Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2013, Side 174

Frjáls verslun - 01.09.2013, Side 174
174 FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013 Nokkuð hefur verið rætt og ritað um virkni starfsfólks í vinnu. Hér á Íslandi hefur umræðan upp á síðkastið ekki síst verið eftir að fyrirtækið MMR birti fyrr á þessu ári upplýsingar um nýjustu stöðu gagnagrunns síns sem nefnist Ísland í vinnunni. Gagnagrunnurinn geymir svör starfandi fólks á Íslandi, óháð stétt eða starfsgrein. Í gagnagrunninum eru rúm lega 50 breytur sem skil greina árangur og líð­ an fólks í starfi og hvaða þættir hafa áhrif þar á. Þessar breytur eru notaðar til að gera ítarlega og nákvæma kortlagningu á því hvaða atriði það eru í starfsumhverfinu og á vinnustaðnum sem hafa áhrif á „virkni“ allra Íslendinga í vinn unni. Virkni er mæld út frá trú fólks á starf sitt og sameigin lega framtíð sína með fyrirtækinu. (Upplýsingar fengn­ ar af www.mmr.is.) Í nýjustu niðurstöðunum hjá MMR kom meðal annars fram að einungis 34% starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði eru virk í vinnunni, þ.e. hafa trú á starfi sínu og sameiginlegri framtíð sinni og fyrirtækisins. Heil 22% mælast svo óvirk, hafa ekki trú á starfi sínu eða sameiginlegri framtíð sinni og fyrirtækisins. Þessir óvirku starfsmenn eru einnig yfirleitt neikvæðir, óánægðir og taka ekki þátt í að vinna að markmið­ um vinnustaðarins, vinna jafnvel gegn þeim og geta verið sem skemmd epli á vinnustaðn­ um sem skemma út frá sér. Rannsóknir hafa að auki sýnt að óvirkir starfsmenn eru alla jafna með meiri fjarvistir, sem alkunna er að kostar vinnustaði mikla fjármuni. Hvað þýða þessar tölur fyrir vinnustaði? Ef við leikum okkur aðeins með tölur og ímyndum okkur 100 manna vinnustað þar sem allir eru í fullu starfi, þ.e. starfshlut­ fall er 100%, og allir fá þar af leiðandi laun miðað við það. Af þessum 100 eru þá 34 virkir, ánægðir og að vinna að markmiðum vinnustaðarins og svo eru 22 óvirkir, neikvæðir og að vinna gegn markmiðum vinnu staðarins. Hinir 44 eru tiltölulega hlut- lausir. Það sem einkennir þá gæti verið eftirfarandi: 1. Nýir á vinnustaðnum eða í nýju starfi á vinnu­ staðnum og ekki með forsendur til að hafa náð fullri virkni. 2. Mjög uppteknir og dug­ legir í starfi en eru ekki endilega að vinna að þeim þáttum sem skipta mestu máli fyrir starfið eða vinnustaðinn. 3. Mjög sáttir við að vera búnir að koma sér þægi­ lega fyrir á vinnustaðnum, leggja ekki of mikið á sig og enginn er að spá í virkni eða framleiðni þeirra. 4. Geta unnið mjög vel en eru að brenna út t.d. vegna skorts á endurgjöf og stuðningi. stjórnun HERDÍS PÁLA MBA, markþjálfi og eigandi www.herdispala.is þar sem hægt er að skrá sig fyrir ýmsu ókeypis og hvetjandi lesefni. Þessir óvirku starfs­ menn eru einnig yfirleitt neikvæðir, óánægðir og taka ekki þátt í að vinna að markmiðum vinnu­ staðarins, vinna jafn­ vel gegn þeim og geta verið sem skemmd epli á vinnustaðnum. Hver er virkni starfsfólks á þínum vinnustað?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.