Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.2012, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 16.02.2012, Blaðsíða 23
23VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 16. FEBrúar 2012 útspark Ómar JÓhannsson Ómar Jóhannsson, markvörður og starfsmaður í Fríhöfninni sparkar pennanum fram á ritvöllinn. Nú um helgina er komið að tveimur af stærstu leikjum ársins í íslenskum körfubolta og ís- lensku íþróttalífi yfir höfuð. Bikarúrslitaleik- irnir verða þá spilaðir í Laugardalshöllinni, vonandi fyrir framan troðfulla stúku af aðdá- endum sem láta vel í sér heyra. Þetta verða sannkallaðir landsbyggðarslagir þar sem að Njarðvík mætir Snæfelli í kvennaflokki á með- an Keflvíkingar etja kappi við Tindastólsmenn hjá körlunum. Það sem er litlu landsbyggð- arliðunum í hag í körfunni er að þú ert ekki háður því að hafa mjög stóran hóp af afburðar leikmönnum til að ná ágætis árangri. Tveir til þrír góðir leikmenn plús heppni með út- lendinga og þá er liðið þitt tilbúið. Þar er bik- arkeppnin sérstaklega hagstæð því þar er allt undir í einum leik. Í úrslitakeppninni þarf að vinna fleiri leiki og þá getur það skipt sköpum að vera með stærri hóp. Ég er svo heppinn að hafa fengið að taka þátt í bikarúrslitaleik sjálfur. Í fótbolta reyndar, körfuboltaferillinn minn fór nánast eingöngu fram í löngu frímínútunum í Myllubakkaskóla. Einn af mínum stærstu leikjum á ferlinum og klárlega sætasti sigurinn. 2-0 á móti KR. á mildum og björtum haustdegi árið 2006. Þá var bikarleikurinn síðasti leikur ársins sem hafði mikinn sjarma. Því miður er íslenska haustveðrið jafn áreiðanlegt og íslenska krón- an þannig að ég skil vel þá ákvörðun að færa leikinn fram í ágúst. Spennan var mikil fyrir leiknum og maður fann greinilega fyrir því í bænum á dögunum fram að leik. Allir töluðu um leikinn. Í barnaafmæli, úti í búð, í vinnunni. Alls staðar var fólk sem vildi ræða leikinn, hvort sem maður þekkti það eða ekki. Öll þessi umræða og áhugi fyrir leiknum gerði það að verkum að maður komst ekki hjá því að finna spennuna byggjast upp fyrir leikinn. Nú er ekki svo langt á milli undanúrslitaleikj- anna og úrslitaleiksins í körfunni en engu að síður get ég ekki ýmindað mér annað en að spennan muni vera mikil, bæði hjá leikmönn- um og stuðningsmönnum. Þegar svo kom að leiknum hjá okkur var vel mætt og spennan náði hámarki í stúkunni þar sem gríðarlega góð stemming myndaðist hjá báðum liðum. Við vorum svo liðið sem höndluðum pressuna betur og náðum að sýna okkar bestu hliðar og stóðum því uppi sem sigurvegarar. Andlegi þátturinn er alltaf mikilvægur í íþróttum en í svona leik þar sem allt er undir skiptir hann meira máli en vanalega. Sá sem nær að not- færa sér spennuna á jákvæðan hátt stendur alltaf betur að vígi. Þar kemur að þætti stuðningsmannsins. Að finna fyrir öflugum og jákvæðum stuðningi gerir gæfumuninn. Trúin flytur fjöll og trú- in vinnur titla. Hrópin, köllin, söngurinn og klappið ýtir þér áfram og gefur þér kraft. Án allrar spennunnar og pressunnar, án allra áhorfendanna og látanna væru bikarúrslita- leikir bara eins og hver annar leikur. Þess vegna hvet ég alla sem áhuga hafa á körfubolta og góðri skemmtun að fjölmenna á leikina á laugardag og styðja sitt lið. Það er hægt að lofa því að þarna verða lið sem gefa allt til að vinna. Ef að fullt af