Þjóðlíf - 01.04.1991, Síða 26
ERLENT
VERSLAÐ
MEÐ NÁTTÚRUNA
Hvalurinn ókrýndur konungur umhverfisverndarsamtaka í Danmörku
BJARNI ÞORSTEINSSON DANMÖRKU
,Fylltu tankinn með Statoil og horfðu í
augun á hval“, segir í auglýsingu í Dan-
mörku. Ruddafengin verslun með um-
hverfisvernd er orðin að vandamáli.
Hvalurinn er ókrýndur konungur auglýs-
ingamennskunnar í umhverfisverndar-
bransanum.
mhverfisvernd er í tísku. Allavega ef
litið er til Danmerkur, þar hafa
skoðanakannanir sýnt fram á að umhverf-
ismál eru sá málaflokkur sem fólk virðist
hafa hvað mestar áhyggjur af. Markaður-
inn hefur verið fljótur til að notfæra sér
samviskubit Dana yfir menguðu umhverfi
og mengandi neyslu og skyndilega eru all-
ar vörur orðnar meira og minna „grænar“
— matvörur, þvottaefni, föt, húsgögn, og
endalaust má upp telja. Hin græna bylgja
hefur ekki aðeins litað markaðinn grænan
heldur hefur hún einnig stuðlað að því að
efla umhverfisverndarsamtök, bæði fjár-
hagslega og sem samviskuhrein samtök
með heilagan málstað.
í Danmörku eru það World Wildlife
Fund (WFF) og Greenpeace sem eru stór-
veldin í umhverfisverndarbransanum.
Orðstír — eða ímynd („image") svo beitt
sé fagmáli, — þessara samtaka er ákaflega
góður á sama hátt og orðstír margra ann-
arra samtaka sem vinna að hálfheilögum
eða heilögum málefnum s.s. Krabba-
meinsfélagið og Hjálparstofnun Kirkj-
unnar. Þar sem umhverfisvernd lifir ekki
á loftinu einu saman þurfa samtökin að
leita til einstaklinga og fyrirtækja eftir
peningum til að bjarga aðkrepptum dýr-
um eða til að vinna gegn umhverfisspjöll-
um af völdum ýmiss konar mengunar.
Sum dýr hafa meira aðdráttarafl en önnur.
Hinir saklausu og fallegu selir með hin
rómuðu mannsaugu fengu margan Dan-
ann til að stinga hendinni djúpt niður í
veskið. Úlfar selja aftur á móti ekki eins
vel. En mesta aðdráttaraflið hefur hinn
ókrýndi sölukonungur umhverfisvernd-
arsamtakanna: hvalurinn.
„Við keyptum risastóra búrhval af
WFF sem afmælisgjöf handa okkur“.
Svona hljómaði auglýsing frá danska lyfja-
fyrirtækinu Bröste. Dönsku kaupmanna-
samtökin (DSK) hafa í sínum auglýsing-
um bent á þáttöku sína í baráttunni fyrir
betra umhverfi . „ Við höfum ættleitt
hval“ fullyrða kaupmannasamtökin. Sala
eða ættleiðing á hvölum til fyrirtækja og
einstaklinga var aðalmarkmiðið með her-
ferðinni „SOS Björgum hvölunum“ sem
WFF stóð fyrir. Samtökunum tókst að
safna inn sem samsvarar 170 milljónum
íslenskra króna í herferðinni síðari hluta
ársins 1990. Það má því ætla að þarna hafi
komið inn nægilegt fé til að gera alvarlegt
átak í verndun hvala eins og stuðningsaði-
lum WFF var lofað í auglýsingum samtak-
anna. En raimveruleikinn leit öðruvísi út.
Af þeim 170 milljónum sem safnað var
inn fóru 140 milljónir í kostnað við auglýs-
ingaherferðina. Eftir stóðu um 30 mill-
jónir, þessar 30 milljónir fóru ekki til bar-
áttu gegn veiðum á hvölum í útrýmingar-
hættu eins og lofað var. WWF hafði
nefnilega selt hvali sem þeir áttu ekki. Eða
öllu heldur: það voru aðrir sem höfðu rétt-
inn til að nota hvalina til tekjuöflunar í
herferð fyrir hvalaverndun.
il að geta „selt“ fyrirtækjum eða ein-
staklingum hval verður að vera hægt
að aðgreina viðkomandi hval frá öðrum
hvölum. Þar sem bakuggi búrhvala er
mismunandi eftir einstaklingum eru ljós-
myndir af bakugga hvalanna það sem
kaupendurnir fá sem sönnun fyrir því að
hvalurinn þeirra fyrirfinnist í raun og
veru. Þær ljósmyndir af búrhvölum sem
WWf seldi voru eign annarra umhverfis-
verndarsamtaka, hinna sænsku hvala og
höfrungaverndunarsamtaka CSVD.
WWF hafði ljósritað myndirnar og hafið
sölu á hvölunum án þess að sækja um leyfi
hjá CSVD. Forráðamenn CSVD voru að
vonum óánægðir með aðgerðir WWF en
nú virðist sem allt sé að falla í ljúfa löð milli
samtakanna. WWF hefur lofað að greiða
CSVD sem samsvarar 60 milljónum ís-
lenskra króna í sárabætur fyrir misnotk-
unina. Þar með fara þær 30 milljónir sem
26 ÞJÓÐLÍF