Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Qupperneq 51

Frjáls verslun - 01.03.2013, Qupperneq 51
FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 51 Þ etta er hægt en er vitaskuld ekki annað en millifærsla frá þeim sem ekkert skulda til þeirra sem skulda,“ segir Ásgeir Jónsson, lektor í hag- fræði við Háskóla Íslands, um skuldaleiðréttingu í anda framsóknar- manna. Hins vegar skipti útfærslan öllu á þessari leið og margar hættur séu til að varast. Ásgeir er því sammála að niðurstaða upp - gjörs við kröfuhafa geti aðeins orðið á þann veg að þeir erlendu haldi í eignir bank anna og gefi eftir krónueignirnar á mjög lágu gengi. Hann talar um að við uppgjörið fái „ríkið helling af krónum í fangið“ við slíkan samning. Kröfuhafarnir eru eldri en tvævetur. Þeir meta ekki téðar krónueignir á skráðu gengi seðlabankans heldur á mun lægra gengi enda er um gríðarlega háar fjárhæðir að ræða, um 800 milljarða, sem þeir vita að er aldrei hægt að koma út úr landinu nema á verulega niðursettu verði. Hér teljast saman lausafé í krónum sem þrotabúin eiga auk eignarhluta í Arionbanka og Íslandsbanka. Til viðbótar koma svo 400 milljarðar í snjó- hengjunni, sem eftir sem áður væri óleyst vandamál. Ásgeir telur að söluverð bankanna hljóti alltaf að verða lágt, jafnvel aðeins 20-30% af bókfærðu virði, enda eru bankar erlendis mjög ódýrir um þessar mundir. Verð mæti erlendu krónueignanna sé því minna eða 200-400 milljarðar. Það er ekki fjarri því sem komið hefur fram í hugmyndum Framsóknar- flokksins. Síðan er raunar alls óvíst hvað ríkið getur gert við bankana ef það eignast þá. framhaldið varasamt Ásgeir telur því hugmyndir framsóknar- manna um uppgjör við kröfuhafana vel mögu legar en þar skilur leiðir. Hvað á að gera við peningana? Er hugmyndin um niðurfærslu húsnæðisskulda um 20% góð nýting á þessu fé? Svar Ásgeirs er nei. Hann segir að þetta gæti reynst mjög hættuleg leið fyrir efnahags lífið auk þess sem niðurfærsla feli í sér millifærslu frá þeim sem eru skuldlausir. Þar fyrir utan geri flöt lækkun lítið gagn ef ekki er ráðist í endurskipulagningu skulda á sama tíma, svo með því að skipta verð- tryggðum lánum í óverðtryggð; annars gæti höfuðstóllinn mjög hæglega hækkað aftur vegna verðbólgu. Þá verður að hafa í huga að þjóðerni þeirra sem eiga krónurnar skiptir ekki öllu fyrir hættuna af útstreymi þeirra. Það hefur verið markmið Seðlabankans að reyna að eign- ast krónur í erlendri eigu til þess að hægt sé að afnema höftin. Það hins vegar hefur litla þýðingu ef þær eru strax settar aftur í ásgeir jónsson, lektor í hagfræði við Hí, um hugmyndir framsóknar: Ríkið fær Helling af kRónuM í fangið ásgeir jónsson hagfræðingur telur líklegt að við uppgjör á þrota bú ­ um bankanna fái ríkið nær allar erlendar krónueignir á Íslandi gegn ein hverju verði í erlendri mynt. Hann óttast ekki að orðspor Íslands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum spillist í kjölfar slíkra samninga. En krónurnar gætu farið illa með efnahag Íslendinga. „Það besta sem ríkið gæti gert við þessa peninga væri að taka þá úr umferð.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.