Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2013, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.09.2013, Blaðsíða 17
FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013 17 KOMPÁS.is Verkfærakista Samstarfsvettvangur Þekkingarsamfélag I ndra Nooyi fæddist árið 1955 og því 58 ára að aldri. Hún hefur haldið um stjórnartaumana hjá PepsiCo frá árinu 2006. Velta fyrirtækisins er margföld þjóðarframleiðsla Íslendinga og starfs­ mennirnir eru um þrjú hundruð þúsund úti um allan heim. PepsiCo er móðurfélag nítján félaga í matvæla­ og drykkjarframleiðslu, þeirra stærst eru Quaker Oats, Tropicana, Gatorade, Frito­Lay og Pepsi­Cola. Hún segist aldrei hafa stefnt á forstjórastólinn held ur einbeitt sér að því að gera vel í hverju því starfi sem hún hefur sinnt. Það er langur vegur frá heimabæ Nooyi til Bandaríkjanna þar sem hún býr og starfar. Hún er fædd og uppalin í millistéttarfjöl­ skyldu í Madras á Indlandi. Í ræðu sinni í Þjóðleikhúsinu sagðist hún þekkja til Lazytown­vörumerkisins en Björk væri sú sem flestir tengdu við Ísland. Björk væri án efa þekktasti Íslendingurinn á al­ þjóðlegum vettvangi og öllum ógleymanleg. Þegar stjórnun væri annars vegar sagðist hún upptekin af því hvernig reka ætti fyrirtæki og búa til hagnað fremur en hvernig ætti að ráðstafa hagnaðinum. Hún sagði að reksturinn skipti öllu máli og mikilvægt væri að ná upp góðum starfsanda þar sem allir væru tilbúnir til að leggja sitt af mörk­ um. Bestur árangur næðist þegar starfs­ menn væru stoltir af fyrirtækjum sínum og vinnuveit endum – og litu á fyrirtækið sem fjölskyldu sína. Hún lagði áherslu á að stjórnað væri með höfði, hjarta og höndum, eins og hún orðaði það. (Hugvit, umburðarlyndi og vinnusemi.) Hjartalagið þyrfti að vera hlýtt og þannig næðist upp góður starfsandi – og auðveld­ ara væri að koma hlutum í verk og fá fólk til að ná árangri. Hún hvatti stjórnendur til að horfa til langs tíma við stjórnun fyrirtækja og forðast skam­ mtímahugsun. PepsiCo væri orðið hundrað og fimmtíu ára fyrirtæki. Góður árangur fyrir tækja skilaði sér út í samfélögin og gerði þau sterkari. Hún vísaði ekki í Megas sem söng: Smælaðu framan í heiminn og hann smælar Hann var ekki rauður dregillinn fyrir utan Þjóðleikhúsið heldur blár. Litur Pepsi Cola. Það fór vel á því. Indra Nooyi, forstjóri PepsiCo og önnur valdamesta konan í viðskiptalífi Bandaríkjanna, að mati Fortune, á eftir Ginni Rometty, forstjóra IBM, var mætt til að halda fyrirlestur á 100 ára afmæli Ölgerðarinnar. Hún hefur starfað innan PepsiCo-samsteypunnar í nítján ár. Þegar hún steig fram á sviðið í Þjóðleikhúsinu við mikil fagnaðarlæti var rauði liturinn hins vegar sýnileg ur, hún var í smekklegum rauðum jakka. TexTi: Jón G. Hauksson oG unnur ValborG HilMarsdóTTir Myndir: Geir ólafsson Bjartsýni laðar fram bjartsýni Indra Nooyi, forstjóri PepsiCo, í Þjóðleikhúsinu: Hún lagði áherslu á að stjórnað væri með höfði, hjarta og höndum, eins og hún orðaði það. (Hugvit, umburðarlyndi og vinnusemi.) Hjartalagið þyrfti að vera hlýtt og þannig næðist upp góður starfsandi – og auðveldara væri að koma hlutum í verk og fá fólk til að ná árangri. Hún hvatti stjórnendur til að horfa til langs tíma við stjórnun fyrirtækja og forðast skammtímahugsun. PepsiCo væri orðið hundrað og fimmtíu ára fyrirtæki. Góður árangur fyrirtækja skilaði sér út í samfélögin og gerði þau sterkari. Hún vísaði ekki í Megas sem söng: Smælaðu framan í heiminn og hann smælar framan í þig. Hún sagði hins vegar að besti árangurinn næðist í stjórnun með því að ala á bjartsýni: „Bjartsýni býr til bjartsýni.“ Henni varð tíðrætt um samfélagslega ábyrgð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.