Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.2012, Síða 15

Víkurfréttir - 16.02.2012, Síða 15
15VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 16. FEBrúar 2012 www.heilsuhusid.is Hringbraut 99 Keflavík Sími 578 5560 Opið: mánud. - föstud. 10 -18 Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir veitir ókeypis ráðgjöf í Heilsuhúsinu, Hringbraut 99, Reykjanesbæ föstudaginn 17. febrúar milli kl. 15:00 og 18:00. Öflugir liðsmenn óskast! Framtíðar- og sumarstörf Unnið er eftir vaktafyrirkomulagi. Einnig er um næturvaktir að ræða í Keflavík. Umsóknir berist til Sixt rent a car, Borgartúni 33, 105 Reykjavík eða á tölvupóstfangið sixt@sixt.is fyrir mánudaginn 20. febrúar. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Orri Sigurðsson. Sixt rent a car - Borgartúni 33 - 105 Reykjavík 540 2220 - www.sixt.is - sixt@sixt.is Afgreiðsla í Keflavík og Reykjavík Starfssvið: -Afgreiðsla á bílaleigubílum -Bókanir -Almenn skrifstofustörf Umsjón bílaleigubíla í Keflavík og Reykjavík Starfssvið: -Þrif og standsetning á bílaleigubílum -Flutningur á bílum -Ástandsskoðun bílaleigubíla n Arnór Breki Atlason Hvað gerirðu eftir skóla? Ég fer Í fótbolta og er með vinum mínum Uppáhalds áhugamál? Fótbolti Uppáhalds fag í skól- anum? Íþróttir og sund Ef þú gætir hitt einhvern frægan í einn dag, hver væri það? Cristiano Ronaldo, hann er fyrirmyndin mín Ef þú gætir fengið einn ofur- kraft hver væri hann? Að fljúga Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Atvinnumaður í fótbolta eða læknir Hver er frægastur í símanum þínum? Mamma, Arna Oddgeirsdóttir Hver er frægust eða fræg- astur sem þú hefur hitt? Besti fiðluleikari í heimi Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Fara á einhverja staði sem ég má ekki fara inn á Í hvaða bekk ertu? 7.SS, Njarðvíkurskóla n Kolbrún Emma Brynjarsdóttir Hvað gerirðu eftir skóla? Fer heim og á fótboltaæfingar á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum Uppáhalds áhugamál? Fótbolti Uppáhalds fag í skól- anum? Enska og íþróttir Ef þú gætir hitt einhvern frægan í einn dag, hver væri það? Harry Styles Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Að geta flogið Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Ég er ekki búin að ákveða alveg Hver er frægastur í sím- anum þínum? Ekki viss Hver er frægust eða frægastur sem þú hefur hitt? Ég veit ekki alveg Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýni- leg í einn dag? Eitthvað skemmtilegt Í hvaða bekk ertu? 8. RV Umsjón Páll Orri Pálsson pop@vf.is Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001 Í ársbyrjun 2011, við gildistöku nýrra laga um Mannvirki nr. 160/2010, tók til starfa Mannvirkja- stofnun sem sam- einar málaflokka mannvirkjagerðar o g h e f u r þ a ð meginhlutverk, í samráði við við- komandi stjórnvöld, að tryggja samræmingu á byggingar- og eldvarnareftirliti og starfsemi slökkviliða og hafa yfirumsjón með rafmagnsöryggismálum. Eitt af fyrstu verkefnum þess- arar nýju stofnunnar var að inn- leiða nýju lögin og skipa starfs- hópa samsettum fagaðilum til að endurskoða byggingarreglugerð nr. 441/1998. Nú er þessum hluta verkefnisins formlega lokið og út er komin metnaðarfull byggingar- reglugerð nr. 