Þjóðlíf - 01.02.1990, Page 76
„Við höldum að yngri kiakkar láti frekar
blekkjast“. Geirþrúður, ValurogHrafnhildur.
auglýsingar á neysluvörum sem ekki telj-
ast með þeim hollari eru hávaðasamar, þar
er allt byggt upp á miklum hraða og oftar
en ekki er sungið á erlendu máli. Börnin
læra þessa texta án þess að vita hvað þeir
þýða, notagildi vörunnar er hins vegar
aukaatriði. Af hverju má ekki hafa íslensk
þjóðlög í þessum auglýsingum? Það væri
þá a.m.k. einhver jákvæður boðskapur í
þeim. Við höfum nýlega séð dæmi um eina
slíka auglýsingu; stuttu teiknimyndina
um strákinn sem fékk sér ost og fór með
„ísland ögrum skorið“ eins og ekkert
væri. Þarna er holl neysluvara auglýst og
sígilt íslenskt ljóð notað að auki.“
Telur þú, Kristján, að margar auglýsing-
ar fari yfir mörk siðareglnanna?
„Ekki man ég í augnablikinu eftir ein-
stökum auglýsingum sem hafa bersýni-
lega farið yfir þau mörk. Hins vegar tel ég
að margar þeirra mættu vera til umræðu
hjá siðanefnd auglýsingastofa. Þó er eitt
atriði sem ég vil nefna í þessu sambandi og
það er hvernig auglýsingar á Stöð 2 eru
afmarkaðar á laugardags- og sunnudags-
morgnum. Vissulega eru þær undir þeim
lið sem heitir „Auglýsingar“, en krakkar
sem ekki eru læsir gera sér varla grein fyrir
að svo sé. Til dæmis er algengt að einhver
„fígúra“ er auglýst á undan eða eftir
teiknimynd þar sem hún er sjálf hetjan.
Ég nefni sem dæmi He-man og Transfor-
mers og spyr síðan: Hvort er auglýsingin
gerð til að auglýsa teiknimyndina eða
teiknimyndin gerð til að auglýsa þessa
kalla? Ég er ekki frá því að kallarnir séu
framleiddir fyrst og síðan eru gerðar
teiknimyndir til að auglýsa þá. Ef þetta er
það sem auglýsingamenning býður ís-
lenskum börnum upp á, þá tel ég að þar til
gerðar auglýsingar séu ekki af hinu góða.
Aftur á móti ef þær gæfu almennar upp-
lýsingar um vöruna og sköpuðu jákvætt
viðhorf hjá börnunum, þá er slíkt af hinu
góða,“ sagði Kristján að lokum.
rír 12 ára krakkar, þau Geirþrúður
Guttormsdóttir, Hrafnhildur Hann-
esdóttir og Valur Árnason, voru fengnir
til að ræða um auglýsingar og hvort þær
hefðu áhrif á neyslu þeirra.
„Það fer allt eftir því hvernig auglýsing-
in er sett upp og hvernig gæði hennar eru.
Ef við tökum t.d. gosdrykki, þá langar
mann miklu frekar í kók þar sem girnileg-
ir pizzu- og hamborgararéttir eru sýndir
ásamt flöskunni, heldur en auglýsingar
þar sem léttklætt fólk er að synda. Við
höldum þó að yngri krakkar láti frekar
blekkjast óháð því hvernig auglýsingin er
NEYTENDAMÁL
misnota trúgirni barna eða reynsluskort
þeirra. í samþykkt Alþjóðaverslunarráðs-
ins frá árinu 1984 um auglýsingar og börn
eru eftirfarandi atriði nefnd:
1) Auðkenning. Auglýsing skal vera auð-
kennd frá öðrum dagskrárliðum eða efni
blaða þannig að ekki verði um villst að um
auglýsingu sé að ræða.
2) Ofbeldi. Auglýsingar mega ekki sýna
ofbeldi þar sem það er andstætt lögum eða
siðvenjum.
3) Gildismat. Ekki má gefa í skyn að um-
ráð eða notkun vöru veiti barni líkamlega,
félagslega eða sálfræðilega yfirburði yfir
jafnaldra sína, eða að það hafi öfug áhrif að
vera án vörunnar.
4) Öryggi. Auglýsingar mega ekki inni-
halda yfirlýsingar með myndefni sem gæti
orðið þess valdandi að börn komist í
hættu.
5) Sannfæring. Auglýsing skal ekki fela í
sér áskorun til barna um að telja aðra á að
kaupa hina auglýstu vöru handa þeim.
6) Framsetning. Tryggja skal að auglýs-
ing villi ekki um fyrir börnum hvað varðar
rétta stærð, verðmæti, endingu og nota-
gildi auglýstra vara. Sé aukahluta þörf
(t.d. rafhlaða) til að nota vöruna, ætti að
gefa slíkt skýrt til kynna. Sé vara hluti af
flokki, röð eða stærri heild, ætti einnig að
taka það skýrt fram, svo og hvar og
hvernig megi afla sér þess sem á vantar.
7) Verð. Hugmynd um verð á ekki að gefa
þannig að börn ofmeti raunverulegt verð-
mæti vörunnar, t.d. vegna notkunar orð-
anna „einungis" eða „aðeins". Auglýsing-
ar eiga ekki heldur að gefa í skyn að allar
fjölskyldur hafi ráð á að eignast eða neyta
tiltekinnar vöru.
Hjá Sambandi íslenskra auglýsinga-
stofa (SÍA) fengust þær upplýsingar að
ekkert kærumál vegna brota í auglýsing-
um er höfða til barna hafi borist til siða-
nefndar auglýsingastofa á allra síðustu ár-
um. Á auglýsingastofum vissu menn
hvort einhver hugmynd færi yfir mörkin.
Hins vegar væru margar þeirra nokkuð á
mörkunum, en enginn séð ástæðu til að
kæra enda kæmu flest mál til siðanefndar-
innar frá framleiðendum sem álitu að sam-
keppnisaðili hefði gerst brotlegur.
„Ég tel að gerð auglýsinga sem höfða til
barna sé of mikið bundin við glys, hávaða
og orðaleiki,“ segir dr. Kristján Guð-
mundsson, sálfræðingur, en hann hefur í
nokkur ár safnað auglýsingum sem hann
hefur notað í kennslubók í auglýsingasál-
fræði fyrir framhaldsskóla. „Auglýsingar
sem þessar eru vafasamt fyrirbrigði og eru
alls ekki gerðar til að upplýsa börn um
raunveruleg gæði vörunnar. Til að mynda
76 ÞJÓÐLÍF