Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.2012, Síða 14

Víkurfréttir - 16.02.2012, Síða 14
14 FIMMTUdagUrInn 16. FEBrúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR Tvær brauðsneiðar með súkkulaðismjöri eða sultu, osti eða skinku. Eitt glas af appels- ínusafa eða mjólk. Múslí með rúsínum, kasjú- hnetum, ananas og papaja. Eftirréttur er banani, bláberjasafi eða pera. Verði ykkur að góðu. Það er mikilvægt að hefja daginn á góðum morgunverði til þess að fá orku fyrir daginn. Sérstaklega er mikilvægt að skólafólkið okkar borði hollan og góðan morgunmat en fari ekki með tóman maga og orkulaus í skólann. Ágæt regla fyrir yngri skólabörn er að þau taki þátt í að undirbúa morgunmatinn. Þau geta m.a. tekið þátt í undirbúningi með því að leggja á borð fyrir morgunverðinn að kvöldi áður en þau fara að sofa. Þannig taka þau þátt í að undirbúa fyrstu sam- verustund fjölskyldunnar þegar fjölskyldumeð- limir borða eina mikilvægustu máltíð dagsins. Næringarefni Almennar reglur um næringu snúast um að borða nóg af jurtaríkum mat, minna af dýraafurðum og lítið af fituríkum mat. Aldurs- tengdir dagskammtar af hitaeiningum þurfa að fara upp í 90% af orkuþörf líkamans. Börn á aldrinum 10 til 12 ára ættu að fá um það bil 2150 hitaeiningar á dag, stúlkur á aldrinum 13 til 14 ættu að fá 2200 hitaeiningar og strákar á sama aldri um 2700 hitaeiningar. Stúlkur frá 15 til 18 ára ættu að fá 2500 hitaeiningar daglega en drengir hins vegar 3100. Um 55% allrar orku líkamans kemur úr kolvetnum, korni, kartöflum, núðlum og ávöxtum. Fita er um það bil 30% orkunnar en hún er fengin úr olíu, smjörlíki og smjöri. Hin 15% orkunnar koma úr próteini, mjólk, kjöti, fiski og eggjum. Ekki er hægt að segja að einhver nær- ingarefni séu hollari en önnur. Hvaða næring sem er getur í raun flokkast sem „hollusta“. Börn vita nákvæmlega hvað þau vilja borða og hvað ekki. Ráðlegt er að taka þau með út í búð að versla til að kanna hvað verður fyrir valinu hjá þeim. Stundum má líka fá sér hamborgara sem inniheldur að vísu mikið af hitaeiningum og fitu en það má borða hann með grænmeti eða salati og fá sér til dæmis ávexti eftir á. Einnig er ráðlegt að fá sér lítinn skammt af hráu fæði, til dæmis ferskt salat eða ávexti fyrir hverja máltíð. Það hefur góð áhrif á starf- semi þarma og getur dregið úr hægðatregðu. Einn þriðji daglegrar næringar ætti að vera hráfæði. Þarmarnir geta tekist á við ýmislegt misjafnt en ekki of mikið á heilli mannsævi. Góð þarmahreinsun fæst meðal annars með því að borða ferska og þurrkaða ávexti, hrátt grænmeti, hörfræ og sólblómafræ. Draga má úr uppþembu í maga og þörmum með neyslu á belgávöxtum, lauk, hvítkáli, blómkáli, rauðkáli, geri, nýbökuðu brauði og drykkjum sem innihalda kolsýru. Fæða sem hefur herpandi áhrif á þarma- starfsemi eru bananar, hnetur, möndlur, kókosmjöl, þurr ostur og ekki síst súkkulaði. Lyktar- myndandi fæðuvörur eru egg, fiskur, kjöt, laukur og hvítlaukur en trönuberjasafi, jógúrt og steinselja draga úr lykt. Birgitta Jónsdóttir Klasen MorgunMatur Birgitta Jónsdóttir Klasen skrifar ›› Árni Sigfússon skrifar: Aðalfundur Félags eldri borgara Suðurnesjum verður haldinn 10. mars að Nesvöllum og hefst kl. 13:30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins 2. Önnur mál Kaffiveitingar í boði félagsins Stjórnin Kynningarfundur Félags eldri borgara Suðurnesjum Opinn kynningarfundur á byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ verður haldinn á Nesvöllum föstudaginn 17. febrúar kl. 14:00. Allir hjartanlega velkomnir Stjórn FEBS Leikhúsferð Félags eldri borgara Suðurnesjum verður farin fimmtudaginn 23. mars. Nú ætlum við að sjá Fanny og Alexander í Borgarleikhúsinu. Sýningin hefst kl. 20:00. Farið verður frá SBK kl. 18:30, komið við í Hornbjargi, Nesvöllum og við Grindavíkurafleggjara. Leikhúsmiði og rúta á kr. 5000. Sími 420 6000 Fyrstir koma, fyrstir fá! Góða skemmtun Leikhúsnefnd. Það er ánægjuleg niðurstaða eftir erfið ár í efnahags- hruninu að Eftirlaunasjóður starfsmanna Reykjanesbæjar er í hópi þeirra sjóða sem minnst töpuðu í hruninu. Raunávöxtun sjóðsins hefur verið jákvæð síð- ustu 5 ár og einnig þegar skoðað er 10 ára tímabil. Skýringin er fólgin í varfærinni fjárfestingar- stefnu stjórnar sem lagði áherslu á innlend verðbréf með ríkis- ábyrgð auk erlendra verðbréfa. Árin 2008 og 2009 voru milli 75- 80% af eignasafninu eingöngu í innlendum verðbréfum með Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar skilaði jákvæðri raunávöxtun tímabilið 2005-2009 ríkisábyrgð. Óhjákvæmilega varð tapið nokkuð árin 2008 og 2009 ekki síst vegna eldri fjárfestinga sem komu lítið við fjárfestingum í uppsveiflunni og höfðu skilað arði um lengri tíma en hrundu árin 2008 og 2009. Árin 2005-2009 var meðal raun- ávöxtun sjóðsins jákvæð um 3,7% og jákvæð um 2,6% síðustu 10 ár. Árin frá 2005 til 2009 er það tímabil sem nefnd um rekstur lífeyrissjóð- anna í aðdraganda bankahrunsins fjallaði um og skilaði af sér áliti í sl. mánuði. Raunávöxtun neikvæð um 3,3% árið 2008 Nánar tiltekið var raunávöxtun sjóðsins árið 2005 jákvæð um 7,5% og árið 2006 var hún jákvæð um 9,8%. Árið 2007 var hún jákvæð um 2,7% en neikvæð árið 2008 um 3,3%. Árið 2009 var hún aftur orðin jákvæð um 2,4%. Árið 2010 var raunávöxtun 3,39%. Tap sjóðsins liggur í beinum af- skriftum og niðurfærslum eða gengislækkunum bréfa árið 2008 en afleiðingarnar teygðu sig inn á árin 2009 og 2010 þótt raunávöxtun hafi verið jákvæð þau ár. Það tap sem sjóðurinn varð fyrir á Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar skilaði jákvæðri raunávöxtun tímabilið 2005-2009. Það er ánægjuleg niðurstaða eftir erfið ár í efnahagshruninu að Eftirlaunasjóður starfsmanna Reykjanesbæjar er í hópi þeirra sjóða sem minnst töpuðu í hruninu. Raunávöxtun sjóðsins hefur verið jákvæð síðustu 5 ár og einnig þegar skoðað er 10 ára tímabil. Skýringin er fólgin í varfærinni fjárfestignarstefnu stjórnar sem lagði áherslu á innlend verðbréf með ríkisábyrgð auk erlendra verðbréfa. Árin 2008 og 2009 voru milli 75-80% af eignasafninu eingöngu í innlendum verðbréfum með ríkisábyrgð. Óhjákvæmilega v rð tapið nokkuð árin 2008 og 2009 ekk síst vegna eldri fjárfestigna s m komu lítið við fjárfestingum í uppsveiflunni og höfðu skilað arði um lengri tíma en hrundu árin 2008 og 2009. Árin 2005-2009 var meðal raunávöxtun sjóðsins jákvæð um 3,7% og jákvæð um 2,6% síðustu 10 ár. Árin frá 2005 til 2009 eru það tímabil sem nefnd um rekstur lífeyrrisjóðanna í aðdraganda bankahrunsins fjallaði um og skilaði af sér áliti í s.l. mánuði. Raunávöxtun neikvæð um 3,3% árið 2008 Nánar tiltekið var raunávöxtun sjóðsin árið2005 jákvæð um 7,5% og árið 2006 var hún jákvæð um 9,8%. Árið 2007 var hún jákvæð um 2,7% en neikvæð árið 2008 um 3,3%. Árið 2009 var hún aftur orðin jákvæð um 2,4%. Árið 2010 var raunávöxtun 3,39%. Tap sjóðsins liggur í beinum afskriftum