Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2013, Side 44

Frjáls verslun - 01.09.2013, Side 44
44 FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013 Ingibjörg Þórðardóttir segir að haustið hafi verið ágætt hvað varðar fasteignaviðskipti og samningum hafi fjölgað jafnt og þétt. Fasteignaverð hefur verið á svipuðu róli síðustu vikur. „Það ríkir aukin bjartsýni á mark aðnum þar sem verð er orðið tiltölulega stöðugt þannig að við eigum ekki von á miklum hækkunum. Nokkuð virðist um að fólk sé í biðstöðu hvað varðar fasteignaviðskipti og vilji sjá hvað gerist varðandi leiðréttingu á húsnæðislánum. Fyrir liggur að fyrirhugaðar eru breytingar á stimpilgjöldum skuldabréfa, en þær breytingar kunna að vera jákvæðar fyrir markaðinn því fólk getur þá keypt fasteign eða endurfjármagnað eldri lán án þess að það leiði til óheyri­ legs kostnaðar. Markaðurinn er líflegur enda orðin gríðarleg upp­ söfnuð þörf á kaupum og sölu húsnæðis. Fasteignasalar eru almennt bjartsýnir og jákvæðir á fasteignamarkaðinn.“ Bjartsýnir og jákvæðir INGIbJÖRG ÞÓRðARDÓTTIR – formaður Félags fasteignasala FASTEIGNA- MARKAÐURINN Flestar framtíðarspár eiga það sameiginlegt að standast ekki. Við getum þó reiknað með því að hröðun tækniþróunar verði enn meiri og fari langt fram úr getu manns­ ins til að skynja og vinna úr sí vaxandi áreitinu. Tölvutæknin og stöðugt nýir samskiptamiðlar breyta vinnulagi einstakl inga, hópa og fyrirtækja. Alþjóða­ væð ingin og „outsourcing“ verk efna leiðir til meiri skörunar ólíkra menningarheima, þar sem samskipti fara fram í gegnum tölvur, vídeófundi, skype og aðra netmiðla.“ Högni Óskarsson segir að af þessum sökum verði því æ minna um að mál leysist með sam ræðum augliti til auglitis. Skilvirkni muni aukast en líka sé hætta á erfiðum árekstrum. „Það er nefnilega munur á því að hafa alist upp í íslenskum, ind­ verskum eða kínverskum smábæ. Staðbundnar samskipta hefðir, viðhorf og menning skapa ólíkt vinnulag og væntingar. Ólíkt því sem er og var, að vinnufélagar kynnist yfir kaffibolla og leysi mál, þá er engu slíku til að dreifa í alþjóðavæðingunni. Tækniþróunin kallar því á skarp ari félagsgreind eða hæfi­ leikann til að setja sig í spor og skilja samstarfsfólk annarra menn ingarheima. Þjóðríki hafa leyst þetta með því að stofna sendiráð í öðrum ríkjum þar sem reynt er að leysa mál í viðræðum sem geta teygst yfir langan tíma. Eðli viðskipta og vísinda krefst hins vegar miklu meiri hraða sem leysist ekki alfarið með ferðalögum milli landa og heimsálfa. Grunnskólarnir okkar reyna að taka á þessu þegar kemur að innflytjendum. Hvað með háskólana? Þjálfa þeir nemend­ ur í félagsgreind á sama hátt og með tilfinningagreind? Eða leysir tæknin þetta bara með sýndarveruleikakaffipásum?“ HÖGNI ÓSKARSSON – geðlæknir og stjórnendaþjálfari SKIPULAGIÐ í VINNUNNI skoðun Vinnustaðir framtíðar – árekstrar menn - ingar heima INGRID KUHLMAN – framkvæmda stjóri Þekkingarmiðlunar HOLLRÁÐ í STJÓRNUN Stjórnendur þurfa að tak ast á við ýmiss konar starfsmannamál og segir Ingrid Kuhlman að mikilvægt sé að greina málin fyrst með tilliti til orsaka og aðgerða og finna síðan lausnir á þeim þar sem oft er strax lögð áhersla á laus­ nina í stað þess að kryfja málin fyrst. „Þegar tekist er t.d. á við slaka frammistöðu starfsmanna skiptir miklu máli að skoða í fyrsta lagi atriði sem varða einstaklinginn sjálfan eins og kunnáttu, áhuga og persónu­ leika. Í öðru lagi þarf að skoða atriði sem varða hópinn og tengjast t.d. menningunni á vinnustað, starfsandanum og samskiptamynstrum. Í þriðja lagi þarf að skoða atriði sem varða skipulag og stjórnun á vinnu staðnum svo sem verklags ­ reglur, skipulag, stjórnun og atriði eins og aðstæður, húsnæði, tæki og tól.“ Ingrid tekur dæmi um nei­ kvæðan starfsmann. Hugsan­ legar ástæður gætu verið óöryggi eða áhugaleysi hans, slæm ur mórall, starfsleiði, skort ur á sjálf strausti, skortur á hrósi, neikvæður yfirmaður eða það að stjórnandinn taki ekki á málum. „Hægt er að finna ýmsar gagn legar lausnir eins og að ræða við starfsmanninn og láta hann svara fyrir það sem óánægjan snýst um, greina málið og gera kröfu um að hlutirnir breytist. Þá getur líka verið gagnlegt að ræða málin í hópnum, huga að móralnum og þjappa starfsliðinu saman, passa að ekki sé tekið undir neikvæðnina og jafnvel að hrósa og ýta undir styrkleika viðkomandi. Ef ekkert breytist er uppsögn síðasta úrræðið.“ Greina málið og finna síðan lausnina A4 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 1 3- 28 92
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.