Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.2012, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 16.02.2012, Blaðsíða 19
19VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 16. FEBrúar 2012 Í þessari grein langar mig að upplýsa ykkur, kæru lesendur, um starf s jón- tækjafræðinga og stikla á stóru varð- andi augnheilsu almennt. Bakgrunnur minn er nám í sjóntækja- fræði (Optometry, BSc) við Høgskolen i Buskerud í Noregi. Við tók sér- nám í snertilinsufræðum og síðar master-nám í klíniskri sjónfræði. Master-námið var mjög krefjandi og skemmtilegt og gekk aðallega út á það að læra að þekkja augnsjúk- dóma enn betur. Einnig starfaði ég sem sjóntækjafræðingur í gler- augnaverslun í Noregi í þrjú ár. Fyrir nokkrum árum var lögum breytt þannig að sjóntækja- fræðingar öðluðust réttindi hér á landi. Sjóntækjafræðingar fengu viðurkenningu á störfum sínum en þó með miklum takmörkunum. Til dæmis er starf mitt hér á landi ólíkt sambærilegu starfi í Noregi. Í Noregi skima sjóntækjafræð- ingar eftir augnsjúkdómum. Þeir greina og meðhöndla þá þó ekki. Þeir læra að skoða augnbotnana og þekkja mikið af tilfellum sem herja á fólkið í landinu. Hér heima er vinnuumhverfið annað. Sjón- tækjafræðingum er ekki leyft að skima eftir augnsjúkdómum. Er því mikilvægt að fara reglulega í augnbotna-eftirlit hjá augnlækni en sjónmælingin sem slík er góð og gild hjá sjóntækjafræðingi. Augað er eitt aðalskynfæri líkamans og breytist lögun þess á ævi manns- ins. Það sem margir á miðjum aldri hafa tekið eftir er að erfiðleikar byrja og þá aðallega tengt tölvu- notkun og lestri. Þetta birtist m.a. í þreytu, minnkuðu úthaldi við nærvinnu eða eins og margir vilja meina að „handleggirnir séu ekki nægilega langir“. Það sem gerist er að linsan í auganu er orðin það stíf um miðjan aldur að einföld- ustu hlutir eins og kíkja á símann sinn verður erfitt án hjálpartækja. Ekkert stöðvar breytingarnar á linsunni og við upplifum verri og verri fókus á tímabili sem eru að jafnaði 10-15 ár. Þetta kallar á sífellt sterkari lestrargleraugu. Snertilinsur hafa verið við lýði í fjöldamörg ár en með þróuninni hafa þær breyst úr hörðu skúr- ingafötuplasti yfir í mjúkar sílikon linsur. Árslinsur hafa þróast yfir í dagslinsur. Ákveðin skilyrði eru þó við vel heppnaðri linsunotkun og eru hófleg notkun og hreinlæti þar fremst í fyrirrúmi. Í dag er mikið úrval snertilinsa en flóknir styrk- leikar með háum sjónskekkjum eru þar einhverjar takmarkanir fyrir suma notendur. Engin fyrirstaða er fyrir því að börn upp úr 10 ára aldri geti notað snertilinsur. Þvert á móti eru þau móttækileg og fara vel eftir settum reglum sem gilda fyrir snertilinsun- otkun, oft duglegri heldur en full- orðnir einstaklingar. Með tilliti til ofnotkunar á snertilinsum, þá ættu svo ungir einstaklingar einungis að nota linsur við íþróttaiðkun. Að sama skapi eru þeir sem þurfa tvískipt gleraugu hópur fólks sem velta fyrir sér hvort linsur geti mögulega verið kostur fyrir þá. Ef rétta á fjarlægðarsjónina, hvernig fer þá fyrir lessjóninni? Og svo öfugt, ef rétta þarf lessjónina? Þeir sem eru með þetta vandamál hafa tekið eftir því að ekki er gagnlegt að keyra með lesgleraugu. En til eru lausnir fyrir þennan hóp fólks: tvískiptar linsur og svokallað „mo- novision“. Þetta er líka stundum notað samansett: monovision með tvískiptum linsum. Þetta verður hver og einn að prufa og mikilvægt er að sjónmælingin sé ný þegar kostir og gallar þessara aðferða eru metnir. Í Noregi starfaði ég mikið með sner- tilinsukúnna á öllum aldri. Kerfið er þannig í mörgum löndum, að viðkomandi sem óskar eftir að nota