Víkurfréttir - 16.02.2012, Blaðsíða 21
21VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 16. FEBrúar 2012
Kef. airport - www.alex.is - Guesthouse
nota þetta
ERT ÞÚ RÉTTI MAÐURINN ?
Starfssvið:
‐ Almennar viðgerðir við bílaré1ngar
‐ Almenn vinna við bílasprautun
‐ Önnur 7lfallandi verkefni vegna undirbúnings og
frágangs bíla
Hæfniskröfur:
‐ Ré1ndi í bifreiðasmíði eða áralöng reynsla af
bifreiðasmíði
‐ Ré1ndi í bílasprautun eða áralöng reynsla í
bílasprautun
‐ Góð þekking á bílum
‐ Hæfni í mannlegum samksiptum
Í boði er spennandi framtíðarstarf hjá nýju fyrirtæki sem
hefur að skipa metnaðarfullum og samhentum
starfsmönnum. Við leitum að reglusömum einstaklingi
sem er stundvís og vandvirkur.
Nánari upplýsingar og umsókn ber að skila 7l Gunnars
Ásgeirssonar á neNangið gunni.bilnet@gmail.com
Bílnet hefur rekstur stra/ e0ir áramót að Brekkustíg 38 í
Reykjanesbæ. Markmið okkar er vera fremsBr í flokki hvað
varðar gæði og fagmennsku.
Fitjaflutningar
Si g u r ð u r I n g i m u n d a r s o n v e i t sennilega manna mest um það
hvernig sturtuklefarnir í Laugardalshöll
líta út en hann hefur vart tölu á hve oft
hann hefur farið þangað. Bæði hefur
hann farið sem leikmaður og þjálfari og
hann er því hokinn af reynslu og þekkir
andrúmsloftið í Laugardalshöll öðrum
fremur.
„Við breytum lítið út af vananum en
þetta er eins og hver annar leikur, að
vísu er þessi leikur örlítið stærri en þetta
er bara körfuboltaleikur,“ segir Sigurður
sallarólegur.
„Þetta snýst aðallega um það að menn einbeiti sér að leiknum og þá erum
við í fínum málum,“ segir hann en leikmenn Keflvíkinga hafa ekki margir
reynslu af bikarúrslitaleikjum en Sigurður segir það ekki vera mikið mál.
„Þetta verður rosalega skemmtilegt og það verður sérstaklega gaman fyrir
Tindastólsmenn að koma í fyrsta sinn í Höllina. Þeir munu mæta af fullum
krafti. Það munum við klárlega gera líka en þeir eru gott lið og eru búnir
að spila vel að undanförnu og unnu flottan sigur gegn KR í undanúrslitum,
þannig að þetta er alvöru lið.“
Keflvíkingar hafa eins og áður hefur komið fram sigrað viðureignir þessara
liða í vetur en að mati Sigurðar var þar um aðra keppni að ræða. „Við erum
ekkert að tala um það hvernig fór síðast. Þetta er bara 50/50 leikur og liðið
sem kemur betur undirbúið, vinnur þetta.“
Sigurður er ekki að fara í fyrsta skipti í Laugardalshöll og ef minnið er
ekki að bregðast honum þá hefur hann farið 14-15 sinnum, bæði sem
leikmaður og þjálfari en Sigurður fór á sínum tíma 6 ár í röð sem þjálfari
kvenna og karlaliðs Keflvíkinga í bikarúrslitin. Þetta er alltaf jafn gaman að
hans sögn og hann fær alltaf smá fiðring í magann. „Annars væri maður
löngu hættur þessu. Þetta er mikil stemning og mesta fjörið sem maður
kemst í í körfuboltanum. Það vilja allir komast í þennan leik,“ en Sigurður
segir að það sé um að gera að njóta þess og hafa gaman af.
„Það er dálítið langt síðan við vorum í Höllinni og enn lengra síðan við
unnum og fyrir okkur er það heil eilífð. Við erum spenntir fyrir þessu
og ég hef ekki trú á öðru en að það verði allt morandi af Keflvíkingum í
Höllinni,“ sagði Sigurður að lokum.
Sverrir Þór Sverrisson var enn að jafna sig eftir háspennuleik gegn Haukum
í undanúrslitum þegar blaðamaður náði
tali af honum en Njarðvíkingar sigruðu
þar eftir framlengingu.
„Þetta var svakalegt gegn Haukum og það
var erfitt að sofna eftir þann leik, “ segir
Sverrir sem er þjálfari Njarðvíkinga. „Við
virtumst vera með þetta í hendi okkar en
þær skora ævintýralega körfu og jafna í
lokin. Svo voru ekki nema örfá sekúndubrot
eftir þegar þær skora í framlengingunni en
þetta fór bara eins og það fór.“
Viljum koma heim með fyrsta bikarinn
„Við förum ekki að breyta út af vana okkar varðandi undirbúning en við
erum með fjölbreyttan hóp. Við erum með reynda leikmenn sem hafa
spilað svona leiki og svo erum við með ungar stelpur sem þekkja þetta ekki.
