Frjáls verslun - 01.09.2013, Síða 97
FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013 97
1. Hvað ertu ánægðastur með í
íslensku atvinnulífi um þessar
mundir?
Fjör í ferðaþjónustu. Og svo
að finna fyrir auknu sjálfs
trausti í röðum atvinnulífs.
Lífs kjör batna ekki nema með
eflingu atvinnulífs. Sjálfstraust
lykilfólks í íslenskum fyrir
tækj um og trú á verkefnin er
forsenda betra gengis þeirra.
2. Ríkisútgjöld í fjárlagafrum
varp inu fyrir árið 2014 eru
áætl uð þau sömu og á þessu
ári. Ertu sáttur við þá niður
stöðu?
Já. Það eru mjög góð tíðindi
að nú er stefnt að hallalausum
fjárlögum og einnig að í þeim
eru einhver merki um skatta
lækkanir á vinnandi fólk og
fyrirtæki. Áframhaldandi
niður skurður í menntakerfinu,
sérstaklega stórlega undirfjár
mögnuðu háskólastigi, er hins
vegar illskiljanleg ráðstöfun.
3. Núna eru fimm ár liðin frá
hruninu. Hvaða væntingar
hefur þú til næstu tveggja ára?
Ég er bjartsýnn. Sér í lagi
til seinna ársins. Þetta ár er
búið að vera heldur dauft
og stórkarlaleg loforð um
skulda leiðréttingar og óvissa
í kringum kjarasamninga
skapa tregðu til skemmri tíma.
Þegar betur liggur fyrir hvað
felst í loforðum stjórnvalda og
sam staða næst um hóflegar
launahækkanir þá er bara ansi
bjart framundan.
4. Áttu von á auknum fjár fest
ingum í íslensku atvinnu lífi á
næstunni?
Já. Samkvæmt könnun
meðal okkar viðskiptavina er
fjár festingarþörf uppsöfnuð
og um helmingur gerir ráð
fyrir auknum fjárfestingum
í upp lýsingatækni. Hins
veg ar ráðast slík áform, og
atvinnuvegafjárfesting al
mennt, af umgjörð efna hags
lífs, kjarsamningum, skulda
úrvinnslu, skattastefnu, pen
ingamálum, o.fl. Þar þarf að
hnýta allnokkra lausa enda til að
fjár festing taki við sér af alvöru.
5. Hver verða forgangsverkefni
þíns fyrirtækis á næstu sex
mánuðum?
Að treysta stöðu okkar sem
leiðandi þjónustufyrirtæki,
auka tengsl við viðskiptavini,
efla lausnaþróun og forgangs
raða til að bæta þjónustu og
afkomu.
6. Skuldavandinn hefur tekið
mestan tíma frá stjórnendum
síðustu árin en hver eru helstu
verkefni stjórnenda núna?
Því miður held ég að skulda
vandi krefjist enn allt of mik
illar athygli stjórnenda, a.m.k.
ef marka má nýlega úttekt
samkeppnisyfirvalda. Að því
slepptu þá skiptir máli að
stjórnendur hugi að því sem
mestu skiptir, að leita leiða til
að uppfylla þarfir viðskiptavina
með sem hagkvæmustum
hætti. Þar eru mörg tækifæri,
bæði innan fyrirtækja og í sam
starfi þeirra á milli.
7. Ertu með eitt gott ráð handa
stjórnvöldum?
Að gefa hófleg loforð … og
standa svo við þau. Svo, ef ég
má lauma að einu til viðbótar,
að stjórnvöld einangri sig ekki
frá atvinnulífi og erlendum
aðilum sem oft gefa góð ráð.
finnuR oddSSon, foRSTJóRi nýhERJa
Bjartsýnn
Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja.
„Áframhaldandi
niður skurður í
menntakerfinu, sér
staklega stórlega
undir fjár mögnuðu
há skólastigi, er hins
vegar illskiljanleg
ráðstöfun.“