Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.2012, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 16.02.2012, Blaðsíða 16
16 FIMMTUdagUrInn 16. FEBrúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR „Slysið átti sér stað 15. júní sl, um klukkan sex. Við hjónin vorum heima þegar síminn hringir. Það er nágranni okkar sem flytur þær fregnir að ekið hafi verið á Lilju Rós en jafnframt fylgdu þær upp- lýsingar að hún væri ekki alvarlega slösuð. Við rukum út og fórum á staðinn, héldum að við værum bara að sækja hana og að hún hefði e.t.v. hruflast eitthvað. Þegar við komum á slysstaðinn er sjúkrabíll- inn að koma að. Þá fæ ég sjokk. Ég sé hjólið til hliðar og stúlkuna grátandi í fangi móður vinkonu hennar. Ég sé strax að hún er illa lærbeinsbrotin og verandi fyrrum sjúkraflutningamaður vissi ég að slíkir áverkar geta verið lífshættu- legir. Hún var mjög bólgin og mér fannst sem blætt hefði inn á vöðv- ann en það er það sem gerir slík brot svo hættuleg. Ekkert sem býr mann undir svona þegar um eigin börn er að ræða Hún er sett í sjúkrabílinn og farið með hana á sjúkrahúsið á Suður- nesjum þar sem rétt var úr fætinum og hún sett í spelku fyrir flutning á slysadeild í Reykjavík. Ég hef lent í mörgum erfiðum útköllum sem sjúkraflutningamaður en það er ekkert sem býr mann undir svona, þegar um eigin börn er að ræða. Bíllinn á um 50 km hraða í íbúðargötu með 30 km hámarkshraða Þrátt fyrir að Lilja Rós væri illa slösuð þá gerði ég mér ekki strax grein fyrir því að hjálmurinn bjarg- aði lífi hennar. Þegar við komum á sjúkrahúsið í Reykjavík gafst tóm til að ræða við hana og mundi hún vel eftir slysinu. Hún segist hafa verið að hjóla meðfram planinu fyrir framan heimili vinkonu sinnar þegar hún sér bílinn koma og að bíl- stjórinn er að horfa aftur fyrir sig. Henni tekst að hluta að beygja frá bílnum og lendir því á frambretti hans. Að sögn sjónarvotta var bíll- inn á um 50 km hraða í íbúðar- götu með 30 km hámarkshraða. Lilja Rós kastast upp í loftið, höf- uðið a.m.k. tvo metra yfir götu og búkurinn þar fyrir ofan og skellur svo niður í götuna. Það sér mikið Slysavarnir hafa alla tíð verið stór þáttur í starfi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hvert slys sem forðað er skiptir afar miklu máli, því sá sem verður fyrir slysi, og fjölskylda hans, á iðulega fyrir höndum margra mánaða ferli sem getur sett allt lífið úr skorðum og afleiðingarnar geta varað árum saman. Það upplifði fjölskylda Lilju Rósar, sjö ára, eftir að ekið var á hana í Njarðvík sl. sumar. Gunnar Stefánsson, faðir hennar og sviðsstjóri slysa- varna- og björgunarsviðs SL, sagði frá slysinu í tímaritinu Björgun, sem Slysavarnafélagið Landsbjörg gefur út. Víkurfréttir fengu leyfi til að birta frásögnina. Hjálmurinn bjargaði lífi hennar á hjálminum og ég er í vafa að hún væri á lífi, hefði hún ekki verið með hjálm. Hann bjargaði lífi hennar. Flutt með flutningabíl á milli sjúkrahúsa Stuttu eftir að við komum á sjúkra- húsið var staðfest að ekki væri um blæðingu inn á vöðva að ræða en ljóst að Lilja Rós var lærbrotin auk þess að vera með stórt svöðusár á bakinu. Tekin er ákvörðun um að hún verði sett í svokallaðan strekk en það þýðir að settur er pinni í lærlegginn og fóturinn hengdur upp á meðan brotið grær. Þarna er okkur sagt að bataferlið muni taka um 4-6 vikur. Hún fer í aðgerð og svo vöknun á gjörgæsludeild. Um miðja nótt er okkur tilkynnt að flytja eigi hana yfir á barnaspítal- ann við Hringbraut. Ég mótmælti því strax, fannst rétt að hún fengi frið til að jafna sig aðeins eftir það sem á undan var gengið. Það var kalt úti og stelpan kvaldist við minnstu hreyfingu á fætinum. Þar að auki á sjúkrahúsið ekki bíl til að flytja sjúkrarúm með strekk og því átti flutningurinn að fara fram með sendibíl sem allajafna er not- aður til matarflutninga. Mótmæli mín voru ekki tekin til greina og ákvörðun um flutning á þessum tíma stóð. Stelpan var hvekkt, hrædd og kvalin en við þurftum að trilla henni niður af sjöttu hæð og út í óupphitaðan kassabílinn. Í honum eru engar festingar eða nein aðstaða til að flytja sjúkrarúm enda ekki gert ráð fyrir því þrátt fyrir að bíllinn hafi áður verið notaður í þessum tilgangi. Í bílnum var 7°C hiti, ekki var hægt að breiða yfir fót stelpunnar og henni var mjög kalt. Ég og sjúkraflutningamaður-

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.