snertilinsur, þarf að gangast undir eftirlit á 6-12 mánaða fresti til þess eins að geta keypt sér fleiri linsur. Á þeim tíma sem ég starfaði í Noregi voru sólarhringslinsur að ryðja sér til rúms í Skandinavíu og voru Norðmenn þar í broddi fylkingar. Hef ég þess vegna talsverða reynslu af slíkum snertilinsum. Við Íslend- ingar búum við þá sérstæðu að hver sem er getur verslað linsur án þess að sýna fram á að viðkomandi hafi fengið kennslu eða sé undir eftirliti sérfræðinga. En þeir einstaklingar sem óska eftir að nota sólarhring- slinsur þurfa hins vegar að ráð- færa sig við sjóntækjafræðing því notkun þeirra er háð eftirliti. Þarf því að koma til eftirlits tvisvar á ári til að sjá til þess að fremri partur augans sé heill og áframhaldandi sólarhringsnotkun sé óhætt. Helsta ástæðan fyrir þessu mikla eftirliti er sýkingarhætta. Sýkingar eru tals- vert algengari í þessum tilfellum en þegar um er að ræða notkun á hefðbundnum snertilinsum. Hvað er það sem hentar þér... Jóna Birna Ragnarsdóttir sjóntækjafræðingur í Optical Studio Keflavík Sjónmælingar og linsur Eyrún Sveinbjörg Jónsdóttir, Jón Ragnar Magnússon, Edda Svavarsdóttir, Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, Arnar Svansson, Bryndís Harpa Magnúsdóttir og barnabörn. Ástkær vinur okkar, eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, Magnús Þórarinn Daníelsson, skipstjóri, Mávatjörn 17, Njarðvík, fórst með Hallgrími SI-77 þann 25. janúar sl. Minningarathöfn fer fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 17. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Slysavarnaskóla sjómanna njóta þess. Hamingjuóskir með gagnaverið á Ásbrú! Alþjóðlega fyrirtækið Verne Global sem opnaði í sl. viku eitt fullkomnasta gagnaver heims að Ásbrú í Reykjanesbæ, hefur tilkynnt að það hefur valið Opin kerfi sem samstarfs- og þjónustuaðila til stuðnings við starfsemi sína hér á landi. Suður- nesjamaðurinn Gunnar Guð- jónsson er forstjóri Opinna kerfa. Víkurfréttir tóku hann tali. - Hvernig kemur það til að Verne Global velur Opin kerfi sem sam- starfs- og þjónustuaðila? „Það eru nokkrir samverkandi þættir sem komu til við valið en þegar Verne Global hóf leit að samstarfsaðila voru það fyrst og fremst íslenskir samstarfsaðilar alþjóðlegra fyrirtækja sem komu til greina. Opin kerfi er með sterk tengsl við stærstu upplýsinga- tæknifyrirtæki í heimi; HP, Cisco, Microsoft, VM-Ware og RedHat sem öll eru leiðandi á sínu sviði og með sterka stöðu í gagnaverum um allan heim. Þetta gerði Opin kerfi strax að álitlegum kosti. Þegar sam- starfsviðræður hófust tóku Verne Global starfsemi Opinna kerfa út með tilliti til þekkingar og reynslu sérfræðinga, styrkleika á markaði, viðskiptavina, sögu og baklands og komust að þeirri niðurstöðu að Opin kerfi er rétti samstarfsaðillinn fyrir Verne Global“. - Hvernig verður þessu samstarfi ykkar háttað? „Samstarfið er tvíþætt. Í fyrsta lagi er Verne Global að velja Opin kerfi sem samstarfsaðila í sölu og þjón- ustu við sig og viðskiptavini sína. Þetta þýðir að Opin kerfi munu í ákveðnum tilfellum selja búnað til Verne Global og þeirra viðskipta- vina ásamt því að sinna þjónustu við þann búnað sem kemur til með að vera hýstur í gagnaveri Verne. Í þessu felst mikil viðurkenning fyrir Opin kerfi og alla þá reyndu sér- fræðinga sem starfa hjá fyrirtæk- inu. Í öðru lagi þá flytja Opin kerfi hýsingarlausnir sínar og innri kerfi inn í gagnaver Verne Global sem gerir það að verkum að þær lausnir sem við bjóðum í dag og komum til með að bjóða í framtíðinni verða framvegis hýstar í umhverfi sem á sér enga hliðstæðu á Íslandi“. - Það hefur komið fram að