Víkurfréttir - 16.02.2012, Blaðsíða 18
18 FIMMTUdagUrInn 16. FEBrúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Ertu skólaforeldri
í góðum gír?
›› Ingigerður Sæmundsdóttir skrifar:
ÝMISLEGT
Búslóðaf lutningar og al lur
almennur flutningur. Er með 20
rúmmetra sendibíl/kassabíl með
lyftu. Uppl. í síma 860 3574 Siggi.
Tek að mér allskonar viðgerðir
á bílum, sláttuvélum. Er með
greiningartölvu til að bilanagreina
margar tegundir bíla. Vanur maður,
20 ára reynsla, sanngjarnt verð!
Uppl. S: 864 3567.
SPÁKONA
Spámiðill
Les í bolla og spil, Tarot, Sígauna.
Á lausa tíma. Tímapantanir í síma
421 1152 og 691 6407.
Kveðja Rósa
ATVINNA
Trésmiður
Eldri, reyndur trésmiður. Sann
gjarnt fast/tímavinna. Úti eða inni.
Smátt eða stórt. S. 659 5648 Stefán
Ragnar
TAPAÐ/FUNDIÐ
Týnt hálsmen
Gullhjarta með rauðum steini tap
aðist nýlega mjög líklega í Keflavík.
Skilvís finnandi vinsamlega hringi
í síma 863 4762.
ÞJÓNUSTA
Snyrtivörur, ilmvötn, heimilis-
vörur.
Verðum með kynningu á ódýr
um og vönduðum snyrtivörum
ilmvötnum og heimilisvörum
fimmtudaginn 16. febrúar kl. 16
22 allir velkomnir.
Kveðja Þóra og Birgitta, Baldursgötu
4, Reykjanesbæ s: 847 3118.
2 Fimmtudagurinn 14. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR
SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0009
NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS
TIL LEIGU
Ýmsar stærðir og gerðir af
herbergjum, með eða án húsgagna,
með sameiginlegu eldhúsi og
baðherbergi eða sér eldhús og bað,
með eða án húsgagna. Aðgangur
að gufubaði og borðtennisborði.
Internet og orka innifalin og allur
sameiginlegur kostnaður.
Góð staðsetning og hagstætt
leiguverð. Uppl. í síma 895 8230 og
860 8909.
3ja herbergja Heiðarhvammi
Til leigu 3ja herbergja íbúð í
Heiðarhvammi, laus um miðjan
feb, leiga 85 þús. f/utan hita og
rafmagn, vel staðsett, stutt í skóla
og verslun, vel með farin... Upplýs.
í s. 8929163.
Þ r i g g j a h e r b e r g j a í b ú ð í
Lyngholtinu til leigu. Laus strax,
80 þús. á mánuði með hita og raf
magni. Upplýsingar í síma 868
1928.
Gott herbergi með eldhúskrók og
sér baði. Leiga kr. 40 þús., hiti og
rafmagn innifalið. Upplýsingar í
síma 896 1603 (Svavar).
Herbergi í Heiðarholti
Til leigu herbergi nýstandsett helst
langtímaleiga upplýsingar í síma
841 1715 eftir kl. 13:00.
Þjónustumiðstöðin
Nesvöllum
Vikan 15. - 22. feb. nk.
• Bingó • Gler-, keramik- og leir-
námskeið • Handavinna
• Leikfimi • Dansleikfimi • Jóga
á boltum • Hádegismatur •
Síðdegis kaffi • Tölvuklúbbur FEBS
Léttur föstudagur
Föstudaginn 17. febrúar
Opinn kynningarfundur um
byggingu hjúkrunarheimilis
á Nesvöllum
Nánari upplýsingar
í síma 420 3400
www.vf.IS
ÓSKAST
Íbúð óskast í Keflavík eða
Njarðvík.
Íbúð óskast í Keflavík eða Njarðvík
sem fyrst. Er 40 ára reglusamur
maður og vantar íbúð sem fyrst. Allt
kemur til greina, er líka mjög lag
hentur ef það þarf að gera eitthvað
við íbúðina. Uppl. í síma 847 3534.
