Þjóðlíf - 01.02.1990, Page 66

Þjóðlíf - 01.02.1990, Page 66
Ekkert pláss fyrir hina dauðu Eins og kunnugt er, á Tokyo höfuðborg Japans við mikið mannfjöldavandamál að etja. Hún er ein fjölmennasta borg veraldar og þar eru einna flestir íbúar á ferkílómetra, enda er lóðaverð hvergi hærra í heiminum. Og nú er svo komið að borgin á ekkert jarðnæði lengur fyrir hina dauðu. Til að halda þörfinni í skefjum hefur borgin fyrir löngu einungis heimilað bálfarir. Eftir fimm ár í siðasta lagi verður ekkert grafstæði lengur eftir. Útsjónarsamir bísnissmenn hafa séð í þessu ágóðavon; í marghæða byggingum bjóða þeir pláss fyrir ösku forfeðranna og ætt- ingja í skápum sem líta út eins og farangurshólf á járnbraut- astöðvum. Hin eilífa hvíld í slíkum skáp fæst ekki ókeyp- is; þannig kostar t.d. graf- skápur í hinu fína Gohyaku— Rakanji hofi í Meguro—borg- arhlutanum yfir eina milljón króna. Til að spara sér viðlíka kostnað hafa þúsundir borg- arbúa gripið til þess ráðs að fara með ösku ættingja sinna í krukkum heim til sín og geymaþar... (Spiegel) Dalverpi á undanhaldi? Silicon Valley í Kaleforníu hefur á undanförnum árum verið talinn blómlegasti dalur hátækninnar í heiminum. Þar hafa til skamms tíma öll helstu og stærstu hátækni- fyrirtæki verið með fram- leiðslu. En upp á síðkastið hefur dalur þessi glatað nokkru af töfrum sínum. Margir örtölvukubbaframleið- endur hafa t.d. yfirgefið svæðið að undanförnu. Sú ástæða sem oftast er nefnd fyrir þessum fyrirtækjaflótta er tengd umhverfisvernd; stjórnvöld setja stöðugt strangari lög og reglur um umhverfisvernd við fram- leiðslu örtölvukubba og þess háttar. Kínverskir stáliðjuverkamenn í Wuyhan. Órói meðal verkamanna Þrátt fyrir allar kúgunarað- gerðir kínverskra stjórnvalda hefur þeim ekki tekist að þagga niður í mótmælum ým- issa þjóðfélagshópa. Fyrir nokkrum vikum kom t.d. til ólöglegra verkfalla um 100 þúsund verkamanna. Fjöl- mörg fyrirtæki geta ekki vegna harkalegra sparnaðar- aðgerða stjórnvalda komið frá sér vörunum og greitt bón- usa á laun, sem verið höfðu töluverður hluti heildarlauna viðkomandi starfsmanna. Meira að segja eru til fyrirtæki sem geta ekki lengur greitt grunnlaun. í borginni Jinan hefur verkafólk í vefnaðar- vöruiðnaði orðið sjálft að selja vörurnar á götunum til að fá einhver laun fyrir vinnu sína. í stáliðjuverinu í Wu- yhan stöðvuðu verkföll alla starfsemi... (Spiegel) íbrúk VIÐSKIP Kol aftur (leit sinni að valkostum í stað dýrra og áhættusamra kjarn- orkuvera hafa bandarísk orkufyrirtæki uppgötvað kolin að nýju. Um langa hríð hafa Bandaríkjamenn nær ein- göngu byggt gas eða olíuraf- stöðvar þegar þeir eru ekki í kjarnorkunni, vegna þess að umhverfisspjöll hafa þótt of mikil af notkun kola. En nú er búið að hanna tækni sem leiðir til þess að mun meiri orka en áður næst út úr kol- unum og hreinsibúnaður er það fullkominn að umhverfis- spjöll eru nánast engin af kolavirkjunum af nýjasta tagi. Þessatækni ætla Bandaríkja- menn að læra af Þjóverjum, sem í ýmsu tilliti eru þjóða fremstir í að sinna umhverfis- málum. Á dögunum veitti bandaríska fagtímaritið Power kolavirkjuninni Röm- erbrucke í Saarbrucken (höf- uðborgin í Saarlandi þar sem Oskar Lafontaine ræður ríkj- um) umhverfisverðlaun árs- ins. Þessi virkjun hefur starf- að síðan haustið 1988 inni í miðju íbúðahverfi. Auk þess að valda ekki mengun, þykir virkjunin falla mjög vel inn í umhverfið og vera vel heppn- uð frá sjónarhóli arkitekta... Byggt á Spiegel — óg 66 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.