og niðurfærslum eða gengislækkunum bréfa árið 2008 en afleiðingarnar teygðu sig inn á árin 2009 og 2010 þótt raunávöxtun hafi verið jakvæð þau ár. Það tap sem sjóðurinn v arð fyrir á hrunárunum var tilkomið vegna gengislækkunar í innlendum hlutabréfasjóðum en heildartap þessara ára af hlutabréfasjóðunum nam 62 milljónum kr. Þegar litið er til innlendra skuldabéfasjóða er samanlagt tap áranna 2008 og 2009 um 29 milljónir kr. 7,50% 9,80% 2,70% -3,30% 2,40% 3,39% -4,00% -2,00% 0,00% 2,00% 4,00% 6,00% 8,00% 10,00% 12,00% 2005 2006 2007 2008 2009 2010 Raunávöxtun Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar % Eftirlaunasjóðurinn þurfti ekki að afskrifa neinar erlendar eignir á árunum 2008 og 2009. Fjárfest í ríkistryggðum bréfum Segja má að tekist hafi að afstýra miklu tapi með því að frá miðju ári 2007 var farið að losa verðbréf í bönkum og fyrirtækjum og kaupa þess í stað verðbréf frá ríkinu eða með ábyrgð þess. Eignir Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar hafa vaxið úr tæpum 683 milljónum árið 2005 í tæpa 3,1 milljarð kr. árið 2011. Mesti vöxtur eigna var á milli ára 2007 og 2008. Skýringin á því er að í lok árs 2007 tókst að ljúka uppgjöri Sparisjóðsins í Keflavik við sjóðinn en þær skuldbindingar námu nær 1,3 milljarði kr. Það tókst að afstýra miklu tapi á hrunárunum þótt óhjákvæmilega væri það nokkuð vegna taps á 10 ára gömlum fjárfestingum sem höfðu skilað okkur arði þar til þær hrundu árið 2008 og 2009. Hægt er að lesa nánar um úttekt umræddrar nefndar um Eftirlaunasjóð Reykjanesbæjar í bindi 2, bls.71-77. Meðfyljandi er yfirlit yfir eignir sjóðsins á árunum 2005 til 2011. Með bestu kveðjum, Árni Sigfússon, formaður stjórnar Eftirlaunasjóðs starfsmanna Reykjanesbæjar. 683.644 802.312 839.557 2.473.213 2.753.199 2.895.159 3.087.204 0 500.000 1.000.000 1.500.000 2.000.000 2.500.000 3.000.000 3.500.000 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 Eignir Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar á verðlagi hvers árs - í milljónum kr. hrunárunum var tilkomið vegna gengislækkunar í innlendum hluta- bréfasjóðum en heildartap þessara ára af hlutabréfasjóðunum nam 62 milljónum kr. Þegar litið er til innlendra skulda- béfasjóða er samanlagt tap áranna 2008 og 2009 um 29 milljónir kr. Eftirlaunasjóðurinn þurfti ekki að afskrifa neinar erlendar eignir á ár- unum 2008 og 2009. Fjárfest í ríkistryggðum bréfum Segja má að tekist hafi að afstýra miklu tapi með því að frá miðju ári 2007 var farið að losa verðbréf í bönkum og fyrirtækjum og kaupa þess í stað verðbréf frá ríkinu eða með ábyrgð þess. Eignir Eftirlaunasjóðs Reykjanes- bæjar hafa vaxið úr tæpum 683 milljónum árið 2005 í tæpa 3,1 milljarð kr. árið 2011. Mesti vöxtur eigna var á illi ára 2007 og 2008. Skýringin á því er að í lok árs 2007 tókst að ljúka uppgjöri Sparisjóðsins í Keflavík við sjóðinn en þær skuld- bindingar námu nær 1,3 milljarði kr. Það tókst að afstýra miklu tapi á hrunárunum þótt óhjákvæmilega væri það nokkuð vegna taps á 10 ára gömlum fjárfestingum sem höfðu skilað okkur arði þar til þær hrundu árið 2008 og 2009. Hægt er að lesa nánar um úttekt umræddrar nefndar um Eftirlaunasjóð Reykja- nesbæjar í bindi 2, bls.71-77. Meðfylgjandi er yfirlit yfir eignir sjóðsins á árunum 2005 til 2011. Með bestu kveðjum, Árni Sigfússon, formaður stjórnar Eftirlaunasjóðs starfs- manna Reykjanesbæjar.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.