TIL SÖLU
íbúð fyrir 60+
47m2 íbúð fyrir 60+ í Reykjanesbæ.
Laus strax. Uppl. í s. 846 5471.
GÆLUDÝR
Engill týndur
Síamsköttur, ljós, grannur með blá
augu, hvarf frá Krossmóa þarsíð
asta mánudag, líklega á leið heim
í Heiðarhverfi. S. 661 6595 og 869
5700.
6 mán kettlingur.
Kettlingur týndist frá Heiðarbrún
1 í Keflavík, hann er grár og hvít
ur á litinn og kölluð Fluga, fund
arlaun í boði. Uppl í síma 421 1838
og 824 3141.
HEILSA
Viltu léttast og líða betur?
Við kennum þér að temja þér
hollt mataræði og borða af þér
aukakílóin. Nýliðar velkomnir
á mánudögum kl. 19. Íslensku
vigtarraðgjafarnir Grófinni 8, 230
Reykjanesbæ, Sóley Birgisdóttir,
lýðheilsufræðingur S: 8699698
Skólaforeldrar geta gert gæfu-mun í velferð og árangri barna
sinna í skólanum.
Kennararnir eru
faglegir ráðgjafar
en þú ert sérfræð-
ingurinn í þínu
barni og getur lagt
margt gott til mál-
anna. Þú getur haft
svo mikil áhrif að það gæti skipt
sköpum fyrir menntunarmögu-
leika barnsins í framtíðinni.
Í þessari grein ætla ég að hugleiða:
„Hvað stendur foreldrum til boða
til að vera virkt skólaforeldri á
meðan börnin eru í grunnskóla og
jafnvel lengur?“
1. Fylgstu með hvenær samskipta-
dagar eru í skólanum, stundum kall-
aðir viðtalsdagar eða foreldradagar.
Þá daga er foreldrum boðið, yfir-
leitt með nemandanum, til viðtals
við umsjónarkennara og farið yfir
námsárangur, hegðun og ef við á
sértæka námsörðugleika. Foreldrar
ættu að undirbúa sig fyrir viðtalið
og jafnvel skrá hjá sér ábendingar
kennarans og það sem ákveðið er
að leggja áherslu á.
2. Kynntu þér stefnu skólans í for-
eldrasamstarfi. Athugaðu hvort þú
sért velkomin á ákveðnum tímum?
Athugaðu hver er formaður for-
eldrafélagsins og kynntu þér starfs-
áætlun þess og taktu þátt í því sem
foreldrafélagið óskar eftir að þú takir
þátt í ef þú mögulega getur. Kynntu
þér hvort umsjónarkennarinn óski
eftir aðstoð frá foreldrum varðandi;
vettvangsferðir, bekkjarkvöld, ein-
eltismál, agamál og starfskynningar
svo eitthvað sé nefnt.
3. Foreldrafélag hvers skóla er nú
lögbundinn vettvangur skólafor-
eldra sem ýmist styður fjárhags-
lega við skólastarfið eða ályktar um
ýmis mál sem snúa að nemendum.
Foreldrasamstarf getur verið
gefandi og hefur jákvæð áhrif á
skólabraginn. Foreldrar eru helstu
gagnrýnendur skólans en jafnframt
bestu stuðningsmenn. Að vera í
foreldrafélagi er eins og að vera í
vinnuteymi á góðum vinnustað.
Það er gefandi að starfa í foreldra-
félaginu þó maður sé ekki endilega
í stjórn þess. Það eru allir foreldrar
sjálfkrafa í foreldrafélaginu. Kynntu
þér málið.
4.Foreldraráðgjöf: FFGÍR veitir for-
eldrum ráðgjöf og er fyllsta trúnaði
heitið. Það er oft gott að ræða málin
við hlutlausan aðila í stað þess að
þegja og láta eins og málin leys-
ist af sjálfu sér. Foreldrar eru oft
ekki vissir hvort þeir hafi óþarfa
áhyggjur eða hvort þeir ættu að
hafa áhyggjur. Fagfólk í skólunum
er yfirleitt tilbúið að taka á móti
foreldrum til að ræða málin og
kennarar eru t.d. með fasta viðtals-
tíma sem ætlaðir eru í umræður og
upplýsingagjöf.
