Frjáls verslun - 01.03.2013, Síða 67
FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 67
Það verður athyglisvert að fylgjast með
áherslum nýrrar ríkisstjórnar. Stóra spurn
ingin er hvort hægt væri að nýta sér þær
frekar og draga þannig úr byggingamagni
og hrikalegri fjárþörf sem fylgir stækkun
Landspítalans.
Það eru ekki allir sem átta sig á að á
hverj um virkum degi fara fram hátt í 80
skurðaðgerðir utan opinberra sjúkra stofn
ana á Íslandi, eða um 17 þúsund skurð
að gerðir á ári, og eru þær fram kvæmdar
á fimm einkareknum skurðstofum á
höfuð borgarsvæðinu og á Akureyri. Á
meðan er Landspítalinn með ríflega 9
þús und skurðaðgerðir á ári sem teljast
utan bráðaskurðaðgerða og rúmlega 17
þúsund skurðaðgerðir í það heila. Einka
stofurnar eru því enginn eftirbátur Land
spítalans hvað varðar fjölda aðgerða, þótt
vissulega sé munur á því um hvers konar
aðgerðir er að ræða. Það er því ljóst að
einkareknu skurðstofurnar draga úr álagi á
Landspítalann og „tappa af kerfinu“ svo um
munar.
Erfitt er að ímynda sér hvernig ástand ið væri ef Landspítalinn, ásamt öðr um sjúkra stofnunum á vegum hins
opinbera, ætti að sjá um allar þær að gerðir
sem núna fara fram á einkareknu skurð stof
unum.
Skurðstofurnar eru þar að auki bara einn
angi af einkareknu heilbrigðisþjónustunni.
Árlega eiga sér stað um 1,5 milljón komur
til lækna á Íslandi – og er þar átt við lækna á
Landspítala, heilsugæslulækna og sjálfstætt
starfandi lækna. Þar af eru um 455.000
komur til sjálfstætt starfandi klínískra lækna
– um þriðjungur allra læknisheimsókna.
Heildarkostnaðurinn við þjónustu sjálf
stætt starfandi lækna að meðtöldum öllum
aðgerðum var 5.037 milljónir króna á árinu
2011. Þar af greiddu Sjúkratryggingar ríkis
ins 3.459 milljónir en sjúklingarnir sjálfir
1.553 milljónir. Greiðslur ríkisins vegna
sjálf stætt starfandi lækna voru því rétt um
2,4% allra heilbrigðisútgjalda hins opinbera
það ár, sem voru 147 milljarðar króna. Ætlað
er að um 350 ársverk séu unnin á einka
rekn um læknastöðvum um allt land. Meðal
fjöldi ársverka á Landspítalanum háskóla
sjúkrahúsi var á sama tíma um 3.641 ársverk.
Hagkvæmur rekstur
Síðustu ár hefur verið nokkur vöxtur í
starf semi einkarekinnar sjúkraþjónustu
og sem dæmi má nefna að komum til
sjálfstætt starfandi lækna fjölgaði um 10%
milli áranna 2008 og 2011. Það má að ein
hverju leyti skrifa á samdrátt hjá hinu
opinbera og lokun sjúkrastofnana á borð
við Landakotsspítala og St. Jósefsspítala
í Hafnarfirði. Þannig hefur opinberum
stofnunum tekist að spara í sínum rekstri
með því að minnka eða leggja nið ur
ákveðna starfsemi sem einkareknu stof urn
ar hafa tekið við að hluta.
Þar með losnar hið opinbera þó ekki
al farið við útgjöld vegna þessarar starf
semi, því Sjúkratryggingar Íslands greiða
stóran hluta af kostnaði við meðferðir á
einkareknum læknastöðvum. Hins vegar
má leiða að því líkum að verið sé að færa
aðgerðirnar þangað sem almennt er hag
kvæmara að framkvæma þær.
Í úttekt sem Sólveig Jóhannsdóttir, þáver
andi hagfræðingur Læknafélags Íslands og
núverandi framkvæmdastjóri þess, vann
fyrir Læknafélagið árið 2009 kom t.d. fram
að kostnaður hins opinbera við komur til
sérgreinalækna á einkareknum stöðvum
væri álíka mikill og kostnaður við komur á
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Þar sem kostnaðartölur einkareknu stöðv
anna innihalda ekki bara læknisviðtöl
heldur líka kostnaðarsamar aðgerðir á borð
við skurðaðgerðir hljóta þessar tölur að
vera góð vísbending um að þjónusta sem
veitt er á einkareknu stöðvunum sé hag
kvæm fyrir hið opinbera. Að mati þeirra
sem starfa í greininni er minni yfirbygging,
hagkvæmari rekstur, styttri boðleiðir, færri
fundir, skjótari afgreiðsla og hraðari inn
leiðing á nýjungum í læknismeðferðum
meðal ástæðna þess að ódýrara sé að veita
þjónustu á einkareknum læknastöðvum
frekar en opinberum.
samningurinn við
einkareknu stöðvarnar
ekki endur nýj aður
Á þessu er jafnframt annar flötur sem er
kostnaðarþátttaka sjúklinga. Samningar
Sjúkratrygginga Íslands við einkareknar
læknastöðvar runnu út í lok mars 2011 og
Eitt lítið dæmi um
hagkvæmni einka-
stofanna er kvið-
slitsaðgerð sem fyrir
tuttugu og fimm árum
hefði þýtt legu á sjúkra-
húsi í tíu daga en er
núna framkvæmd á
fjórum klukkustundum
á einkastofunum, þ.e.
með svæfingu og hvíld.