Svo erum við með tvo erlenda leikmenn sem þekkja þetta ekki. Það sama
má segja um Snæfell,“ segir Sverrir en hann ætlar ekki að afsaka neitt með
því að tala um reynsluleysi. „Það verður bara mætt í Höllina og stefnt að
því að koma heim með fyrsta bikarinn.“
Sverrir segir Snæfellinga vera með mjög gott lið og að þær hafi verið öflugar
að undanförnu. „Þær bættu við sig erlendum leikmanni sem gerir liðið enn
betra. Það verður gaman að mæta þeim í Höllinni þar sem hvorugt liðið
hefur náð að sigra bikarkeppnina í kvennaboltanum.“
Sverrir Þór hefur farið tvisvar í Höllina sem leikmaður Keflvíkinga og
hampað bikarnum í bæði skiptin. „Þetta er auðvitað stærsti staki leikurinn
í íslenskum körfubolta og þetta er eitthvað sem að leikmenn dreymir um
að upplifa. Ég er því einkar ánægður fyrir hönd minna leikmanna að við
séum búin að tryggja okkur sæti í Höllinni. Það þarf samt að vinna leikinn
til þess að gera þetta sem eftirminnilegast,“ segir Sverrir en hann er samt
á því að þetta sé bara körfuboltaleikur og tekist verði á við hann eins og
hvert annað verkefni. „Það er krafa hjá okkur að leikmenn leggi sig alla
fram þegar þær klæðast búningnum og hafi um leið gaman af því sem
þær eru að gera. Þetta verður hrikalega gaman og ég er orðinn gríðarlega
spenntur,“ segir Sverrir um leið og hann þakkar þann stuðning sem
Njarðvíkingar sýndu gegn Haukum. „Ég vona bara að allt það fólk og sem
flestir í viðbót mæti á laugardaginn og styðji við bakið á okkur.“
„Liðið sem kemur betur
undirbúið vinnur“
„Þetta er það sem leikmenn
dreymir um að upplifa“
„Ekki södd ennþá“
Petrúnella Skúladóttir leikmaður Njarðvíkinga hefur einu sinni lyft
bikarnum í Laugardalshöll. Það var árið
2008 en þá lék hún með Grindvíkingum.
Þær sigruðu þá Hauka með 77 stigum
gegn 67 og skoraði Petrúnella 15 stig
í leiknum. Árin 2005 og 2006 var
Petrúnella svo í tapliði Grindvíkinga
þannig að hún þekkir báðar hliðar
bikarúrslitanna.
„Mér líst bara vel á þetta en það skiptir samt
ekki máli hvort maður sé að fara í Höllina
eða bara venjulegan deildarleik, verkefnið
er alltaf það sama,“ segir Petrúnella en hún
segist ekki vera búin að velta leiknum fyrir
sér enda sé undanúrslitaleikurinn henni
enn í fersku minni. „Haukarnir eru sterkir
og við vissum að þetta yrði erfiður leik-
ur, sem varð svo raunin að lokum,“ segir
Petrúnella en leikurinn gegn Haukum fór
eins og kunnugt er í framlengingu þar sem
Njarðvíkingar höfðu nauman sigur.
„Þetta er ekki búið ennþá og maður er
ekki orðinn saddur,“ en flestir sem fylgj-
ast með körfubolta vita að leik Njarðvíkur
og Hauka var frestað vegna kærumáls
sem kom upp í leik Njarðvíkinga og
Keflvíkinga í 8-liða úrslitum. „Við vorum
búnar að bíða lengi eftir þessum leik og
nú er biðin bara styttri í úrslitaleikinn
fyrir vikið,“ segri Petrúnella.
Hvernig líst þér á lið Snæfells?
„Við erum búnar að vinna Snæfell í öllum
viðureignum okkar í vetur en það breytir
hins vegar litlu þegar komið er í úrslita-
leikinn sjálfan. Þær eru með flott lið og ég
býst við að þetta verði hörku leikur.“
Kominn tími til að setja fána á
vegginn
Það vill nú þannig til að þrjár stúlkur
í Njarðvíkurl ið inu eru uppaldir
Grindvíkingar en ásamt Petrúnellu koma
þær Ólöf Helga Pálsdóttir og Harpa
Hallgrímsdóttir frá Grindavík þó þær
hafi leikið með Njarðvíkingum um skeið.
„Það er fínt að hafa þær þarna með mér
enda erum við búnar að þekkjast lengi.
Annars erum við ekkert að velta þessu
fyrir okkur og erum bara hluti af flottri
liðsheild.“
Petrúnella vildi hvetja sem flesta til að
mæta í Laugardalshöllina á laugardaginn
en Njarðvíkingar ætla sér bikarinn í fyrsta
sinn í kvennaboltanum.
„Ég vil endilega sjá fólk mæta á leikinn
til að styðja sitt lið og ég vil sjá sem flesta
Njarðvíkinga í stúkunni. Það hefur aldrei
komið fáni upp á vegg hjá stelpunum í
Njarðvík og nú er kominn tími til,“ segir
Petrúnella að lokum.