Þjóðlíf - 01.02.1990, Side 72

Þjóðlíf - 01.02.1990, Side 72
FLUG HÓTEL er fyrsta flokks hótel með 39 herbergjum og auk þess 3 svítum. Öll herbergin eru búin gervihnattasjónvarpi, síma, útvarpi og minibar. í hotelinu er veitingasalur, bar og bílageymsla í kjallara hússins. Ráðstefnu- og veislusalur er á jarðhæð. FLUG HÓTEL býður gestum reyklaus herbergi og herbergi sérhönnuð fyrir fólk í hjólastól. Þeir sem þurfa oft að ferðast til útlanda, þekkja óþægindin af því að þurfa að vakna um miðja nótt til að ná morgunfluginu til Evrópu, aka Reykjanesbrautina í misjöfnum veðrum um hávetur við misjafnar aðstæður. Peir þekkja stressið sem þessu fylgir. Þetta er nú liðin tíð. Byrjið viðskiptaferðina eða fríið á FLUG HÓTEL. Láttu okkur vita með hvaða flugi þú ætlar og við fylgjumst með brottfarartíma fyrir þig og vekjum þig á réttum tíma. Þú færð morgunverð og við ökum þér upp í flugstöð, á okkar kostnað. # Við geymum fyrir þig bflinn á meðan þú ert erlendis, í upphitaðri bflageymslu í kjallara hótelsins, þér að kostnaðariausu, á meðan húsrúm leyfir. Félög, fyrirtœki, félagasamtök, vinahópar, saumaklúbbar skipshafnir og allskonar hópar. FLUG HÓTEL gerir tilboð í hverskonar ráðstefnuhald, fundarhöld, veislur og samkomur. Ef þú leitar eftir aðstöðu til að halda ráðstefnu, fund eða veislu, fáðu þá tilboð frá okkur. Við gerum þér tilboð í gistingu og/eða veitingar. Allt eftir þínum þörfum og óskum. Ef þú hefur telefax, sendu okkur þá línu eða taktu símann. Síminn okkar er 92-15222 og telefaxnúmerið er 92-15223. VERIÐ ÁVALLT VELKOMIN

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.