Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.2012, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 16.02.2012, Blaðsíða 6
6 FIMMTUdagUrInn 16. FEBrúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: Leiðari Víkurfrétta EYÞÓR SÆMUNDSSON, BLAÐAMAÐUR Suðurnesin er vagga körfuboltans á Íslandi. Sama hvað mönnum finnst um íþróttina þá hefur hún náð að blómstra og dafna hérna á svæðinu alveg síðan Kaninn kom með fyrstu Spalding boltana með sér frá Vesturheimi. Ekki mun ég fara nánar út í sögu körfuboltans á svæðinu en flestir þekkja hluta hennar eða vita a.m.k. hversu ástkær þessi göfuga íþrótt er fólki hér á blá-Suðvesturhorninu. Flestir sem fylgst hafa með í vetur ættu því að vita af því að nú um helgina fara fram bikarúrslit í Laugardalshöll þar sem tvö lið frá Reykjanesbæ eiga möguleika á að koma með bikarinn heim. Keflvíkingar í karlaflokki og Njarðvíkingar í kvennaflokki. Á mínum yngri árum var það hápunktur vetrarins ef mitt lið úr græna helmingi Reykjanesbæjar komst í höllina hvítu í Laugardalnum og stemningin var hreint kyngimögnuð og hlýjar minningar sem tengjast þessum leikjum. Blái helmingur Reykjanesbæjar minnist sjálfsagt úrslitaleiksins árið 1999 með hryllingi enda glopruðu Keflvíkingar þá niður unnum leik á lokamínútunni gegn erkifjendunum í Njarðvík. Njarðvíkingar tala þá um ótrúlega jöfnunar- körfu frá Hermanni Haukssyni á lokasekúndum, en ef Keflvíkingur af handahófi væri spurður út í þá körfu þá var augljóslega um skref að ræða. Einhverjir vinir mínir höfðu gefist upp á leiknum og ákveðið að bíða við rútuna (eða þar sem mjöðurinn var falinn í snjónum) eftir því að komast sem fyrst aftur heim til að drekkja sorgum sínum. Ég gleymi seint svipnum á þessum strákum þegar við komum út til að ná í þá vegna þess að framlengja þurfti leiknum. Að sjá ein- hvern fara frá algeru svartnætti og vonleysi yfir í taumlausa gleði á nokkrum sekúndum er óborganleg sjón. Ég leyfi mér að fullyrða hér að andrúmsloftið í dag kemst ekki í hálfkvisti við það sem var og hét í „gamla daga“. Þetta vita þeir sem fóru í Höllina á 9. og 10. áratugnum. Þeir sem yngri eru segja eflaust að þetta sé þvæla, ég sé bara gamall kall sem sé haldinn fortíðarþrá. „Allt var betra í gamla daga og ungdómurinn í dag er bara rolur með hor og slef,“ segja þeir sem eldri eru en tvær vetur. Þetta er bara gangur lífsins og nú er komið að minni kynslóð að segja þetta við unglingana. Um helgina vil ég hins vegar skora á unga jafnt sem aldna að fjölmenna í Laugardalshöll og styðja við bakið á sínu liði. Þeir sem hafa ekki farið á körfuboltaleik í nokkur ár en voru fastagestir hér á árum áður, og þeir eru fjölmargir, mætið og hjálpið til við að mynda gömlu góðu stemninguna. Mætið til að styðja við þá drottningu íþrótta sem körfuboltinn er og verðum Reykjanesbæ og Suðurnesj- unum til sóma. Ekki sitja heima við sjónvarpið og hugsa með sjálfum þér þegar bikarinn fer á loft „Ég hefði átt að drulla mér í Höllina.“ Með bikarkveðju, Eyþór Sæmundsson Ítarlega upphitun fyrir leiki helgarinnar má finna í Víkurfréttum í dag. vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 23. febrúar 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is Þetta var aldrei skref Í framhaldi af mjög vel heppn-aðri starfskynningu fyrir grunnskólanemendur sem haldin var í Stapa í síðustu viku langar okkur að kynna fyrir ykkur niður- stöður könnunar sem framkvæmd var í tengslum við átaksverkefni um eflingu menntunar á Suður- nesjum. Í henni voru viðhorf Suðurnesjamanna til menntunar könnuð. Spurt var um mennt- unarstig, stöðu og möguleika á vinnumarkaði, áhuga á auknu námi og viðhorf til menntunar. Könnunin var gerð af Capacent Gallup í október síðastliðnum og send í tölvupósti til 869 einstak- linga sem dreifðust á öll sveitar- félögin á Suðurnesjum. Af þeim svöruðu 527 manns könnuninni svo svarhlutfall var 60,6% sem þykir ásættanlegt. Niðurstöðurnar sýna svo ekki verður um villst að viðhorf Suður- nesjamanna til menntunar er mjög jákvætt, en alls voru átta spurn- ingar í könnuninni sem beindust að þessum þætti. Langstærstur hluti þeirra sem tóku þátt telja að börn þeirra muni afla sér meiri eða svipaðrar menntunar en þeir sjálfir, eða 97,5% hópsins og sama hlutfall hvetur börn og ungmenni í kringum sig til að mennta sig. Þessar niðurstöður lýsa að okkar mati jákvæðu viðhorfi til mennt- unar. Séu niðurstöður spurningarinnar: Telur þú að barnið þitt / börnin þín muni afla sér meiri, svipaðrar eða minni menntunar en þú sjálf/ur? skoðaðar með tilliti til menntunar þátttakenda kemur í ljós að nánast allir þeir foreldrar sem eru með grunnskólapróf eða minna telja að börnin þeirra muni afla sér meiri menntunar en þeir. Það sama á við um þá atvinnuleitendur sem