Þjóðlíf - 01.02.1990, Page 77

Þjóðlíf - 01.02.1990, Page 77
sett upp. Krakkar á okkar aldri eru farnir að sjá í gegnum auglýsingar, þ.e. að þær eru bara gerðar til að selja.“ Valur, sem er mikill fótboltaáhugamað- ur, segist varla skilja hvers vegna Ásgeir Sigurvinsson er látinn dreifa súkkulaði til nokkurra drengja í hálfleik. „Það sér það hver einasti heilvita fótboltamaður að súkkulaði er vont, bæði í munn og maga í miðjum fótboltaleik. Þessi uppseming á auglýsingu er ekki til að gefa gott for- dæmi. Yngri strákar láta kannski blekkj- ast vegna þess að þarna er frægur maður í aðalhlutverki.“ Hvers konar auglýsingar haldið þið að hafi mest áhrif á ykkur og jafnaldra ykk- ar? >,Það er sjaldan sem manni dettur í hug að fara strax út í búð til að kaupa þá vöru sem hefur verið auglýst í sjónvarpinu. Kannski fer maður fyrir forvimi sakir til að skoða, en treystir ekki öllu því sem sagt er fyrr en maður hefur sjálfur skoðað vör- una. Aftur á móti er smökkun í stórmörk- uðum nokkuð áhrifamikil. Ef mat- eða drykkjarvaran er góð, þá kaupir maður hana eða biður foreldra sína að kaupa hana til að prófa enn meira. Þó svo að við látum ekki glepjast af auglýsingum í sjónvarpi þá er oft gaman að horfa á þær sem eru fyndn- ar og ósjálfrátt síast þær inn í mann. Áhrif- in minnka ef grínið er allt of mikið og ofleikið. Okkur finnst t.d. gaman að sjá Sigga Sigurjóns leika í auglýsingum, en við höfum kannski ekki hugmynd um hvaða vöru er verið að auglýsa.“ Hafið þið einhvern tíma orðið vör við auglýsingar þar sem vísvitandi er verið að blekkja krakka? „Ég man eftir einni þar sem bílar fóru af stað þegar þeir voru fylltir af vatni,“ segir Valur. „En það kom hvergi fram í auglýs- ingunni að þeir gengju fyrir batteríum. Ég hef líka séð á mörgum pökkum, t.d. utan um Playmo-leikföng sem yngri bróðir minn notar mikið, að þar eru sýndir alls konar hlutir sem ekki eru inni í pakkan- um. Þar er kannski bara einn kall, en myndin sýnir hann t.d. fyrir utan bensín- stöð og fullt af löggum í kring.“ Haldið þið að nafn á vöru hafi einhver áhrif, ef það þykir fínt eða er erlent? Þau kváðust ekki hugsa mikið út í það. Aðalatriðið væru gæði vörunnar. „En oft er reynt að selja vöruna bara út á nafnið; orð sem kannski enginn skilur,“ segir Hrafnhildur. Valur nefnir þá kókómjólk- ina sem er í „slim“-umbúðum og segir að nafnið sé „töff ‘ og hafi örugglega áhrif á söluna. Hrafnhildur og Geirþrúður voru þó ekki sammála um það að það væri „töff‘, það væri hallærislegt. Vita þau þá hvað enska orðið „slim“ þýð- ir? Nei, það höfðu þau ekki hugmynd um. „Jaaá, auðvitað, umbúðirnar eru mjóar,“ sögðu þau hálfundrandi þegar þeim var sagt frá merkingu orðsins. Nú eru jólin nýafstaðin með öllum aug- lýsingunum sem þeim fylgja. Höfðu þau óskað sér einhvers sem þau sáu auglýst? „Nei, ekki beint enda eru auglýsingar ekki gerðar til að láta okkur kaupa, heldur er verið að tala til fullorðinna. Þeir láta glepjast og ímynda sér hvað börn vilja fá í jólagjöf," sagði Geirþrúður. „Það er ein- faldlega búið að prenta því inn í þá hvað sé í tísku og oft er þetta eitthvað sem mann langar ekkert í.“ 0 ÞJÓÐLÍF 77

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.