Þjóðlíf - 01.02.1990, Qupperneq 69

Þjóðlíf - 01.02.1990, Qupperneq 69
Tyrklcmdi árum síðar. Suður-Afríku- menn eru nú helstu framleið- endur angóruullar og fram- leiðsla þeirra hefur orðið á kostnað Tyrkja. Ástralir og Nýsjálendingar hafa nýlega flutt inn frjóvguð angórugeit- arfóstur og æda að hefja fram- leiðslu angóruullar. Angóruull er iðulega blönd- uð við aðra ull, silki eða bóm- ull og notuð í léttan klæðnað, áklæði og ýmis konar tísku- fatnað, t.d. peysur. Ófarir nýrra búgreina á ís- landi eru svo raunalegar og hörmulegar að ekki er einu sinni þorandi að hafa orð á því að angórugeitur gætu orðið hagkvæm aukabúgrein ís- lenskra bænda. Þó mætti nefna að breskir bændur hafa nú hafið ræktun angóru- og kasmírgeita og reyna jafnframt að kynblanda þær eigin geita- kynjum. Þar vænta menn mik- ils af þessari nýju búgrein. Hér mætti vafalaust reyna þetta en vonandi hafa menn lært sína lexíu og fara hægar í sakirnar en gert var í loðdýra- og laxa- ræktinni, svo dæmi sé tekið. Skyldu geitur eiga eftir að fylla auð loðdýrabú? inu, t.d. minnkun á súrefni eða aukning á styrk ýmissa efnasambanda, lokast þær. Ef skeljarnar loka sér og haldast þannig í langan tíma gefur það til kynna að vatnið sé óeðlilegt á einhvern hátt. Lítil tölva fylgist með hreyf- ingum kræklinganna og ber þær saman við útreiknuð við- mið fyrir skeljahreyfingar. Niðurstöður eru sendar til stjórnstöðvar á landi. Verið er að prófa tæki af þessu tagi við frárennsli úr efnaverksmiðju í Hollandi. Þar eru hreyfingarn- ar bornar saman við magn frá- rennslis frá verksmiðjunni. Eftir 10 vikna notkun var mælitækið enn í lagi. Önnur gerð af tækinu er notuð til að áætla magn klórs sem skolast út úr kælikerfi orkuvers. Þriðja gerðin mælir vamsgæði í Rínarfljóti ásamt öðrum tækjum, þ.á.m. öðru líffræðilegu tæki þar sem vatnaflóin Daphnia er notuð sem nemi. Hollenskir mengunarsér- fræðingar hafa búið til nýjan mengunarmæli sem byggist á því að láta kræklinga fylgjast með gæðum vatns sem tekið er inn í vatnsveitur og síðan notað til drykkjar. Tæki þeirra samanstendur af átta kræklingum sem eru tengdir við rafmagnsmæla sem greina hve vel þeir loka skelj- um sínum. Kræklingarnir eru límdir við stálplötur. Þegar sex af átta skeljum haldast lokaðar í tiltekinn tíma, t.d. fimm mínútur, gefur tækið frá sér viðvörunarmerki. Þetta byggist á því að undir venjulegum kringum- stæðum er skel kræklinga opin til þess að vatn geti streymt í gegn. Dýrið getur þannig síað fæðuagnir úr vatninu. Um leið og breyting verður í umhverf- Vitaskuldir Fyrirtæki eitt hefur fundið upp og sett á markað reið- hjóladekk sem er slöngu- laust en fyllt plastkvoðu í staðinn. Það getur því ekki sprungið og fæst ennfrem- ur í mörgum litum. ★★ Frá 1. júní til 1. janúar styttist vegalengdin milli jarðar og sólar um tæpa fimm milljónir metra, nán- ar tiltekið 4.827.000 metra. ★★ Við stofuhita hreyfist hver súrefnissameind andrúms- loftsins með 450 m meðal- hraða á sekúndu. ★★ Fyrsti kjarnaofn heimsins var settur upp í kjallara undir fótboltavelli háskól- ans í Chicago. Hann var tekinn í notkun 2. des. 1942. ★★ Nákvæm lengd sólarhrings er 23 klukkustundir, 56 mínútur og 4.103 sekúnd- ur. í hverju ári eru 365.2564 sólarhringar. ★★ Líftónagjafi (e. biomuse) er nýtt tæki sem nemur raf- merki líkamans og breytir þeim í tónlist. Fíngerð raf- skaut á húð greina rafboð frá vöðvum og taugum og senda þau til svuntuþeysis sem vinnur úr þeim og ger- ir að ómþýðum tónum. ★★ Á síðustu 600 milljónum ára hefur náttúran (eða Guð) skapað um fjóra millj- arða tegunda lífvera. Af þeim lifa nú örfáar milljón- ir, þar af eru langflestar skordýr. Sam- lokur mæla mengun í vafni ÞJÓÐLÍF 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.