Þjóðlíf - 01.04.1991, Qupperneq 26

Þjóðlíf - 01.04.1991, Qupperneq 26
ERLENT VERSLAÐ MEÐ NÁTTÚRUNA Hvalurinn ókrýndur konungur umhverfisverndarsamtaka í Danmörku BJARNI ÞORSTEINSSON DANMÖRKU ,Fylltu tankinn með Statoil og horfðu í augun á hval“, segir í auglýsingu í Dan- mörku. Ruddafengin verslun með um- hverfisvernd er orðin að vandamáli. Hvalurinn er ókrýndur konungur auglýs- ingamennskunnar í umhverfisverndar- bransanum. mhverfisvernd er í tísku. Allavega ef litið er til Danmerkur, þar hafa skoðanakannanir sýnt fram á að umhverf- ismál eru sá málaflokkur sem fólk virðist hafa hvað mestar áhyggjur af. Markaður- inn hefur verið fljótur til að notfæra sér samviskubit Dana yfir menguðu umhverfi og mengandi neyslu og skyndilega eru all- ar vörur orðnar meira og minna „grænar“ — matvörur, þvottaefni, föt, húsgögn, og endalaust má upp telja. Hin græna bylgja hefur ekki aðeins litað markaðinn grænan heldur hefur hún einnig stuðlað að því að efla umhverfisverndarsamtök, bæði fjár- hagslega og sem samviskuhrein samtök með heilagan málstað. í Danmörku eru það World Wildlife Fund (WFF) og Greenpeace sem eru stór- veldin í umhverfisverndarbransanum. Orðstír — eða ímynd („image") svo beitt sé fagmáli, — þessara samtaka er ákaflega góður á sama hátt og orðstír margra ann- arra samtaka sem vinna að hálfheilögum eða heilögum málefnum s.s. Krabba- meinsfélagið og Hjálparstofnun Kirkj- unnar. Þar sem umhverfisvernd lifir ekki á loftinu einu saman þurfa samtökin að leita til einstaklinga og fyrirtækja eftir peningum til að bjarga aðkrepptum dýr- um eða til að vinna gegn umhverfisspjöll- um af völdum ýmiss konar mengunar. Sum dýr hafa meira aðdráttarafl en önnur. Hinir saklausu og fallegu selir með hin rómuðu mannsaugu fengu margan Dan- ann til að stinga hendinni djúpt niður í veskið. Úlfar selja aftur á móti ekki eins vel. En mesta aðdráttaraflið hefur hinn ókrýndi sölukonungur umhverfisvernd- arsamtakanna: hvalurinn. „Við keyptum risastóra búrhval af WFF sem afmælisgjöf handa okkur“. Svona hljómaði auglýsing frá danska lyfja- fyrirtækinu Bröste. Dönsku kaupmanna- samtökin (DSK) hafa í sínum auglýsing- um bent á þáttöku sína í baráttunni fyrir betra umhverfi . „ Við höfum ættleitt hval“ fullyrða kaupmannasamtökin. Sala eða ættleiðing á hvölum til fyrirtækja og einstaklinga var aðalmarkmiðið með her- ferðinni „SOS Björgum hvölunum“ sem WFF stóð fyrir. Samtökunum tókst að safna inn sem samsvarar 170 milljónum íslenskra króna í herferðinni síðari hluta ársins 1990. Það má því ætla að þarna hafi komið inn nægilegt fé til að gera alvarlegt átak í verndun hvala eins og stuðningsaði- lum WFF var lofað í auglýsingum samtak- anna. En raimveruleikinn leit öðruvísi út. Af þeim 170 milljónum sem safnað var inn fóru 140 milljónir í kostnað við auglýs- ingaherferðina. Eftir stóðu um 30 mill- jónir, þessar 30 milljónir fóru ekki til bar- áttu gegn veiðum á hvölum í útrýmingar- hættu eins og lofað var. WWF hafði nefnilega selt hvali sem þeir áttu ekki. Eða öllu heldur: það voru aðrir sem höfðu rétt- inn til að nota hvalina til tekjuöflunar í herferð fyrir hvalaverndun. il að geta „selt“ fyrirtækjum eða ein- staklingum hval verður að vera hægt að aðgreina viðkomandi hval frá öðrum hvölum. Þar sem bakuggi búrhvala er mismunandi eftir einstaklingum eru ljós- myndir af bakugga hvalanna það sem kaupendurnir fá sem sönnun fyrir því að hvalurinn þeirra fyrirfinnist í raun og veru. Þær ljósmyndir af búrhvölum sem WWf seldi voru eign annarra umhverfis- verndarsamtaka, hinna sænsku hvala og höfrungaverndunarsamtaka CSVD. WWF hafði ljósritað myndirnar og hafið sölu á hvölunum án þess að sækja um leyfi hjá CSVD. Forráðamenn CSVD voru að vonum óánægðir með aðgerðir WWF en nú virðist sem allt sé að falla í ljúfa löð milli samtakanna. WWF hefur lofað að greiða CSVD sem samsvarar 60 milljónum ís- lenskra króna í sárabætur fyrir misnotk- unina. Þar með fara þær 30 milljónir sem 26 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.