Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.2012, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 16.02.2012, Blaðsíða 2
2 FIMMTUdagUrInn 16. FEBrúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR ›› FRÉTTIR ‹‹ ›› Framtíðarsýn Reykjanesbæjar til ársins 2015 samþykkt í bæjarstjórn: ›› Reykjanesbær: Silja Dögg Gunnarsdóttir, Framsóknarflokki lagði fram tillögu á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ 8. feb. sl. um að aðstaða júdódeildar Ungmenna- félags Njarðvíkur verði bætt. Til- lagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Þjálfari júdódeildar UMFN er Guð- mundur S. Gunnarsson en hann var kjörinn maður ársins á Suður- nesjum af Víkurfréttum í upphafi árs. Bókun Framsóknar vegna aðstöðu- leysis Júdódeildar UMFN: Júdódeild UMFN var stofnuð þann 8. september 2010 og er því orðin eins og hálfs árs. Nú eru um 120 einstaklingar skráðir í deildina og þar af eru um 95 iðkendur sem mæta reglulega á æfingar. Þar sem Framsókn á ekki fulltrúa í Íþrótta- og tómstundaráði Reykjanesbæjar tel ég ástæðu til að leggja fram þessa bókun í dag og vekja þar með athygli á brýnni þörf deildarinnar til að komast í stærra og betra hús- næði. Deildin æfir nú við mjög bágar aðstæður á efri hæð Reykjanes- hallarinnar. Það húsnæði er þröngt, kalt, loftlaust og lekt. Á blautum dögum leka óslitnar vatnsbunur inn í æfingaherbergið og þar með liggja nýju júdódýnurnar undir skemmdum. Starfið við deildina hefur hingað til verið unnið eingöngu í óeigin- gjörnu sjálfboðaliðastarfi og áhug- inn er mikill, eins og iðkendatölur sýna. Það er brýnt að leyst verði úr húsnæðisvanda deildarinnar fljótt og örugglega. Leyfi ég mér að óska eftir stuðningi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að beita sér í mál- efnum júdódeildarinnar og bar- dagaíþrótta almennt. Framtíðarsýn Reykjanesbæjar til ársins 2015 var samþykkt á síðasta bæjarstjórnarfundi eftir síðari umræðu að viðbættum tillögum Framsóknarflokksins sem voru í fimm liðum. Allir bæjarfulltrúar samþykktu Fram- tíðarsýnina sem er ítarlegt plagg og tekur á öllum málaflokkum í rekstri bæjarfélagsins. Árni Sigfússon, bæjarstjóri fór fyrir tillögu meirihlutans og sagði að tillögur Framsóknar hefðu verið góðar og þeim hafi verið bætt inn í. Í tillögum Framsóknar var m.a. liður í atvinnumálum um að bjóða Landhelgisgæsluna velkomna til framtíðarhöfuðstöðva á Ásbrú og Njarðvíkurhöfn. Samfylkingin bókaði jafnframt: Samfylkingin í Reykjanesbæ fagnar þeirri tilraun sem gerð er af stjór- nendum og nefndum Reykjanes- bæjar með því að setja á blað Fram- tíðarsýn Reykjanesbæjar 2011- 2015. Hér er verið að horfa til framtíðar á sem flestum sviðum samfélagsins og leitast við að búa til betra og heilbrigðara samfélag okkur öllum til heilla. Hér eru sett markmið og reynt að gera starfsmenn ábyrga á þeirra sérsviðum. Þannig verða vinnu- brögðin öguð og skráð og því ætti eftirlit að vera einfalt og skýrt. Við erum að sjálfsögðu ekki sam- mála öllu því sem fram kemur í þeirri framtíðarsýn sem hér er kynnt. Sum verkefnin teljum við ótímabær og önnur teljum við alls ekki eiga við á þessari stundu né í nánustu framtíð. Verkefnin sem slík munu í framtíð- inni koma til samþykktar í bæjar- stjórn og munu ætíð ráðast fyrst og fremst af fjárhagsáætlun hvers árs. Það breytir samt sem ekki þeirri staðreynd að hugmyndin er góð sem liggur að baki þeirri vinnu sem hér er kynnt. Hér er leitast við að horfa til framtíðar og kannski þannig reynt að forðast villur fyrri ára. HSS vekur athygli á opnunar- tímum eftir dag- vinnutíma Heilbrigðisstofnun Suður-nesja vekur athygli á að Læknamóttaka er opin eftir dag- vinnutíma sem hér segir: kl. 16:00-20:00 virka daga og kl. 10:00-13:00 og 17:00-19:00 um helgar og helgidaga. Jafnframt er slysa- og neyðarvakt allan sólarhringinn. Einstaklingum er jafnframt bent á að hafa samband við 112 ef um neyðartilvik er að ræða. Þá bendir stofnunin einnig á tvær nýjar og auðveldar leiðir til að fá lyfjaendurnýjun: Rafræn lyfjaendurnýjun á heima- síðu: www.hss.is. Tengill: „Endur- nýjun lyfseðla“ Einnig er símaráðgjöf hjúkrunar- fræðinga alla virka daga. Ekki er hægt að endurnýja ávana- bindandi lyf eða fá ný lyf með þessum hætti. Einnig er kominn nýr tengill: „Ábendingar og fyrirspurnir“ á heimsíðu HSS þar sem fólk getur komið með ábendingar hvað varðar þjónustu HSS. Lífeyrissjóðir kaupa í HS Orku Jarðvarmi slhf, félag 14 lífeyris-sjóða sem nú á 25% hlut í HS Orku hf, hefur ákveðið að auka hlut sinn í HS Orku í 33,4% í sam- ræmi við ákvæði samnings félags- ins frá 1. júní 2011 um kaup á hlut í HS Orku. Hlutur Alterra Power, áður Magma Energy, í HS Orku lækkar samsvar- andi úr 75% í 66,6%. Til þess að þetta verði að veruleika mun Jarðvarmi kaupa ný hlutabréf í HS Orku að nafnvirði 878.205.943 krónur á genginu 5,35 krónur á hlut og er fjárfestingin um 4,7 milljarðar króna. Þetta verð er um 15,6% hærra en verðið í upphaflegu við- skiptunum þegar Jarðvarmi gerðist 25% hluthafi en þá greiddi Jarð- varmi 4,63 krónur fyrir hvern hlut. HS Orka stefnir að því að þessir fjármunir verði nýttir sem eigin- fjárframlag félagsins í stækkun Reykjanesvirkjunar úr 100 MW í 180 MW. Gert er ráð fyrir frágangi málsins fyrir lok febrúar, segir í til- kynningu til Kauphallarinnar. Aðstaða júdódeildar UMFN verði bætt Horft til framtíðar og forðast villur fyrri ára

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.