Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.2012, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 16.02.2012, Blaðsíða 10
10 FIMMTUdagUrInn 16. FEBrúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR Bolludagur er framundan og viljum við gjarnan njóta þess að g æ ð a o k k u r á g ó m s æ tu m bollum í tilefni dagsins. Fyrir ykkur sem viljið halda ykkur við heilsusamlegt mataræði þá er alveg hægt að njóta þess og notast við örlítið hollara hráefni við baksturinn. Læt því fylgja með í þetta sinn afar góða uppskrift að holl- ari útgáfu af bollum en hægt er að nota sykurlausa sultu með, bræða lífrænt súkkulaði og smyrja ofan á ásamt rjóma. Fyrir þá sem vilja sleppa rjóm- anum og hafa þetta í léttari kantinum þá fæst sojarjómi og rísrjómi í sprautuformi. Vatnsdeigsbollur 2 dl vatn 1 msk xylitol sykur 80 gr kókósolía 100 gr fínt spelt 1 tsk vínsteinslyftiduft 2 egg Smá salt -má nota agave síróp fyrir þá sem vilja frekar -sjóða vatn + olíu + sykur saman -taka af hellu, hræra spelti og lyftidufti saman út í -setja í skál og hræra saman -kæla deigið -1 egg þeytt saman -næsta egg hrært út í og öllu blandað saman -þetta látið aðeins stífna, 1 msk af deigi sett á bökunarpappír -ofn hitaður í 200°C, baka í 20- 25 mín -látið kólna áður en tekið af plötu Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. ATVINNA Matráður í eldhús í Víðihlíð Grindavík Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) leitar að matráð í eldhús á hjúkrunardeildinni Víðihlíð í Grindavík. Unnið er á vöktum 2-2-3 og vinnutími er frá kl. 08:00 til 16:00. Starfshlutfall er 70%. Óskað er eftir einstaklingi sem hefur áhuga og reynslu af matreiðslu. Kostur ef viðkomandi hefur viðeigandi menntun. Nánari upplýsingar veitir Edda Bára Sigurbjörnsdóttir í gegnum netfangið edda@hss.is eða í síma 860 0159 Starð er laust frá 1. maí 2012 eða mögulega fyrr eftir samkomulagi. Um er ræða framtíðarstarf. Laun eru samkvæmt kjarasamningi ármálaráðherra og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Umsóknir sem greina frá menntun, fyrri störfum og meðmælendum skulu berast til Bjarnfríðar Bjarnadóttur starfsmannastjóra, Mánagötu 9, 230 Reykjanesbæ eða með tölvupósti á netfangið bjarnfridur@hss.is. Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar 2012 og geta umsóknir gilt í 6 mánuði. Öllum umsóknum verður svarað. Orlofshús VSFK Páskar 2012 Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út um páskana: 2 hús í Svignaskarði 3 hús í Húsafelli 2 hús í Ölfusborgum 2 hús í Hraunborgum 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri Útleigutímabil er frá miðvikudeginum 4. apríl til miðvikudagsins 11. apríl 2012. Umsóknir liggja frammi á skrifstofu félagsins og er umsóknarfrestur til kl. 15.00 föstudaginn 2. mars 2012. Úthlutað verður samkvæmt punktaker. Orlofsstjórn VSFK Anna Lydía Helgadóttir, Ólafur Ívar Jónsson Theódór Helgi Helgason og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Helgi Þór Sigurðsson, bifvélavirki, Framnesvegi 17, Keflavík lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, mánudaginn 13. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 21. febrúar kl. 13:00. Í öllu þessu tali um offitu og hreyfingaleysi er gott að geta glatt sig yfir því að það er hell- ingur af fólki úr Reykjensbæ að ná miklum árangri í heilsuræktinni. Ekki bara keppnisíþróttafólkið okkar heldur líka venjulegt fólk sem er að komast í mun betra form. Þá erum við ekki bara að tala um fituprósentur, sentimetra eða kíló heldur alvöru bætingar en í Metabolic er aðaláherslan á að byggja upp gott líkamlegt at- gervi og er unnið með þol, styrk og kraft. Í bónus kemur mikil fitubrennsla. Síðastliðinn laugardag mættu 50 