tóku þátt. Flestir þeirra sem telja að börnin muni afla sér minni mennt- unar en þeir, eru einstaklingar sem lokið hafa framhaldsprófi í háskóla. Niðurstöðurnar má sjá á Mynd 1. Segja má að allir þeir sem tóku þátt í könnuninni telja menntun af hinu góða, það er að segja að 99,1% þátt- takenda voru fullkomlega, mjög eða frekar sammála fullyrðingunni: Menntun er af hinu góða. Þetta má sjá á Mynd 2. Þegar spurt var hvort þátttakendur hefðu viljað eyða meiri tíma í skóla í gegnum tíðina reyndust 73,7% fullkomlega, mjög eða frekar sammála því. Svör þátttakenda eru í beinu samhengi við menntunarstig þeirra þannig að stór hluti þeirra sem eru með grunnskólapróf eða minna vildu að þeir hefðu eytt meiri tíma í skóla en innan við helmingur þeirra sem eru með framhaldspróf í háskóla. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar með tilliti til stöðu á vinnumarkaði kemur í ljós að atvinnulausir, ör- yrkjar og eftirlaunaþegar vildu að þeir hefðu eytt meiri tíma í skóla, umfram aðra hópa. Af þeim sem svöruðu könnuninni eru 23,1% í námi. Yfir helmingur þátttakenda hafa auk þess mjög eða frekar mikinn áhuga á að auka við menntun sína, eða ríflega sex af hverjum tíu. Þeir sem hafa mestan áhuga á að auka við menntun sína telja frekar að meiri menntun geti aukið atvinnutækifæri og tekjur. Þeir sem hafa minni áhuga á auk- inni menntun telja hana síður hafa jákvæð áhrif á atvinnutækifæri og tekjur. Aðeins 12,7% höfðu frekar eða mjög lítinn áhuga á að sækja sér viðbótarmenntun eins og sést á Mynd 3. Rúmlega helmingur þátt- takenda telur að viðbótarmenntun auki atvinnutækifæri og tekjur tals- vert eða nokkuð. Ef þessar niður- stöður eru skoðaðar með tilliti til stöðu á vinnumarkaði eru það atvinnulausir, fyrir utan einstak- linga í námi, sem telja viðbótar- menntun hafa mest áhrif á tekjur og atvinnutækifæri. Þeir eru þó á sama tíma í hópi þeirra sem leita síður í námskeið og símenntun. Yfir helmingur þátttakenda er full- komlega, mjög eða frekar sammála því að þeir leiti að tækifærum til að sækja námskeið og símenntun, eða 60,4%. Fólk sækir sér frekar símenntun til að halda við og auka færni í starfi eftir því sem menntun þeirra er meiri. Konur sækja einnig frekar í námskeið og símenntun en karlar. Í könnuninni var spurt um náms- tækifæri á svæðinu og telja um 45% þátttakenda þau vera mjög eða frekar lítil. Þeir sem hafa minni menntun telja námstækifærin frekar vera góð heldur en þeir sem eru með meiri menntun. Niður- stöður þessarar spurningar má sjá á Mynd 4. Fólki gafst kostur á að skrifa hvers konar nám því finnst helst vanta hér á Suðurnesjum og nefndu flestir háskólanám og fjöl- breyttara iðnnám. Fjölbreytni í námsframboði á Suðurnesjum hefur tekið miklum stakkaskiptum á síðustu áratugum og er það trú okkar að svo verði áfram þar sem öflugt þróunarstarf á nýjum námsúrræðum á sér stað í skólunum á svæðinu. Við vonumst til þess að geta aukið enn á þró- unarstarfið, og nauðsynlega grein- ingarvinnu í kringum það, í vinnu okkar við þróunarverkefni um eflingu menntunar á Suðurnesjum. Þau jákvæðu viðhorf Suðurnesja- manna til menntunar sem niður- stöður þessarar könnunar sýna endurspegla vonandi líka aukna já- kvæðni og meira sjálfstraust í sam- félaginu okkar almennt. Það virtist ekki annað að sjá á ungmennum héðan af svæðinu, á starfskynning- unni í síðustu viku, en að þau líti björtum augum til framtíðarinnar. Við gerum það líka. Hanna María Kristjáns- dóttir og Rúnar Árnason Verkefnisstjórar um eflingu menntunar á Suðurnesjum Mynd 1 Mynd 2 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% Meiri menntunar en ég sjálf/ur Svipaðrar menntunar og ég sjálf/ur Minni menntunar en ég sjálf/ur Telur þú að barnið þitt / börnin þín muni afla sér meiri, svipaðrar eða minni menntunar en þú sjálf/ur? 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100% Fullkomlega eða mjög s mmála Frekar sammála Hvorki sammála né ósammála Menntun er af hinu góða Mynd 1 Mynd 2 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% Meiri menntunar en ég sjálf/ur Svipaðrar menntunar og ég sjálf/ur Minni menntunar en ég sjálf/ur Telur þú að barnið þitt / börnin þí muni afla sér meiri, svipaðrar eða minni menntunar en þú sjálf/ur? 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100% Fullkomlega eða mjög sammála Frekar sammála Hvorki sammála né ósammála Menntun er af hinu góða Langstærstur hluti þeirra sem tóku þátt telja að börn þeirra muni afla sér meiri eða svipaðrar mennt- unar en þeir sjálfir, eða 97,5% hópsins og sama hlutfall hvetur börn og ungmenni í kringum sig til að mennta sig. Þessar niðurstöður lýsa að okkar mati jákvæðu viðhorfi til menntunar. Jákvæð viðhorf á Suðurn ju

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.