í St. John’s á
Nýfundnalandi þar sem 492 unnu. Einnig
hættir fyrirtækið allri blautfiskverkun í
North Sydney; saltfiskurinn verður einn
eftir. Þar missa 280 manns vinnuna. Sá
bær byggir einnig afkomu sína mikið til á
fiskveiðum. Þetta kemur í kjölfar lokunar
á fiskverkun NatSea í Lockeport, á Nova
Scotia. Þá hafa hátt á annað þúsund
manns misst atvinnu sína á síðustu mán-
uðum auk allra þeirra sem unnu hjá sjálf-
stæðu fiskframleiðendunum sem hafa lagt
upp laupana. Það er svo útlit fyrir að
margir þeirra sem enn starfa gefist upp.
Líkt og íslendingar búa Kanadamenn
við kvótakerfi. Kvótinn var harkalega
skorinn niður árið 1989 og þó ríkisstjórnin
í Ottawa hafi enn ekki gefið upp kvótatöl-
ur ársins 1990 telja menn fullvíst að enn
verði skorið. Menn velta því hins vegar
fyrir sér hvernig svona lagað getur gerst.
Á árunum 1983 til 1987 var landað að
meðaltali 270.000 tonnum af botnfiski ár-
lega á Nova Scotia. Kvótinn var 245.000
tonn 1983 og þá var talið að stofninn væri
að vaxa. Mikil uppbygging átti sér stað í
fiskiðnaðinum, ríkulega studd af stjórn-
völdum. Fiskframleiðendum fjölgaði til
dæmis úr 235 í 372 milli áranna 1986 og
1987. Flestir voru þó sjálfstæðir og smáir.
NatSea byggði upp sína starfsemi á þess-
um árum. 1989 var hinsvegar kvótinn
140.000 tonn og álitið er að hann verði
skorinn niður í 95.000 tonn árið 1990, þó
stjórnvöld hafi ekki enn staðfest það. Á
fyrrgreindum uppbyggingartíma jókst
verðmæti alls sjávarafla á Nova Scotia
næstum um helming; úr 276 milljónum
dollara 1983 í 511 milljónir 1987 (14.5 millj-
arðar og 27 milljarðar íslenskra króna). I
þessum tölum er ekki talinn stærsti þorsk-
stofninn, norður-þorskurinn svokallaði, á
hafsvæðinu í kringum Nýfundnaland. Sá
kvóti hefur verið skorinn niður úr 235.000
tonnum árið 1988 í 190.000 tonn árið 1989
og verður skorinn enn.
m miðjan áttunda áratuginn voru
vísindamenn og stjórnmálamenn
sannfærðir um að fiskistofnarnir væru í
mikilli uppsveiflu og þeir myndu halda
áfram að vaxa langt fram á níunda áratug-
inn. Það hefur ekki gerst. Hátt fiskverð á
þessum tíma og vilji stjórnvalda til að lána
til uppbyggingar í greininni stuðluðu að
gífurlegri fjölgun báta og frystihúsa.
Nú eru menn að vakna upp við vondan
draum. Það sér ekki fram úr ógöngunum
næstu ár. Það virðist útséð um að fiskiðn-
aðurinn verði jafn umsvifamikill og hann
hefur verið. Þorpið Canso virðist dauða-
dæmt.
Auk minnkunar fiskistofna hefur fisk-
verð lækkað mikið. Árin 1986 og 1987
fengust að meðaltali 55 sent (29 kr.) fyrir
pundið miðað við 35 sent (18.50 kr.) nú.
Auk þess fer fiskurinn hraðminnkandi. I
St. Lawrence flóa, þar sem mengun er
mikil, vóg sjö ára þorskur að meðaltali 2.4
kg 1977 en nú vegur jafn gamall fiskur að
meðaltali ekki nema eitt kíló. Sterk staða
Kanadadals gagnvart þeim bandaríska
eykur síðan enn á vandann.
Enginn kann skýringar á minnkun
fiskistofnanna. Furðulítið er vitað um
hvað hefur gerst. Hins vegar er hægt að
benda á marga sökudólga án þess að fólk
geti sannað nokkuð vísindalega.
Flestir telja ofveiði Evrópubandalags-
ríkja utan 200 mílna fiskveiðilögsögu
Kanada eina aðalástæðuna fyrir minnkun
stofnanna. Landgrunnið nær út fyrir 200
mílurnar og þar veiða einkum Spánverjar
og Portúgalir í stórum stfl. Menn benda á
að kvótinn sem Samband Fiskveiðiþjóða í
62 ÞJÓÐLÍF