Þjóðlíf - 01.02.1990, Side 75

Þjóðlíf - 01.02.1990, Side 75
Hrafnhildur Hannesdóttir, Geiþrúður Guttormsdóttir og Valur Arnason 12 ára. Krakkar á okkar aldri eru farnir að sjá ígegnum auglýsingar. AUGLÝSINGAR FYRIR BÖRN Vandmeðfarnar auglýsingar. Sérstakar siðareglur auglýsenda og samtaka. Leitað álits auglýsingasálfrœðings og nokkurra barna. „Víst, það var sagt í sjónvarpinu um dag- inn.“ Þessi orð heyrði sá er þetta ritar í samtali tveggja drengja sem voru að met- ast um ágæti hljómflutningstækja. Eins og gefur að skilja var annar þeirra á því að viðkomandi tæki væru góð; það sagði sjónvarpið og ekki segir það ósatt. örnin eru illa varin gegn þeim fjöl- mörgu auglýsingum sem þau sjá á skjánum dag hvern og má af því draga þær ályktanir að þau trúi því að gæði hverrar þeirrar vöru sem auglýst er, séu í samræmi við það sem sagt er í auglýsingunni. Engar víðtækar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum auglýsinga hér á landi, en í nið- urstöðum kannana sem gerðar hafa verið á neyslu unglinga á Norðurlöndum kemur í ljós að þriðji hver unglingur að jafnaði kaupir vöru vegna þess að hann sá hana í auglýsingu. Sjónvarpsauglýsingar eru meðal vinsæl- ADOLF H.PETERSEN ustu dagskrárliða barna. Það hafa kannan- ir á sjónvarpsnotkun barna og unglinga hér á landi sýnt. Ekki er svo að skilja að auglýsingarnar hafl áhrif í hlutfalli við áhorfendafjöldann, heldur er líklegra að hraðinn og léttleikinn eigi sinn þátt í því að laða börnin að skjánum. Þegar barn getur farið að einbeita sér að skjánum upp úr tveggja ára aldri eru það fyrst og fremst teiknimyndir og auglýsingar sem ná hug þess. Auglýsendur vita mætavel að yngri kynslóðin hefur ekki mikia peninga milli handanna. Þess í stað er reynt að sannfæra hana um að foreldrarnir geti farið og keypt vöruna. Takmarkið er að koma börnun- um til að þrýsta á foreldrana þar til þeir láta undan. Margar þessara auglýsinga eru því gerðar til að gera börn að nöldurskjóð- um. Auglýsingarnar hafa sennilega fleiri markmið en það að selja. Til langs tíma er verið að „byggja upp“ trausta neytendur, þ.e. að koma því að hjá börnum að viss vörumerki séu betri en önnur. Þannig alist þau upp við merki sem þau þekkja og haldi áfram að kaupa þau þegar komið er fram á fullorðinsár. Dæmi um þetta eru ýmsar tegundir morgunverðarkorna, en mörg vörumerki af því taginu hafa haldist á mörgum heimilum hátt á þriðju kynslóð. Önnur merki en þau sem hafa verið keypt af ömmunni og afanum eru varla til um- ræðu. uglýsingar sem eiga að höfða til barna eru mjög vandmeðfarnar. Starfsfólk auglýsingastofa sem sjá um hönnun og gerð auglýsinga gerir sér í flest- um tilvikum grein fyrir þeim takmörkum sem sett eru þegar höfða á til barna eða unglinga. í siðareglum um auglýsingar er m.a. fjallað ýtarlega um hvernig ekki megi ÞJÓÐLÍF 75

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.