Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.2012, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 16.02.2012, Blaðsíða 17
17VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 16. FEBrúar 2012 Hjálmurinn bjargaði lífi hennar inn vorum aftur í gluggalausum kassanum, ég lá á hnjánum og hélt rúminu og fæti stúlkunnar. Rúmið skrikaði til og fóturinn rólaði og í hvert skipti sá ég á stelpunni hversu sársaukinn var mikill. En við kom- umst á leiðarenda. Fékk miklar martraðir fyrstu vikurnar eftir slysið Daginn eftir hófst svo bataferlið en við gerðum okkur enga grein fyrir hversu langt og strangt það yrði. Við vildum taka stelpuna heim sem fyrst en það var ekki hægt með búnaðinn sem hélt fætinum uppi og því dvaldist hún á sjúkrahúsinu í 10-12 daga eða þar til ferðastrekkur fékkst. Það var engin heimahjúkrun sem fylgdi barninu svo við foreldrarnir skiptumst á að vera hjá henni yfir nóttina enda fékk hún miklar mar- traðir fyrstu vikurnar eftir slysið og svaf aldrei heila nótt. Fyrstu nóttina vaknar hún svo við að hún er með blóðnasir. Það blæddi svo mikið að mér stóð ekki á sama. Hún ældi líka blóði og það var eins og skrúfað hefði verið frá krana. Og það er lítið hægt að gera við barn í strekk, það er ekki hægt að snúa því, eða fara með það í bílnum á sjúkrahús. Við vorum bara föst með hana. Ég er ýmsu vanur úr sjúkraflutningunum en hef sjaldan séð annað eins. Ég var að því kominn að skera hana niður úr strekknum til að rjúka með hana á sjúkrahúsið. Sem betur fer þá hætti loksins að blæða. Við förum svo með stelpuna til Reykjavíkur í enda júlí til að láta taka strekkinn. Það var mikil til- hlökkun hjá okkur öllum því þetta var erfiður tími. Lilja Rós gat lítið gert, var föst í rúminu og við gerðum það sem við gátum til að stytta henni stundir. Við settum m.a. upp dagatal á vegginn heima svo hún gæti krossað út dagana og séð hvernig biðin styttist. Þegar stóri dagurinn rann upp fengum við sjúkrabíl til að fara með stelpuna til Reykjavíkur og ég pakkaði sjúkrarúminu í kerru til að skila því. Þegar við komum á sjúkrahúsið hittum við lækni sem segir að við eigum að koma með hana í skoðun aftur eftir tvær vikur. Okkur brá töluvert og spurðum hverju sætti og þá kom í ljós að upplýsingagjöfin var ekki betri en svo að við höfðum ekki fengið réttar upplýsingar um það ferli sem í vændum var eftir slysið. Okkur fannst erfitt að þurfa að fara aftur með hana heim í strekknum því það var ljóst að rúmlegan tók á hana. Hún var með magabólgur og orðin vannærð. Því fórum við fram á að hún yrði lögð inn og var það samþykkt og var hún á sjúkra- húsinu í nokkra daga. Við foreldrarnir vorum bara búnir á því Vikurnar tvær sem á eftir komu voru erfiðari en allar hinar sem á undan voru. Við foreldrarnir vorum bara búnir á því. Þegar þær voru liðnar og Lilja Rós búin að vera átta vikur í strekknum fórum við aftur með hana í skoðun. Þar sagði okkur sérfræðingurinn að þumalfingursreglan væri sú að fjöldi vikna í strekk væri aldur barns plús einn, eða í okkar til- felli átta vikur. Einnig kom í ljós að hún mátti ekki stíga í fótinn næstu þrjár vikurnar. Hefðum við fengið þessar upplýsingar í byrjun hefði ferlið verið auðveldara, við hefðum verið betur undirbúin andlega. Lilja Rós var svo í hjólastól í sex vikur og fór í fyrsta skipti á hækjur í september því allir vöðvar í fæt- inum voru sofnaðir og þurfti mikla þjálfun til að vekja þá. Í október var hún aðeins farin að staulast um og læknar sögðu að hún gæti farið að nota fótinn eðlilega um áramótin. Þetta var því afar langt og strangt ferli og öll fjölskyldan var búin að vera undirlögð í hálft ár. Og þá erum við bara að tala um líkamlegu meiðslin en það mun taka Lilju Rós mörg ár að jafna sig á sálinni. Hún er alltaf hrædd og þá sérstaklega við bíla og umferð. Við foreldrarnir finnum líka fyrir þessu og erum alltaf áhyggjufull þegar börnin fara út að hjóla eða eru á ferðinni einhvers staðar þar sem umferð er. Það breytist allt við svona slys. Lögfræðingur nauðsynlegur í tryggingamál Ég held líka að fólk geri sér ekki grein fyrir öllu því sem fylgir, t.d. varðandi fjármálin þegar báðir for- eldrar eru frá vinnu svo mánuðum skiptir. Við vorum reyndar heppin þar sem konan var nýkomin í náms- leyfi frá sínu starfi þannig að hún hafði lengra sumarfrí og bæði eigum við skilningsríka vinnuveitendur. Við fengum okkur lögfræðing til að vinna í tryggingamálum fyrir okkur og það var algerlega nauðsynlegt til að við fengjum það sem okkur bar. Ég þekki mikilvægi slysavarna í gegnum starf mitt hjá SL. En svona persónuleg reynsla opnar augu manns enn frekar og ég get ekki langt næga áherslu á mikilvægi þeirra. Á þessum vettvangi þarf að vera öflugt starf, bæði hjá sam- tökum eins og okkar sem og for- eldrum og forráðamönnum barna“. Texti: Ólöf Snæhólm Baldursdóttir – starfsmaður SL Myndir: Úr einkasafni Gunnars Stefánssonar Að sögn sjónarvotta var bíllinn á um 50 km hraða í íbúðargötu með 30 km hámarks- hraða. Lilja Rós kastast upp í loftið, höf- uðið a.m.k. tvo metra yfir götu og búkurinn þar fyrir ofan og skellur svo niður í götuna. Það sér mikið á hjálminum og ég er í vafa að hún væri á lífi, hefði hún ekki verið með hjálm. Hann bjargaði lífi hennar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.