Víkurfréttir - 24.09.2009, Side 16
8 BLÓMSTRANDI MANNLÍF VÍKURFRÉTTIR 9VÍKURFRÉTTIR BLÓMSTRANDI MANNLÍF
íþrótta- og
ungmennafélag
80 ÁRA SAGA
Saga
Keflavíkur
íþrótta- og
ungmenna-
félags er
rækilega
samofin
sögu,
mannlífi og
menningu
bæjarins okkar. Í afmælisriti
Keflavíkur er stiklað á stóru í
sögu þeirra félaga sem gengu
í íþrótta- og ungmennafélagið
Keflavík 30. júní 1994 og
mynda nú Keflavík íþrótta-
og ungmennafélag. Þau
eru: Ungmennafélag Keflavíkur
(UMFK) stofnað 29. september
1929, Knattspyrnufélag
Keflavíkur (KFK) stofnað
12. júní 1950, Fimleikafélag
Keflavíkur (FK) stofnað 12.
september 1985, Sundfélagið
Suðurnes (SFS) stofnað 1. ágúst
1989, Íþróttafélag Keflavíkur
(ÍK) stofnað 30. september
1967 og Skotfélag Keflavíkur
endurvakið veturinn 1981.
Öll þessi félög voru stofnuð
af áhugasömu hugsjónafólki.
Markmiðið var að gefa
ungu fólki tækifæri til að
vinna að ýmsum málefnum
sem horfðu til eflingar
menningarlífs og almennra
heilla fyrir byggðarlagið. Með
breyttum tímum aðstæðum
hefur starfsemi félagsins í æ
ríkari mæli færst inn á svið
íþróttanna. Á því sviði hefur
mikill fjöldi manna lagt á sig
ómælda vinnu og fórnir í því
skyni að byggja upp öflugt
félag sem gæti náð fjölþættum
árangri og eignast afreksfólk
í mörgum greinum íþrótta.
Íþróttafólkið á hér sjálft
stærstan hlut að máli með
atorku sinni, einbeitni og vilja,
en máttur hreyfingarinnar
hefur ekki síst falist í dugnaði
og fórnfýsi þeirra sem í
áttatíu ár hafa helgað félaginu
krafta sína og verið íþróttalífi
bæjarins einstæður bakhjarl.
Inngangur
Einar Haraldsson
Stjórn Keflavíkur
íþrótta- og
ungmennfélags
2009. Efri röð frá
vinstri: Guðjón
Axelsson, Sigurvin
Guðfinnsson, Þórður
M. Kjartansson,
Birgir Ingibergsson.
Fremri röð frá vinstri:
Sveinn Adólfsson,
Einar Haraldsson,
Kári Gunnlaugsson
og Bjarney S.
Snævarsdóttir.
Þórey Þorsteinsdóttir,
einn af stofnendum
UMFK, var einn helsti
hvatamaður að byggingu
Sundhallarinnar í Keflavík
og síðar að byggingu
myndarlegs íþróttahúss
í bænum. Hún veitti
íþróttastarfinu í Keflavík
öflugan stuðning
með fjársöfnun, eigin
fjárframlögum og
hvatningargreinum í
blöð á Suðurnesjum.
Þórey var gerð að
heiðursfélaga UMFK við
vígslu íþróttahússins við
Sunnubraut 1980.
Skráðar heimildir um leiksýningar í Keflavík
fram að 1929 eru ekki miklar né merkilegar
en leikstarf mun þó hafa staðið með nokkrum
blóma í Keflavík frá því nokkru fyrir
aldamótin 1900 og gera má ráð fyrir að leikið
hafi verið flest ár. Fyrr á tímum voru leikrit
færð upp í pakkhúsum kaupmanna sem voru
stærstu byggingar hvers þorps og engin hús
jafn rúmgóð að þeirra tíma hætti. Fyrstu
heimildir um leiklist í Keflavík eru frá árinu
1891 en þá neitaði Jón Gunnarsson, þáverandi
verslunarstjóri Duus-verslunar í Keflavík, að
lána stúkunni Voninni pakkhús til að leika í.
Sætir það nokkra furðu þar sem fyrir hendi
var Góðtemplarahúsið sem stúkan reisti rétt
eftir stofnun sína 1885. Góðtemplarareglan í
Keflavík byggði annað samkomuhús 1905 við
Kirkjuveg. Árið 1914 var stofnað hlutafélagið
Skjöldur um rekstur samkomuhússins og stóð
svo þangað til Ungmennafélag Keflavíkur
var stofnað 1929 og tók að sér húsið. UMFK
varð strax öflugur frumkvöðull í félags- og
menningarlífi byggðarlagsins og segja má
að allt til ársins 1959 hafi félagið haldið
uppi leikstarfsemi í húsakynnum sínum.
Leikritið „Karlinn í
kassanum“ var sýnt í
Ungó við góða aðsókn
árið 1950. Frá vinstri:
Guðni Magnússon,
Emelía Jónasdóttir og
Þórður Jónsson.
Víkurfréttir birta hér á næstu átta blaðsíðum brotabrot úr 80 ára sögu Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags.
Við stiklum aðeins á því stærsta að okkar mati úr mjög
skemmtilegri og fróðlegri afmælisbók sem Keflavík er að
gefa út í tilefni afmælisins. Ritstjóri hennar er Eðvarð T.
Jónsson, Stapaprent í Keflavík sá um umbrot hennar og
prentun fór fram í Odda. VF fékk leyfi til að taka efni úr
henni til að minnast þessara stóru tímamóta hjá félaginu.
„FÉLAGIÐ ÞARF AÐ
LEIKA GÓÐ LEIKRIT“