Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Page 89

Frjáls verslun - 01.03.2013, Page 89
FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 89 markaðurinn réttir úr kútnum Hekla er umboðsaðili Volkswagen, Audi, Skoda og Mitsubishi á Íslandi, en þeir framleiðendur eru þekktir um allan heim fyrir gæði og áreiðanleika. Markaðshlutdeild Heklu var 25,4% á síðasta ári og var fyrirtækið annað stærsta bílaumboð landsins. Hvað er helst á döfi nni hjá Heklu sum arið 2013? „Við frumsýndum ný verið nýjan Skoda Oktavia, en sú tegund er einna mest seldi bíllinn hjá okkur. Hann er bæði eyðslugrannur, áreið­ anlegur og á hagstæðu verði og fjölskylduvænn og það eru kostir sem íslenskum bíl ­ notendum hugnast vel. Fáir bílar hafa náð að slá jafn ­ ræki lega í gegn á íslenskum bíla markaði síðustu áratugi og Skoda Octavia gerði þegar hann kom fram á sjónarsviðið 1996. Bíllinn náði strax hylli kaupenda því hann þótti gegn ­ heill, fágaður og á góðu verði. Einnig verður Skoda Octavia­ skut bíllinn frumsýndur í sumar. Við munum í sumar einnig kynna til sögunnar ný módel; eins og t.d. Audi A3. Mikil ánægja er með quattro­tæknina sem er fjórhjóladrifin. Flestir Audi­bílar fást með þessum búnaði, sem hentar mjög vel við íslenskar aðtæður. Fólk hefur dregið verulega úr kaup ­ um á stórum jeppum og meiri áhugi er núna á minni bílum og sparneytnari. Aukin sala hefur verið á jepplingum, en sá kúnnahópur er talsvert eldri en hinir. Ný Golf-kynslóð slær í gegn Fyrr á árinu var kynnt til sög unnar ný Golf­kynslóð sem hefur hlotið mjög mikl ar viðurkenningar. Sú var form ­ lega kynnt á bílas ýning unni í Genf 2013 og var valin bíll ársins í Evrópu en þessi virtu verðlaun eru hálfrar aldar göm­ ul. Golf VII bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína og sigraði með fáheyrðum yfir burðum. Þetta er í annað sinn sem Golf hlýtur þennan eftir sótta titil. Það er gaman að segja frá því að allar kynslóðir Golf hafa verið í einu af þremur efstu sætunum í vali á bíl árs ins síðustu 38 árin, og fyrsta kyn slóðin lenti á sínum tíma í öðru sæti. Helstu atriðin sem höfð eru í huga við valið á þessari alþjóð legu viðurkenningu eru nýjungar, verðgildi, öryggi, gæði og hönnun ásamt um ­ hverfis áhrifum. Golfinn var einn ig útnefndur Bíll heimsins á bílasýningunni í New York á vor dögum.“ Hvernig er ástandið á bíla ­ sölu markaðnum um þessar mundir, að þínu mati? „Markaðurinn er enn mjög dræmur og við eigum langt í land með að ná sölunni eins og hún var fyrir hrun. Eyðslugrannir og fjölskylduvænir bílar eru vin sælastir í dag. Kaup hegð ­ unin hefur breyst, fólk kemur t.d. oftar til að skoða bílana en áður og veltir vel fyrir sér bíla ­ kaupum.“ Hekla sigursæll Golf Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson „Fyrr á árinu var kynnt til sög unnar ný Golf -kynslóð sem hef ur hlotið mjög miklar viður - kenn ingar.“ Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.