Frjáls verslun - 01.09.2013, Blaðsíða 122
122 FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013
S
tjórnendur fyrirtækja og
stofnana leita í aukn um
mæli til Intellecta með
spurningar um hvaða
kjör eru viðeigandi í ýmsum störf
um sérfræðinga og stjórnenda.
Að sögn Þórðar S. Óskarssonar,
framkvæmda stjóra Intellecta,
er ástæða þess einfaldlega sú
að kjör eru einn af þeim þáttum
sem eru ákvarðandi um hversu
vel eða illa fyrirtækjum helst
á starfsfólki sínu: „Kjörin eru
einn þátturinn, en aðrir þættir
lúta að stjórn un, starfsanda,
starfsfélögum, að starfið sé
áhugavert og að verk efnin sem
unnin eru séu metin. Því verður
ekki mótmælt að kjör vega þungt
þegar starfs maðurinn veltir fyrir
sér hvort hann eigi „að vera eða
fara“. Til að aðstoða stjórnend
ur við að meta kjör og finna
viðeigandi samanburð á ýmsum
þrepum innan fyrirtækja hefur
Intellecta lagt út í viðamiklar
rannsóknir á kjörum meðal
stjórn enda og sérfræðinga. Á
árinu 2013 tóku flest af stærstu
fyrir tækjum landsins þátt í árlegri
könnun Intellecta á kjörum í störf
um sérfræðinga og stjórnenda.“
Kjarakönnun Intellecta
„Kjarakönnun Intellecta gengur
þannig fyrir sig að á vori hverju
senda þátttökufyrirtæki upp
lý singar um kjör í tilgreindum
hópum til Intellecta. Mikillar
nákvæmni er gætt í skráningu
þannig að kjör í einstökum
störf um eru borin saman miðað
við ákveðnar breytur, s.s. starfs
aldur, mennt un, staðsetningu í
skipu riti og annað sem skiptir
máli. Þeg ar úrvinnslu er lokið
fær hvert þátttökufyrirtæki
send ar ná kvæm ar upplýsingar
um kjör í til greindum störfum
miðað við ýmsar breytur. Stjórn
endur geta á augabragði séð
hvar þeirra eigið fyrirtæki er
statt í einstök um starfaflokkum
miðað við kjör sem fyrirtæki
í öðrum eða sambærilegum
rekstri bjóða. Í þessum saman
burði kann að koma í ljós að
viðkomandi fyrir tæki greiðir laun
í lægri kant inum, er í miðjunni
eða með þeim hæstu í sínum
flokki.
Öflugt tæki til stöðumats
Þessi könnun er því öflugt tæki
til að meta stöðu viðkom andi
fyrirtækis í kjörum á mark aði
og kann að skýra ýmsa þætti,
s.s. óeðlilegan flótta úr störfum
eða jafnvel ónóga hreyfi ngu út
úr fyrirtæki, sem kann að skýra
ákveðna stöðnun. Í stuttu máli
veita niðurstöður kjarakönnunar
mikilvægar upplýsingar um
kjaramál og með hvaða hætti er
hægt að hagnýta þessar upp
lýsingar.“
Viðfangsefni intellecta eru einkum á sviði rekstrarráðgjafar, ráðninga og rannsókna.
Á undanförnum árum hefur mikilvægi kjararannsókna aukist til muna.
Mikilvægi vandaðra upp
lýsinga um kjör
TexTi: Hrund HauksdóTTir / Mynd: Geir ólafsson
Á árinu 2013 tóku flest af stærstu
fyrirtækjum landsins þátt í árlegri
könnun Intellecta á kjör um í
störf um sérfræðinga og stjórn
enda.
Torfi Markússon, Ari Eyberg, Kristján Einarsson, Helga Rún Runólfs-
dóttir, Agnar Kofoed-Hansen, Þórður S. Óskarsson framkvæmda-
stjóri og Einar Þór Bjarnason.
Intellecta