Frjáls verslun - 01.09.2013, Page 17
FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013 17
KOMPÁS.is
Verkfærakista
Samstarfsvettvangur
Þekkingarsamfélag
I
ndra Nooyi fæddist árið 1955 og því
58 ára að aldri. Hún hefur haldið um
stjórnartaumana hjá PepsiCo frá árinu
2006. Velta fyrirtækisins er margföld
þjóðarframleiðsla Íslendinga og starfs
mennirnir eru um þrjú hundruð þúsund úti
um allan heim. PepsiCo er móðurfélag nítján
félaga í matvæla og drykkjarframleiðslu,
þeirra stærst eru Quaker Oats, Tropicana,
Gatorade, FritoLay og PepsiCola. Hún
segist aldrei hafa stefnt á forstjórastólinn
held ur einbeitt sér að því að gera vel í hverju
því starfi sem hún hefur sinnt.
Það er langur vegur frá heimabæ Nooyi til
Bandaríkjanna þar sem hún býr og starfar.
Hún er fædd og uppalin í millistéttarfjöl
skyldu í Madras á Indlandi.
Í ræðu sinni í Þjóðleikhúsinu sagðist hún
þekkja til Lazytownvörumerkisins en Björk
væri sú sem flestir tengdu við Ísland. Björk
væri án efa þekktasti Íslendingurinn á al
þjóðlegum vettvangi og öllum ógleymanleg.
Þegar stjórnun væri annars vegar sagðist
hún upptekin af því hvernig reka ætti
fyrirtæki og búa til hagnað fremur en hvernig
ætti að ráðstafa hagnaðinum. Hún sagði
að reksturinn skipti öllu máli og mikilvægt
væri að ná upp góðum starfsanda þar sem
allir væru tilbúnir til að leggja sitt af mörk
um. Bestur árangur næðist þegar starfs
menn væru stoltir af fyrirtækjum sínum og
vinnuveit endum – og litu á fyrirtækið sem
fjölskyldu sína.
Hún lagði áherslu á að stjórnað væri með
höfði, hjarta og höndum, eins og hún orðaði
það. (Hugvit, umburðarlyndi og vinnusemi.)
Hjartalagið þyrfti að vera hlýtt og þannig
næðist upp góður starfsandi – og auðveld
ara væri að koma hlutum í verk og fá fólk til
að ná árangri.
Hún hvatti stjórnendur til að horfa til langs
tíma við stjórnun fyrirtækja og forðast skam
mtímahugsun. PepsiCo væri orðið hundrað
og fimmtíu ára fyrirtæki. Góður árangur
fyrir tækja skilaði sér út í samfélögin og gerði
þau sterkari.
Hún vísaði ekki í Megas sem söng:
Smælaðu framan í heiminn og hann smælar
Hann var ekki rauður dregillinn fyrir utan Þjóðleikhúsið heldur blár. Litur Pepsi
Cola. Það fór vel á því. Indra Nooyi, forstjóri PepsiCo og önnur valdamesta
konan í viðskiptalífi Bandaríkjanna, að mati Fortune, á eftir Ginni Rometty,
forstjóra IBM, var mætt til að halda fyrirlestur á 100 ára afmæli Ölgerðarinnar.
Hún hefur starfað innan PepsiCo-samsteypunnar í nítján ár. Þegar hún steig
fram á sviðið í Þjóðleikhúsinu við mikil fagnaðarlæti var rauði liturinn hins vegar
sýnileg ur, hún var í smekklegum rauðum jakka.
TexTi: Jón G. Hauksson oG unnur ValborG HilMarsdóTTir
Myndir: Geir ólafsson
Bjartsýni
laðar fram bjartsýni
Indra Nooyi, forstjóri PepsiCo, í Þjóðleikhúsinu:
Hún lagði áherslu á að stjórnað væri með
höfði, hjarta og höndum, eins og hún orðaði
það. (Hugvit, umburðarlyndi og vinnusemi.)
Hjartalagið þyrfti að vera hlýtt og þannig
næðist upp góður starfsandi – og auðveldara
væri að koma hlutum í verk og fá fólk til að
ná árangri.
Hún hvatti stjórnendur til að horfa til langs
tíma við stjórnun fyrirtækja og forðast
skammtímahugsun. PepsiCo væri orðið
hundrað og fimmtíu ára fyrirtæki. Góður
árangur fyrirtækja skilaði sér út í samfélögin
og gerði þau sterkari.
Hún vísaði ekki í Megas sem söng: Smælaðu
framan í heiminn og hann smælar framan í
þig. Hún sagði hins vegar að besti árangurinn
næðist í stjórnun með því að ala á bjartsýni:
„Bjartsýni býr til bjartsýni.“
Henni varð tíðrætt um samfélagslega ábyrgð