fólki mætir svo líka og hefur helj- arinnar læti, þá stefnir í partí sem getur ekki klikkað. Bikarpartí V i ð l e i t u m a ð hæfileikafólki á s k r á ert þú með menntun eða reynslu Við kVikmyndagerð? atlantic studios á ásbrú er leigt út í ýmis konar Verkefni og Viðburði eins og kVikmynda- og auglýsingatökur. ViðskiptaVini okkar Vantar oft að nýta sér þjónustu fólks með menntun og reynslu úr kVikmyndagerð eins og: á h æ t t u l e i k a r i t ö k u m a ð u r förðunarfræðingur a u k a l e i k a r i l e i k m y n d a s m i ð u r b í l s t j ó r i k l i p p a r i eða eitthVað annað sem gæti nýst Við kVikmyndagerð? ef þú hefur þessa þekkingu, sendu okkur ferilskrá á: info@atlanticstudios.is sVo Við getum látið ViðskiptaVini okkar Vita af þér ef þeim Vantar starfsmenn með þína hæfni. www.atlanticstudios.is Ákveðinn í því að vinna Keflvíkinga á laugardaginn Keflvíkingurinn Þröstur Leó Jóhannsson er í óvenjulegum aðstæðum þessa dagana. Hann leikur með liði Tindastóls og mun mæta æskufélagi sínu, Keflavík, í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Þröstur hefur ekki leikið til bikarúrslita áður en hann er spenntur fyrir því að mæta sínum gömlu félögum í úrslitum. „Ég er búinn að koma mér vel fyrir og hér er mjög gott að búa. Hér er gott fólk og það er mikil eining hérna á Sauðárkróki,“ segir Þröstur en hann segir það meira sýnilegt núna eftir að ljóst var að Tindastóll væri á leið í bikarúrslitin. „Daginn eftir undanúrslitaleikinn þá var ekkert annað á vörum bæjarbúa en árangur körfuboltaliðsins. Þetta er stór áfangi sem við vorum að ná.“ Þröstur lék eins og áður segir upp alla yngri flokka með Keflvíkingum og síðar með meistaraflokki. Hann fór með meistaraflokki í Laugardalshöll í eitt skipti en þá lék liðið til úrslita um fyrirtækjabikarinn. Hvernig tilfinning er það að mæta Keflvíkingum þegar þú kemst loks í bikarúrslitin? „Það er mjög sérstakt. Fyrst þegar ég spilaði á móti Keflvíkingum í Toyota-höllinni í vetur þá var það mjög kjánalegt og það var einhvern veginn ekki búið að setjast inn hjá mér. Núna er ég hins vegar búinn að tapa tvisvar illa á móti þeim og ég gæti ekki verið meira ákveðinn í því að vinna Keflvíkinga á laugardaginn,“ segir Þröstur. „Við höfum ekki verið að spila neitt gríðarlega vel undanfarið þrátt fyrir að sigra ÍR í síðasta leik en við höfum samt jafnt og þétt verið að bæta okkur. Við erum brattir og við viljum sanna það að þetta sé ekki bara einhver stemning hjá okkur eða að við séum spútnik lið. Við viljum sanna að við eigum skilið að vera í úrslitum í bikarkeppninni.“ Hvernig er þetta tímabil búið að vera hjá þér persónulega? „Það hefur gengið þokkalega. Ég byrjaði tímabilið á því að skipta um stöðu. Ég var að leika í stöðu kraftframherja en færði mig í stöðu minni framherjans. Það tók tíma að venjast því og það gekk ekkert æðislega vel. En eftir að við misstum einn af stóru mönnunum okkar þá fór ég í gömlu stöðuna mína og þar hefur mér gengið vel, “ segir Þröstur en hann segir það vera verkefni næsta sumars að venjast nýrri stöðu. Þröstur vildi koma því áleiðis til Keflvíkinga að Skagfirðingar ætli sér að fjölmenna á leikinn og því væri þeim hollast að gera slíkt hið sama. Hann vonast til þess að það verði góð stemning og leikurinn verði hin mesta skemmtun.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.