5.Í hverju bæjarfélagi er skólamála-
nefnd eða fræðsluráð. Við hvern
skóla er skólaráð og alls staðar
vilja allir gera skólastarfið betra.
Foreldrar þurfa að vita fyrir hvað
skólastarfið stendur og þekkja til
hvers er ætlast af þeim. Hvernig er
skólastefnan og hvernig er skóla-
bragurinn? Er nemendum tryggt
öruggt og námsvænlegt umhverfi?
Hvað get ég sem foreldri gert fyrir
skólann annað en að bera virðingu
fyrir því starfi sem þar er unnið?
6. Ef foreldrar hafa athugasemdir
eða ábendingar er ávallt best að
hafa samband fyrst við viðkomandi
kennara eða skólastjóra síðan skal
leitað eftir stuðningi foreldrafélags
eða fræðsluskrifstofu.
Í Reykjanesbæ starfa regnhlífasam-
stök foreldrafélaga grunnskólanna,
FFGÍR. FFGÍR lætur sig málin
varða sem snúa að grunnskóla-
nemendum og foreldrum þeirra á
Suðurnesjum.
Í vetur höfum við fylgst grannt með
skólamálunum og tekið virkan þátt
í skólaumræðunni, alltaf á tánum.
Fulltrúar FFGÍR taka þátt í fundum
Fræðsluráðs Reykjanesbæjar, Sam-
takahópnum, Suðurnesjavaktinni,
Fulltrúaráði heimilis og skóla svo
eitthvað sé nefnt. Fulltrúar FFGÍR
eru áhugasamt fólk um þróun
skólamála og samstarf heimilis og
skóla.
Við hvetjum þig til þátttöku í skóla-
starfi ef þess er óskað, ábendingar
um hugmyndir eru vel þegnar.
Gangi ykkur vel,
Ingigerður Sæmundsdóttir,
verkefnastjóri FFGÍR
Viðtalstímar alla v irka daga
kl.16:00-17:00 í síma 868-4495 eða
senda fyrirspurn á netfangið ffgir@
ffgir.is.
CCP Games, framleiðandi tölvuleiksins EVE online,
flytur hluta af gagnavörslu er
tengist rekstri fyrirtækisins í
gagnaver Verne Global á Ásbrú í
Reykjanesbæ.
Í tilkynningu segir að CCP hafi
valið gagnaverið eftir að hafa
kannað nokkra valmöguleika.
Endurnýjanleg orka og sýnileiki
orkuverðs til langs tíma var meðal
þess sem hafði áhrif á ákvörðun
félagsins.
CCP hefur hingað til notast mestan
part við gagnaver staðsett í London.
Ingvar Bjarnason, forstöðumaður
upplýsingatæknisviðs CCP, segir
í tilkynningunni að helsta ástæða
fyrir flutningum hafi verið fyr-
irsjáanleg orkugjöf og hagstæður
samningur um hýsingu.
Jeff Monroe, forstjóri Verne Global,
segir Verne í stakk búið til þess að
uppfylla skilyrði hvaða fyrirtækis
sem er, hvort sem þau séu talin í
kílówöttum eða megawöttum.
„Gagnaver Verne Global hefur nú
verið opnað fyrir viðskiptum. Upp-
byggingin hefur tekið fjögur ár og
samstarfsaðilar okkar á Íslandi hafa
verið í lykilhlutverki við að gera
gagnaverið að veruleika og gera
viðskipavinum okkar kleift að nýta
náttúrulega kosti Íslands,“ segir Jeff
Monroe, forstjóri Verne Global á
Ásbrú í samtali við Víkurfréttir.
›› Gagnaver Verne Global á Ásbrú:
CCP semur við
Verne gagnaver
Mynd úr vélasal gagnavers Verne Global á Ásbrú. Hér er pláss fyrir ófáa vefþjóna.