Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2013, Side 95

Frjáls verslun - 01.09.2013, Side 95
FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013 95 mörkuðum, hafa nú áhuga á að færa sig annað. Það eru til dæmis gagnaver, kísil mál m­ iðnaður, efnaiðnaður, eldsneyti s­ iðnaður og ylrækt sem við teljum að við höfum góða vöru að bjóða. Við bjóðum besta verð sem er í boði fyrir iðnfyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum. Við bjóðum líka langtímasamninga í allt að 15­20 ár með fyrirsjáan­ legu verði sem er í raun og veru ekki í boði annars staðar fyrir nýjar verksmiðjur. Síðan bjóðum við upp á endurnýjanlega raf ­ orku en það er verðmætt fyrir ýmsa viðskiptavini að geta sagt að raforkan sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum.“ Landsvirkjun hefur um skeið haft til skoðunar möguleikann á að selja orku um sæstreng til Evrópu til viðbótar við uppbygg ­ ingu iðnaðar á Íslandi. Ákvörðun um sæstreng hefur ekki verið tekin og frekari könnun á ýmsum þáttum málsins þarf að fara fram áður en hægt verður að taka slíka ákvörðun. „Það þarf að skoða fjölmörg atriði svo sem arðsemishlið verkefnisins, áhætt ­ una og svo þarf að athuga hver heildaráhrifin yrðu á þjóðfélagið. Það er ekki fyrr en búið verður að skoða þessa þrjá þætti sem hægt verður að taka afstöðu til þess hvort þetta sé skynsamlegt verkefni.“ Einstakt tækifæri Ísland vinnur mesta raforku í Evrópu miðað við íbúafjölda en íslensk heimili nýta aðeins um 5% af raforkunni. „Við seljum því stærstan hluta af orkunni til annarra aðila. Við eigum einnig möguleika á að auka raforku ­ fram leiðsluna – mun meira en nágrannaþjóðirnar. Það er ein ­ stakt tækifæri. Aðrar þjóðir eru að berjast við hvernig þær ætla að leysa raf ­ orkuþörf sína; hvernig þær eigi að framleiða raforku í framtíðinni en hafa fáar góðar lausnir í því sambandi. Við framleiðum fimm til tíu sinnum meira en við þurfum sem þjóð og nálgumst þetta út frá viðskiptalegum for sendum. Það að fá gott verð fyrir raforkuna er í eðli sínu álíka mikilvægt fyrir okkur eins og að fá gott verð fyrir fiskinn. Við gerum þetta til að fá jákvæð efnahagsleg áhrif. Þá er mikilvægt að horfa á að áhrifin af orkuvinnslu eru í raun og veru þríþætt. Það eru framkvæmdaáhrifin í fyrsta lagi. Þau eru mikil þegar við byggj­ um virkjanir og verksmiðjur en það er líka mikilvægt að hafa í huga að þau eru tímabundin. Síðan eru það rekstraráhrif sem koma fyrst og fremst af rekstri fyrirtækjanna, sem eru jákvæð langtímaáhrif. Arðsemisáhrifin eru mikilvægust að okkar mati en vegna þess hve þessi vara er orðin eftirsóknarverð geta arðsemisáhrifin verið mjög mikil og til langs tíma.“ Hörður segir að raforka sé trúlega ein af eftirsóttari vör um í dag og þá sérstaklega þegar hún er framleidd með endur ­ nýjan legum orkugjöfum. „Það er mikilvægt fyrir okkur sem þjóð að reyna að fá sem best verð fyrir raforkuna því arðsemi í orkuvinnslu hefur svo mikil áhrif á þjóðfélagið í heild þó svo að það þýddi að raf ­ orkur eikningur okkar hækkaði eitthvað í staðinn.“ Endurnýjanlegir orkugjafar Hér á landi er að finna ein ­ staka orkugjafa sem geta verið hagkvæmir til raforkuvinnslu. „Það er í fyrsta lagi vatnsaflið sem er einstök leið til að fram­ leiða rafmagn. Vissu lega eru ákveðin umhverfisáhrif þegar við byggjum virkjanir – sérstaklega út af lónunum. Við höfum mikið af vatnsafli en höfum nýtt mun minna af því en flestar nágran­ naþjóðirnar. Við erum í öðru lagi með jarð ­ varmann sem er líka mjög góð auðlind; styrkleiki jarðvarmans er ekki síst þessi fjölnýting sem er möguleg og felst í að nýta jarðvarmann ekki bara til raforkuframleiðslu heldur til hús hitunar, til ylræktar eða til að skapa ferðamannastaði. Vindorkan er þriðji kosturinn sem við erum að prófa núna en við höfum líka góð skilyrði til framleiðslu á raforku með vindorku. Það er hins vegar skýr for ­ gangs röðun á þessum orkugjöf­ um: Vatnsorkan er okkar fyrsti kostur, jarðvarminn annar kostur og vindurinn sá þriðji. Það er í raun og veru einstakt að búa í landi sem býður upp á svona mikla möguleika í orkufram­ leiðslu en það er undir ís­ lensku þjóðinni komið hvort við ákveðum að nýta þá.“ „Landsvirkjun hefur um skeið haft til skoðunar mögu leikann á að selja orku um sæstreng til Evrópu til við bótar við uppbygg ingu iðnaðar á Ís ­ landi.“ Við stofnun Landsvirkjunar árið 1965 var ákveðið að ráðast í byggingu Búrfellsvirkjunar og byrjaði stöðin að framleiða rafmagn árið 1969. Búrfellsstöð var stærsta aflstöð landsins þar til Fljótsdalsstöð var gangsett árið 2007.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.