þið flytjið hýsingarstarfsemi ykkar og innra kerfi í gagnaverið. Fylgja þessu einhver störf eða starfsmenn til Reykjanesbæjar? Hversu um- fangsmikil er þessi starfsemi? „Opin kerfi hefur fram að þessu ekki verið umfangsmikill aðili á íslenskum hýsingarmarkaði heldur frekar lagt áherslu á að styðja við starfsemi þeirra aðila sem hafa boðið slíka þjónustu. Það hafa orðið talsverðar breytingar á þessum markaði undanfarin ár og Opin kerfi hefur aðlagast þeim og með þessum samningi má segja að Opin kerfi sé mætt að fullu til leiks og tilbúið að keppa á spennandi markaði. Þetta er í sjálfu sér mjög eðlilegt skref og við höfum fullan stuðning helstu birgja og okkar nýja samstarfsaðila. Opin kerfi hefur um árabil boðið útvistunarlausnir og er í dag með fjölda stöðugilda sem sjá um tölvukerfi viðskiptavina að hluta til eða að fullu. Margir þeirra viðskiptavina eru með starfsemi á Suðurnesjum og hefur þeim á undanförnum árum að mestu verið sinnt af starfsmönnum Op- inna kerfa sem einmitt eru búsettir á svæðinu. Opin kerfi hefur líka verið þekkt fyrir að vera félag sem á auðvelt með að vinna með ýmis konar samstarfsaðilum og á Suður- nesjum eru nokkrir frábærir sam- starfsaðilar sem hafa átt drjúgan þátt í að félagið hefur mætt vænt- ingum kröfuharðra viðskiptavina á svæðinu. Gagnaversiðnaðurinn á Íslandi er langhlaup og ég er mjög bjart- sýnn að þegar reynsla kemst á þá þjónustu sem í boði er fyrir inn- lenda og erlenda viðskiptavini þá muni starfsemin hér á svæðinu fljótt vinda upp á sig. Í framtíðinni reikna ég ekki með neinu öðru en að Opin kerfi og þeirra sam- starfsaðilar verði með fasta viðveru á Ásbrú. Draumurinn er að byggja slíka starfsemi upp á sérfræðingum úr heimahéraði. Eigi Opin kerfi þess nokkurn kost að skapa störf á svæðinu þá munum við ekki skor- ast undan því, nú sem endranær“. - Þú hefur verið spurður út í hæfni íslensks atvinnulífs til að mæta þörfum gagnaversiðnaðar. Hvernig erum við í stakk búnir að takast á við þessa starfsgrein. Er menntun til staðar til að takast á við þennan gagnaversiðnað? „Það er engin spurning að við eigum mjög hæfa sérfræðinga í dag og skal engan undra þar sem ekki er langt síðan að við vorum þjóð í miklum uppgangi og þurftum að styðja við mikinn vöxt upplýsinga- tæknikerfa á mjög stuttum tíma á margvíslegum mörkuðum. Við erum því í dag með mjög víðtæka og djúpa reynslu sérfræðinga í fjölmörgum fyrirtækjum sem hafa tekist á við fjölda verkefna með fjölbreyttu sniði. Ég er því fullviss að við erum vel í stakk búin til þess að takast á við iðnaðinn í dag og gott betur. Við munum þurfa að vaxa með iðnaðinum og þá horfum við til okkar ágætu menntastofn- ana og allan þann fjölda nemenda sem leggja stund á nám í tækni- tengdum greinum. Þar þarf að hlúa betur að tæknitengdum greinum að mínu mati, efla námið, auka fjöl- breytileika og gera ungu fólki grein fyrir þeim tækifærum sem eru til staðar. Einnig er mikilvægt að líta á það sem önnur lönd hafa gert til að rækta sinn garð, við erum ekki að feta ótroðnar slóðir og verðum að vera fús til þess að fá leiðsögn þar sem við rötum ekki. Sjón er oft sögu ríkari og ég hef ekki í dag hitt einn einasta viðmælanda sem hefur ekki notið þess að koma í heimsókn í gagnaverið og sjá þessa mögnuðu uppbyggingu. Þetta er einstakt verkefni, á allt öðrum skala og gæðum en við höfum áður séð í þessum iðnaði hérlendis og það er gríðarlega spennandi að fá að vera þátttakandi í þessu“. Draumurinn er að byggja upp á sérfræðingum úr heimahéraði ›› Opin kerfi samstarfs- og þjónustuaðili gagnavers Verne Global á Ásbrú:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.