Metabolicarar í sitt annað hreysti- próf og það var hreint ótrúlegt að sjá muninn. Prófið tekur eina mín- útu á hverja æfingu. Skemmst er frá Umferð af Reykjanes- braut á bráðabirgða- veg við Straumsvík Þessa dagana er verið að hefja vinnu við byggingu undir- ganga við Straumsvík. Undir- göngin eiga að draga úr slysahættu á gatnamótunum. Verktaki við framkvæmdirnar er Suðurverk hf. og á framkvæmdum að ljúka í júlí 2012. Fyrsta skef í framkvæmdinni er að færa umferð um Reykjanesbraut yfir á bráðabirgðaveg fram hjá framkvæmdasvæðinu. Búist er við að umferðin verði færð um næstu helgi þ.e. 18. - 19. febrúar. Vegagerðin biður ökumenn að aka varlega um framkvæmdasvæðið og virða merkingar um hámarks- hraða. Magnaður árangur í Metabolic því að segja að við fengum 333 fleiri englahoppshnébeygjur, 168 fleiri armbeygjur, 525 fleiri kaðalsveiflur, 595 fleiri handafærslur í planka og hlaupið var 730 metrum lengra. Frábær bæting þar á forminu! Mikil sprenging hefur orðið í Me- tabolic sem Helgi Jónas Guðfinns- son er höfundur að. Frá og með 20. febrúar verða 12 opnir tímar í töflu í íþróttahúsinu á Ásbrú, morgun-, hádegis- og seinnipartstímar. Þá er fyrsta Metabolic ÁTAK KVK námskeiðinu að ljúka og nýtt að hefjast 20. febrúar. ÁTAK KVK námskeiðið er kennt á þriðjudags-, f immtudags- og laugardags- morgnum en þátttakendur mega líka mæta í alla opna tíma í töflu. Það eru þær Dunna og Inga Fríða sem kenna ÁTAK tímana, Ásdís Ragna grasalæknir heldur fyrir- lestra um mataræðið og 6 vikna matseðlar frá dr. Chris Mohr fylgja með ásamt gagnlegum pistlum frá Helga Jónasi. ÁTAK námskeiðið er tilvalið fyrir þær sem vilja byrja rólegar í lokuðum hópi. Ef þú vilt bæta þér í hóp Metabolic- ara ættirðu að skoða www.styrkt- arthjalfun.is eða heimsækja okkur á www.facebook.com/styrktart- hjalfun Þú átt skilið að vera í góðu formi! Jóga með Ágústu Ágústa Hildur Gizurardóttir, jógakennari Ágústa er útskrifaður Raja jógakennari frá Jógaskóla Kristbjargar Jogamedagustu/facebook í Íþróttahúsinu Njarðvík Ný 4 vikna námskeið að heast þann 27. febrúar. Kennsla fer fram á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17:30-18:30 Þriðjudögum og mmtudögum frá kl.10:00-11:00 / 16:30-17:30 Jóga er frábær leið til þess að vera í tengingu við sjálfa sig líkamlega og andlega. Jóga eir einbeitingu, styrkir líkama og innri líæri, örvar blóðæði líkamans. Jóga er fyrir alla. Skráning er han í síma 897 5774 eða á netfanginu jogamedagustu@gmail.com Þá er árshátíðin búin. Hún var sunnudaginn 5. febrúar. Ég held að hún hafi tekist mjög vel. Fólk var ánægt með matinn og skemmtiatriðin og dansaði af fullum krafti. Ég vil sérstaklega þakka öllum þeim fyrirtækjum sem gáfu okkur í happ- drættið. Þetta væri ekki hægt nema að finna til velvilja fólksins í kringum sig. Jón Borgarsson á heiður skilinn fyrir dugnaðinn. Síðan vil ég þakka veislu- stjóranum Kristjáni Jóhannssyni, syni Jóa á Lindinni og ekki síst Arnóri Vilbergssyni sem er sonur Villa á Pulsuvagninum. Það var svo gaman að allir sem tóku þátt í skemmtiatriðum voru allt Suðurnesjafólk og er ég mjög stolt af því. Að endingu vil ég minna á að við erum að fara í Brogarleikhúsið þann 23. mars að sjá Fanny og Alexander. Mun auglýsingin birtast í Víkurfréttum í dag. Þikð skuluð endilega geyma auglýsinguna. Þakka ykkur fyrir með virðingu og vinsemd, f.h. skemmtinefndar, Erna Agnarsdóttir. Þakkarbréf frá Félagi eldri borgara á Suðurnesjum Kynningarfundur Félags eldri borgara Suðurnesjum Opinn kynningarfundur á byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ verður haldinn á Nesvöllum föstudaginn 17. febrúar kl. 14:00. Allir hjartanlega velkomnir Stjórn FEBS

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.