Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.2012, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 16.02.2012, Blaðsíða 8
8 FIMMTUdagUrInn 16. FEBrúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR Sjálfstæðisflokkurinn Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ stendur fyrir opnum fundi laugardaginn 18. febrúar í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík (Hólagötu 15). Gestur fundarins verður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og hefst fundurinn stundvíslega kl. 11.00. Sjáumst í Sjálfstæðishúsinu á laugardaginn! Heitt á könnunni – allir velkomnir! Ágæti sjálfstæðismaður. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ Fegurðarsamkeppni er heiti á tillögu Framsóknarmanna í Reykjanesbæ en fulltrúi flokks- ins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, lagði til við bæjarstjórn Reykja- nesbæjar að tillögunni yrði bætt við í umræðum um almennings- samgöngur á Suðurnesjum hjá Sambandi sveitarfélaga á Suður- nesjum. Á fundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum með bæjarfulltrúum 19. jan. sl. þar sem rædd var staða í almenningssamgöngum á Suður- nesjum voru ræddar fjórar tillögur að útfærslu almenningssamgangna. Framsóknarmenn í Reykjanesbæ vilja að fimmta leiðin verði skoðuð og rædd ítarlega. „Við höfum kosið að kalla fimmtu leiðina „fegurðarsamkeppni“. Sú leið felst í því að samið verði við það fyrirtæki sem annars vegar býður hagkvæmasta og besta leiðakerfið milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og hins vegar al- menningssamgangna innan Suður- nesja. Áður en til útboðs kæmi gæti SSS lagt fram þjónusturamma. Fyrirtækin myndu síðan útfæra leiðakerfið skv. þeim ramma og bjóða í verkið á þeim forsendum. Framlag Framsóknarmanna var rætt á bæjarstjórnarfundinum í Reykjanesbæ 8. feb. sl. og sam- þykkt að bæta tillögunni við í um- ræðuna. Stjórn SSS mun halda kynningar- fund með sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum þar sem tillögur um valkosti í samgöngumálum á Suðurnesjum verða kynntar ásamt samningi við Vegagerðina. Samantekt um sögu Reykjanes-bæjar verður gefin út á tuttugu ára afmæli bæjarins árið 2014. Tillaga frá Böðvari Jónssyni, for- seta bæjarstjórnar um málið var samþykkt á síðasta bæjarstjórnar- fundi. Fulltrúi Framsóknar greiddi atkvæði á móti tillögunni en aðrir samþykktu hana. Nokkur umræða varð um málið á bæjar- stjórnarfundinum. Böðvar sagði í umræðum um málið að gott væri að taka saman helstu atriðin úr sögu Reykjanesbæjar sem varð til eftir sameiningu Kefla- víkur, Njarðvíkur og Hafna árið 1994. Ekki væri verið að tala um sagnfræðilega ritun heldur frekar samantekt. Gott væri að gera það á meðan hægt væri að taka viðtöl við þá einstaklinga sem komu að málum þegar bæjarfélagið varð til. Framsóknarkonan Silja Dögg Gunnarsdóttir sagði ótímabært að rita sögu Reykjanesbæjar sem fyrirhugað væri að komi út 2014 og lagði fram bókun þessa efnis. „Fjárhagsstaða bæjarins leyfir ekki slík gæluverkefni að sinni. Frá sagnfræðilegu sjónarhorni væri mun áhugaverðara að leyfa „unglingnum“ að fullorðnast, og ná a.m.k. 50 ára aldri, áður en „ævi- sagan“ verður rituð.“ Frí höfnin mun þann 29. febrúar nk. opna fyrstu Vic- toria‘s Secret verslunina á Íslandi í brottfararverslun Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Victoria‘s Secret er Íslendingum að góðu kunn en fyrirtækið er leiðandi í smásölu á snyrtivörum og undir- fatnaði fyrir konur. Í versluninni sem er 70m2 að stærð, býðst viðskiptavinum Fríhafnar- innar mikið úrval af vinsælustu vörunum í Victoria‘s Secret Beauty vörulínunni, þar á meðal verða hin þekktu Bombshell og VS Angel ilmvötn, sem slegið hafa í gegn víða um heim. Þar verður einnig boðið upp á sérstakt úrval af leður- vörum, töskum, nærbuxum, bolum og öðrum hátísku fylgihlutum frá Victoria‘s Secret. Hönnunin á þessari fyrstu Vic- toria's Secret verslun í Fríhöfninni er glæsileg í alla staði, en ljósmyndir af ofurfyrirsætum Victoria‘s Secret sem prýða verslunina undirstrika fágun, kynþokka og unglegt útlit. Fríhöfnin býður innlendum og erlendum ferðamönnum á leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar framúrskarandi þjónustu og fjöl- breytt vöruúrval á samkeppnis- hæfu verði. Opnun Victoria‘s Secret verslunar í brottfarardeild er nýjasta viðbótin í þeirri miklu framþróun sem hefur átt sér stað innan Fríhafnarinnar á undan- förnum misserum. Viðskiptavinir Fríhafnarinnar geta kynnt sér úrvalið áður en þeir koma í flugstöðina á heimasíðu fyrirtækisins www.dutyfree.is. Þeir geta einnig nýtt sér þá þjónustu að panta í gegnum vefinn og sækja við komuna á flugvöllinn, hvort heldur í brottfarar- eða komuverslun Frí- hafnarinnar. Victoria‘s Secret er leiðandi fyrir- tæki í sölu á undirfötum og snyrti- vörum. Victoria's Secret býður hágæða ilmvötn og snyrtivörur í nýtísku vörulínum. Þekktar ofur- fyrirsætur og heimsfrægar tísku- sýningar eru aðalsmerki fyrirtækis- ins. Victoria's Secret er dótturfyrir- tæki Limited Brands (NYSE:LTD) og rekur meira en 1.000 “Victoria's Secret Lingerie and Beauty” versl- anir. Viðskiptavinir geta keypt vörur fyrirtækisins hvar sem er og hvenær sem er í verslununum og eða í gegnum vörulista á heimasíðu Victoria‘s Secret www.Victorias- Secret.com. Fegurðarsamkeppni í almenningssamgöngur ›› Reykjanesbær: Fyrsta Victoria‘s Secret Beauty & Accessories verslunin opnar í Fríhöfninni - á hlaupársdegi 2012 NEI Í NJARÐVÍK! Fræg mynd sem birtist í Víkurfréttum vikuna eftir að samþykkt var í atkvæðagreiðslu í bæjarfélögunum að sameina Keflavík, Njarðvík og Hafnir. Myndin sýnir hús Áka Gränz, fyrrverandi, forseta bæjarstjórnar Njarð- víkur daginn sem kosið var um sameininguna. Húsið er rétt við Grunnskóla Njarðvíkur og skilaboð Áka voru skýr. Sameiningin var þó samþykkt með miklum meirihluta. Samþykkt að gera samantekt um 20 ára sögu Reykjanesbæjar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.