Þjóðlíf - 01.02.1990, Síða 63

Þjóðlíf - 01.02.1990, Síða 63
vitað hvaða áhrif losun efna, sem notuð eru í iðnaði í Ontario og Québec, í St. Lawrence flóa hefur á fisktegundir. Mengunin berst úr flóanum út í Atlants- hafið. Lausnir á þessum vanda eru ekki í sjónmáli. Hins vegar telja margir að veita ætti kvóta til bæjarfélaga en ekki til stórfyrirtækja á borð við NatSea. NatSea telur sig hins vegar hafa reynt þá aðferð til þrautar í sumar þegar fyrirtækið rak frystihús sín hluta úr ári til skiptis í hinum ýmsu bæjarfélögum. Þrátt fyrir að starfs- menn hafi tekið þessu vel og lagt sig fram um að láta þetta ganga, svo og fyrirtækið sjálft, þá er þetta ekki talin hagkvæm lausn. Hins vegar mun kanadíska ríkisstjórnin greiða háar upphæðir í atvinnuleysisbætur og aðra aðstoð sem velferðarþjóðfélagið veitir til þeirra sem missa vinnuna. For- sætisráðherra Kanada, Brian Mulroney, hefur lofað svipaðri neyðaraðstoð til handa sjávarútvegi og veitt var til land- búnaðar vegna þurrkanna 1988. Þá styrkti ríkið bændur um sem svaraði einum millj- arði Kanadadala. Hversu mikið fiskiðnað- urinn fær hefur ekki verið gefið upp. Verkalýðsfélag vinnslufólks vill þó að ríkið aðstoði NatSea— í stað þess að greiða atvinnuleysisbætur — þannig að fólk missi ekki atvinnuna. Það myndi t.d. spara þjóðfélaginu tap vegna minni skatt- tekna. Þetta er ekki hægt segir ríkið því það samrýmist ekki samkomulaginu við Bandaríkin um vöruskipti. Kanada yrði að greiða Bandaríkjamönnum jafnmarga dollara og NatSea fengi. Jafnvel þó kana- díska ríkið eigi 20% í fyrirtækinu. Verkalýðsfélagið og stjórnarandstaðan eru á móti þeirri lausn að greiða ein- ungis atvinnuleysis- og aðrar bætur. Sér- fræðingur Nýja Lýðræðisflokksins (New Democratic Party) í fiskveiðum telur t.d. að ríkið verði að skapa nýtt starf fyrir hvert það sem tapast hefur í fiskiðnaðin- um. Þegar fólk er einu sinni farið að fá atvinnuleysisbætur vill það gleymast og fjármunir ríkisins fara í uppbyggingu ann- ars staðar, telja fulltrúar verkafólksins. Lausnir þessa vanda koma þó að öllum líkindum of seint fyrir íbúa Canso og ná- grennis. Það tekur tíma að byggja upp. í Canso er enginn annar iðnaður en fisk- vinnslan, það er ekki á neinu að byggja. Nú þegar er fólk farið að hugsa sér til hreyfings. Það er ekki eftir neinu að bíða. Að ári gætu sömu vindar blásið um Canso og blésu um auðan gullgrafarabæinn Klondike fyrr á öldinni. Mulroney forsætisráðherra Kanada hefur lof- að sjávarútveginum nevðaraðstoð eins og landbúnaðinum áður. Norðvestur-Atlantshafi (NAFO) setti fyrir Stóra Banka, sunnan og austan Ný- fundnalands, árið 1986 hafi verið 23.260 tonn. Evrópubandalagið mótmælti kvót- anum og setti eigin kvóta: 102.406 tonn. Veiðin varð hins vegar árið 1986 172.000 tonn. Árið 1988 var kvótinn ákveðinn af NAFO 19.000 tonn en þá veiddu Evrópu- bandalagsríkin 68.000 tonn. Þrátt fyrir að EB hafi sett sér rúman 160.000 tonna kvóta árið 1989 hafa þeir einungis veitt 58.000 tonn fyrstu níu mánuði ársins. NAFO vill leyfa Evrópubúum að veiða rúmlega 15.000 tonn árið 1990 en EB setti nýlega sinn eigin kvóta: 50.000. Sjávar- útvegsráðherrar EB eiga þó eftir að leggja blessun sína yfir þessa tölu. Aðrir benda á að Kanadamenn hafi sjálfir veitt of mikið síðustu ár. Menn hafa farið framhjá kvótakerfinu með afla og segja sumir að frá 10 upp í 30% af aflanum hafi verið stungið undan. Þeir hinir sömu telja líka að vísindamenn hafi áædað stækkun stofnanna mun ríflegar en efni stóðu til. Enn aðrir benda á að selveiði hætti fyrir tveimur árum og að enginn viti nákvæm- lega hversu mikið magn af þorski og öðr- um botnfiski selastofninn innbyrði árlega. Ekki má heldur gleyma aukinni mengun á svæðinu. Mengun sem enginn veit hvað er mikil eða hvernig er háttað. Það er ekki ÞJÓÐLÍF 63

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.