112/2012, en það er engan veginn einfalt verkefni að útfæra nýtt laga- og reglugerðar- verk um byggingarmál. Ný bygg- ingareglugerð nr. 112/2012 er sér- lega yfirgripsmikil enda tekur hún til fjölda atriða sem snerta daglegt líf og aðbúnað almennings og ber merki um tæknilegar framfarir og nýjungar. Þá er nokkuð um ný ákvæði og áherslubreytingar, nýyrði og auknar skilgreiningar. Settar eru fram: Lágmarkskröfur til mannvirkja- gerðar, lágmarksstærðir íbúða og rýma innan þeirrar og öruggt svæði. Algild hönnun, á við hönnun á mannvirki þar sem tryggt er aðgengi fyrir alla. Hindrunarlaus flóttaleið, er lág- marks stærð flóttaleiðar t.d. ljósop á björgunaropi eða hurð. Markmiðsákvæði brunavarna, notk- unarflokkar mannvirkja að teknu tilliti til brunavarna. Hlutverk hönnunarstjóra og auknar kröfur til byggingastjóra, tilnefnds aðila og innleiðingu gæðakerfa. Neytendavernd, vistvæn byggð, hljóðvist í skólum og heilnæmi. Lífferilsgreinginu, sjálfbæra þróun, gegnsæi og lýðræðisumbætur. Samfélagið á í heild sinni, allt undir því að vel sé að því staðið að gera reglugerðarumhverfi og fram- kvæmd málaflokksins notenda- vænt og metnaðarfullt. Gerðar eru auknar kröfur, t.d. um einangrun og um flokkun byggingarúrgangs. Lögð er áhersla á meiri endingu, betri nýtingu orku og að umhverf- isáhrifum byggingarinnar sé haldið í lágmarki. Þetta er ekki síður mikil- vægt þar sem ævisparnaður lands- manna er að stórum hluta bundinn í mannvirkjum. Mjög mikilvægt er að viðkomandi aðilar þ.e. hönn- uðir, meistarar og samfélagið í heild standi saman í því að tryggja faglegan undirbúning mannvirkja- gerðar, bæði gæði í hönnun og við byggingarframkvæmdir. Mikilvægt er að neytendur geti treyst því að megin grunngildi við gerð mann- virkja þ.e. að kröfur um heilnæmi m.a. öryggi, heilsu og aðgengi sé fullnægt og jafnframt að gætt sé að góðri endingu mannvirkja, hag- kvæmni og gegnsærri stjórnsýslu í málaflokknum. Síðustu áratugi hefur orðið gríðarleg aukning og þróun í mannvirkjagerð. Í kjölfarið höfum við orðið uppvís um mögulegar vanefndir bæði við hönnun og framkvæmd. Bygginga- framkvæmdir voru örar, allt þurfti að gerast á sem skemmstum tíma, íbúðir á misjöfnu byggingastigi gengu kaupum og sölum og við- komandi aðilar fóru ekki með hlut- verk sitt og ábyrgðir sem ætlast er til af þeim. Margir þolendur slíkra framkvæmda hafa þurft að endur- byggja ákveðna verkþætti og erfitt virðist fyrir viðkomandi að sækja „rétt“ sinn. Með kynningu á nýútkominni reglugerð gefst byggingastjórum, hönnuðum, meisturum, og öðrum sem tengjast málaf lokknum tækifæri á að kynna sér innihald reglugerðarinnar. Fulltrúar frá Mannvirkjastofnun í samstarfi við Umhverfis- og skipulagssvið (USK) kynna nýja byggingareglugerð þann 21. febrúar frá kl. 09:00 til 12:00 í Íþróttaakademíunni við Krossmóa 58. Við hjá USK hvetjum viðkom- andi aðila til að mæta og kynna sér innihald reglugerðarinnar. Verið velkomin, aðgangur er ókeypis! Sigmundur Eyþórsson tæknifræðingur hjá USK. 21. febrúar frá kl. 09:00 til 12:00 í Íþróttaakademíunni við Krossmóa 58 Tæknilegar framfarir, þróun og nýjungar – ný byggingareglugerð nr. 112/2012 kynnt í Reykjanesbæ –

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.