Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 71

Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 71
litlu magni að það hafði engin áhrif á eðlilegar frumur dráp- ust flestar krabbafrumanna. Hugsanlega koma þessi efni að notum sem krabbameinslyf í framtíðinni. Frumur sem eru sýktar af veirum eru líklega einnig næmari fyrir rofpeptíð- um en heilbrigðar frumur. Sýktar frumur renna gjarnan saman og mynda samfrumung en um leið og það á sér stað breytist frumugrind hverrar einstakrar frumu. Tilraunir á frumum sýktum af ýmsum veirutegundum, þ.á.m. veiru sem veldur kynfærafrunsum (Herpes simplex II) og eyðni- veiru, leiddu í ljós að peptíðin ollu rofi þeirra. Rofpeptíð í litlum skömmt- um virðast þar að auki örva frumuskiptingu. Þessi áhrif hafa m.a. komið fram á húð- frumum og frumum ónæmis- kerfisins. Möguleiki er því fyrir hendi að búa til lyf sem örva ónæmiskerfið til dáða og flýta gróanda sára. Ekki er enn vitað hvernig peptíðin fram- kalla þessi áhrif. Líklegt er að annaðhvort stuðli þau að auknu gegndræpi næringar- efna og örvi þar með vöxt frumunnar eða þau líkist vaxt- arþáttum líkamans sem örva vöxt og skiptingu frumunnar. Það er greinilegt að mögu- leikarnir sýnast margir og þeir lofa vissulega góðu. Næstu ár skera úr um hvort þeir eru raunhæflr eður ei. Þelfimur hjólastóll Hjólastóllinn örvar blóðrás og viðheldur vöðvastyrk í lömuðum fót■ um. í einu tölublaða Þjóðlífs á liðnu ári sögðum við frá trappgengum hjólastól. Tækninýjungar í gerð hjóla- stóla eru ekki eingöngu bundnar við það að hjálpa notendum þeirra að komast leiðar sinnar á sem auðveld- astan hátt heldur einnig til að bæta heilsu þeirra, svo sem nú verður greint frá. erður hefur verið hjóla- stóll sem stuðlar að þolflmiþjálfun (eróbískri þjálfun) lamaðra fótleggja og á m.a. að draga úr hættu á sárum og vessasöfnun í fót- um. Hann hefur fótstig í stað fótskemla og á honum er út- búnaður sem gefur frá sér rafáreiti sem örvar samdrátt f vöðvum fóta og kemur í veg fyrirvöðvahrörnun. Notandi hjólastólsins snýr sveif (handfangi) sem knýr stólinn áfram og fæturnir ýta á fót- stigin vegna raförvunar vöðvanna í fótleggjunum. Við hreyflngarnar færist blóðið sem safnast fyrir í neðri hluta fótleggjanna upp á við og þannig minnkar bjúgsöfnun þar. Liðirnir njóta einnig hreyfingarinnar og minni líkur eru á legusári. Stóllinn var þróaður af hópi vísindamanna sem stunda rannsóknir á mænu- sköddun. Faðir sex ára stúlku sem hafði verið lömuð frá þriggja ára aldri var stað- ráðinn í því að halda í vonina um að hún gæti einhvern tíma gengið á ný. Hann fór fram á það við vísindamenn- ina að þeir reyndu að flnna leið til að halda vöðvunum í fótleggjum hennar við og koma í veg fyrir hrörnun þeirra. Þeir endurbættu þrí- hjól hennar, þ.e. tengdu handföngin við fótstigin og með því að hreyfa handföng- in og fótstigin með hjálp raf- áreitis á lærvöðvum hennar komst hún leiðar sinnar. ÞJÓÐLÍF 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.