Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Page 51

Frjáls verslun - 01.03.2013, Page 51
FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 51 Þ etta er hægt en er vitaskuld ekki annað en millifærsla frá þeim sem ekkert skulda til þeirra sem skulda,“ segir Ásgeir Jónsson, lektor í hag- fræði við Háskóla Íslands, um skuldaleiðréttingu í anda framsóknar- manna. Hins vegar skipti útfærslan öllu á þessari leið og margar hættur séu til að varast. Ásgeir er því sammála að niðurstaða upp - gjörs við kröfuhafa geti aðeins orðið á þann veg að þeir erlendu haldi í eignir bank anna og gefi eftir krónueignirnar á mjög lágu gengi. Hann talar um að við uppgjörið fái „ríkið helling af krónum í fangið“ við slíkan samning. Kröfuhafarnir eru eldri en tvævetur. Þeir meta ekki téðar krónueignir á skráðu gengi seðlabankans heldur á mun lægra gengi enda er um gríðarlega háar fjárhæðir að ræða, um 800 milljarða, sem þeir vita að er aldrei hægt að koma út úr landinu nema á verulega niðursettu verði. Hér teljast saman lausafé í krónum sem þrotabúin eiga auk eignarhluta í Arionbanka og Íslandsbanka. Til viðbótar koma svo 400 milljarðar í snjó- hengjunni, sem eftir sem áður væri óleyst vandamál. Ásgeir telur að söluverð bankanna hljóti alltaf að verða lágt, jafnvel aðeins 20-30% af bókfærðu virði, enda eru bankar erlendis mjög ódýrir um þessar mundir. Verð mæti erlendu krónueignanna sé því minna eða 200-400 milljarðar. Það er ekki fjarri því sem komið hefur fram í hugmyndum Framsóknar- flokksins. Síðan er raunar alls óvíst hvað ríkið getur gert við bankana ef það eignast þá. framhaldið varasamt Ásgeir telur því hugmyndir framsóknar- manna um uppgjör við kröfuhafana vel mögu legar en þar skilur leiðir. Hvað á að gera við peningana? Er hugmyndin um niðurfærslu húsnæðisskulda um 20% góð nýting á þessu fé? Svar Ásgeirs er nei. Hann segir að þetta gæti reynst mjög hættuleg leið fyrir efnahags lífið auk þess sem niðurfærsla feli í sér millifærslu frá þeim sem eru skuldlausir. Þar fyrir utan geri flöt lækkun lítið gagn ef ekki er ráðist í endurskipulagningu skulda á sama tíma, svo með því að skipta verð- tryggðum lánum í óverðtryggð; annars gæti höfuðstóllinn mjög hæglega hækkað aftur vegna verðbólgu. Þá verður að hafa í huga að þjóðerni þeirra sem eiga krónurnar skiptir ekki öllu fyrir hættuna af útstreymi þeirra. Það hefur verið markmið Seðlabankans að reyna að eign- ast krónur í erlendri eigu til þess að hægt sé að afnema höftin. Það hins vegar hefur litla þýðingu ef þær eru strax settar aftur í ásgeir jónsson, lektor í hagfræði við Hí, um hugmyndir framsóknar: Ríkið fær Helling af kRónuM í fangið ásgeir jónsson hagfræðingur telur líklegt að við uppgjör á þrota bú ­ um bankanna fái ríkið nær allar erlendar krónueignir á Íslandi gegn ein hverju verði í erlendri mynt. Hann óttast ekki að orðspor Íslands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum spillist í kjölfar slíkra samninga. En krónurnar gætu farið illa með efnahag Íslendinga. „Það besta sem ríkið gæti gert við þessa peninga væri að taka þá úr umferð.“

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.