Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.2012, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 16.02.2012, Blaðsíða 24
Í bláum skugga Það er óhollt að líta mikið til fortíðar. Nema e.t.v. til þess að læra af mistökunum og feilsporunum sem maður hefur stigið. Þær eru ótal krummafætlurnar sem vafist hafa fyrir mér í gegnum tíðina en blessunarlega hef ég alltaf náð að fóta mig á ný. En það getur verið þungt að kyngja einhverju sem maður er ekki sáttur við að hafa gert, því þessu skýtur af og til upp á yfirborðið, eins og óboðnum gesti í afmæli. Skuggi sem þú hræðist, dimmur og svei mér þá ef það er ekki daunn af honum. Eins og andskotinn sé á hælunum á þér. Ég er hættur að láta þetta hafa áhrif á geðheilsuna. Hef reyndar ekki þá náðargáfu að sjá drauga en ígildum þeirra bregður þó oft fyrir. Langar ekki til þess að eiga í útistöðum við þá né aðra óvætti. Draugar fortíðar eru lævísir og samviskan getur nagað þig inn að beini ef þú gefur þeim tæki- færi á því. Á yngri árum hélt maður að það að gera mistök væru endalok alls en með aldri og þroska hefur maður lært að sætta sig við þá hluti sem maður fær ekki breytt. Lofar sjálfum sér bót og betrun í staðinn. Að þessu sögðu langar mig að þakka bæjarstjórn Reykjanesbæjar fyrir að horfa fram á við og vera ekki að velta sér upp úr drunga daunillar fortíðar. Framtíðarsýn er mikilvæg og það að láta okkur bæjarbúana vita af fyrirætlunum, ekki bara korter í kosningar, eru batamerki. Framtíðarsýnin sem hér birtist fyrir nokkrum vikum er eitthvað sem við getum hlakkað til að upplifa, notið þess að rökræða og umfram allt, snúið hugsunum okkar frá því sem slitið hefur okkur í sundur og verið engum til góðs. Við skulum hætta að vera eins og skugginn af sjálfum okkur. Aðalsmerki bæjarstjórnar er að gefast ekki upp. Hún hefur reyndar gert af og til upp á bak, en ávallt haft trú á því að reisa sig og okkur upp á afturlappirnar. Það þarf kjark til að standa af sér orrahríðina úr öllum áttum, en að lokum höfum við sigur. Bæjarbragurinn mun aftur upp rísa. vf.is Fimmtudagurinn 16. febrúar 2012 • 7. tölublað • 33. árgangur auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 FIMMTUDAGSVALS VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr Tilboð gildir til 22.02.12 eða á meðan birgðir endast 1999kr/kg Valið 885kr/kg Blandað 506kr/kg Ódýrt 199kr/stk Gular baunir 249kr/kg Rófur 63kr/kg Laukur 239kr/kg Gulrætur FÖSTU DAGS- TILBOÐ GRILLA ÐUR KJ ÚK- LINGUR OG 2L COKE FRÍTT M EÐ SALTKJÖT þín verslun Holtsgötu 24, Njarðvík SINALCO KOMIÐ Í HÚ S 369kr/2pk Góu tvenna OPIÐ FRÁ KL. 10:00 TIL 22:00 Lesið eldri pistla á http://www.vf.is/fimmtudagsvals/ Sveitarfélögin Garður, Grinda-víkurbær, Reykjanesbær, Sandgerðisbær og Sveitarfélagið Vogar hafa skrifað undir sam- komulag um stofnun jarðvangs á Reykjanesi. Undirbúningsnefnd um jarðvang- inn mun hefja umsóknarferli til European Geoparks Network og ráðinn verður verkefnastjóri. Að- ilum í ferðaþjónustu og vísinda- starfi verður einnig boðin aðild að samstarfsnefndinni og munu sveitarfélögin leggja fram fjármagn í verkefnið árin 2012 og 2013. Jafnframt hefur fengist fjármagn í verkefnið frá Alþingi í gegnum Sóknaráætlun landshluta. Bundnar eru vonir við að árangur verkefnisins skili sér í aukningu ferðafólks á svæðinu, eflingu vís- indarannsókna, meiri samvinnu og uppbyggingu í ferðaþjónustu og dýpri og aukinni þekkingu á við- fangsefninu jarðvangur. Vegna legu sinnar og áhugaverðra jarðsögu- og menningarminja er Reykjanes tilvalið svæði fyrir jarð- vang. Víðtæk áhrif jarðhræringa eru áþreifanleg um nánast allt Reykjanesið með einum eða öðrum hætti. Jarðvangur myndi sýna á fjölbreyttan hátt samspil náttúru og menningar að fornu og nýju og jarðmyndanir með sérstöðu á heimsvísu. Áhersla er lögð á að nýta þá sérstöðu til áframhaldandi þróunar og uppbyggingar á Suður- nesjum. Reykjanes Iceland Geopark F.h. Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri Grindavíkur, Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Garðs og Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Sveitarfélög á Suðurnesjum undirbúa stofnun jarðvangs á Reykjanesi

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.