Frjáls verslun - 01.09.2013, Page 95
FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013 95
mörkuðum, hafa nú áhuga á
að færa sig annað. Það eru til
dæmis gagnaver, kísil mál m
iðnaður, efnaiðnaður, eldsneyti s
iðnaður og ylrækt sem við teljum
að við höfum góða vöru að
bjóða. Við bjóðum besta verð
sem er í boði fyrir iðnfyrirtæki í
Evrópu og Bandaríkjunum. Við
bjóðum líka langtímasamninga
í allt að 1520 ár með fyrirsjáan
legu verði sem er í raun og veru
ekki í boði annars staðar fyrir
nýjar verksmiðjur. Síðan bjóðum
við upp á endurnýjanlega raf
orku en það er verðmætt fyrir
ýmsa viðskiptavini að geta sagt
að raforkan sé framleidd með
endurnýjanlegum orkugjöfum.“
Landsvirkjun hefur um skeið
haft til skoðunar möguleikann
á að selja orku um sæstreng til
Evrópu til viðbótar við uppbygg
ingu iðnaðar á Íslandi. Ákvörðun
um sæstreng hefur ekki verið
tekin og frekari könnun á ýmsum
þáttum málsins þarf að fara
fram áður en hægt verður að
taka slíka ákvörðun. „Það þarf
að skoða fjölmörg atriði svo sem
arðsemishlið verkefnisins, áhætt
una og svo þarf að athuga hver
heildaráhrifin yrðu á þjóðfélagið.
Það er ekki fyrr en búið verður
að skoða þessa þrjá þætti sem
hægt verður að taka afstöðu til
þess hvort þetta sé skynsamlegt
verkefni.“
Einstakt tækifæri
Ísland vinnur mesta raforku í
Evrópu miðað við íbúafjölda en
íslensk heimili nýta aðeins um
5% af raforkunni. „Við seljum
því stærstan hluta af orkunni til
annarra aðila. Við eigum einnig
möguleika á að auka raforku
fram leiðsluna – mun meira en
nágrannaþjóðirnar. Það er ein
stakt tækifæri.
Aðrar þjóðir eru að berjast við
hvernig þær ætla að leysa raf
orkuþörf sína; hvernig þær eigi
að framleiða raforku í framtíðinni
en hafa fáar góðar lausnir í
því sambandi. Við framleiðum
fimm til tíu sinnum meira en við
þurfum sem þjóð og nálgumst
þetta út frá viðskiptalegum
for sendum. Það að fá gott verð
fyrir raforkuna er í eðli sínu álíka
mikilvægt fyrir okkur eins og
að fá gott verð fyrir fiskinn. Við
gerum þetta til að fá jákvæð
efnahagsleg áhrif.
Þá er mikilvægt að horfa á
að áhrifin af orkuvinnslu eru í
raun og veru þríþætt. Það eru
framkvæmdaáhrifin í fyrsta lagi.
Þau eru mikil þegar við byggj
um virkjanir og verksmiðjur en
það er líka mikilvægt að hafa í
huga að þau eru tímabundin.
Síðan eru það rekstraráhrif sem
koma fyrst og fremst af rekstri
fyrirtækjanna, sem eru jákvæð
langtímaáhrif. Arðsemisáhrifin
eru mikilvægust að okkar mati
en vegna þess hve þessi vara
er orðin eftirsóknarverð geta
arðsemisáhrifin verið mjög mikil
og til langs tíma.“
Hörður segir að raforka sé
trúlega ein af eftirsóttari vör um
í dag og þá sérstaklega þegar
hún er framleidd með endur
nýjan legum orkugjöfum.
„Það er mikilvægt fyrir okkur
sem þjóð að reyna að fá sem
best verð fyrir raforkuna því
arðsemi í orkuvinnslu hefur svo
mikil áhrif á þjóðfélagið í heild
þó svo að það þýddi að raf
orkur eikningur okkar hækkaði
eitthvað í staðinn.“
Endurnýjanlegir orkugjafar
Hér á landi er að finna ein
staka orkugjafa sem geta verið
hagkvæmir til raforkuvinnslu.
„Það er í fyrsta lagi vatnsaflið
sem er einstök leið til að fram
leiða rafmagn. Vissu lega eru
ákveðin umhverfisáhrif þegar við
byggjum virkjanir – sérstaklega
út af lónunum. Við höfum mikið
af vatnsafli en höfum nýtt mun
minna af því en flestar nágran
naþjóðirnar.
Við erum í öðru lagi með jarð
varmann sem er líka mjög góð
auðlind; styrkleiki jarðvarmans
er ekki síst þessi fjölnýting
sem er möguleg og felst í að
nýta jarðvarmann ekki bara
til raforkuframleiðslu heldur til
hús hitunar, til ylræktar eða til að
skapa ferðamannastaði.
Vindorkan er þriðji kosturinn
sem við erum að prófa núna
en við höfum líka góð skilyrði
til framleiðslu á raforku með
vindorku.
Það er hins vegar skýr for
gangs röðun á þessum orkugjöf
um: Vatnsorkan er okkar fyrsti
kostur, jarðvarminn annar kostur
og vindurinn sá þriðji. Það er í
raun og veru einstakt að búa í
landi sem býður upp á svona
mikla möguleika í orkufram
leiðslu en það er undir ís
lensku þjóðinni komið hvort við
ákveðum að nýta þá.“
„Landsvirkjun
hefur um
skeið haft
til skoðunar
mögu leikann
á að selja orku
um sæstreng
til Evrópu til
við bótar við
uppbygg ingu
iðnaðar á Ís
landi.“
Við stofnun Landsvirkjunar árið 1965 var ákveðið að ráðast í byggingu Búrfellsvirkjunar og byrjaði
stöðin að framleiða rafmagn árið 1969. Búrfellsstöð var stærsta aflstöð landsins þar til Fljótsdalsstöð
var gangsett árið 2007.