Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.2012, Qupperneq 22

Víkurfréttir - 16.02.2012, Qupperneq 22
22 FIMMTUdagUrInn 16. FEBrúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR Jón Björn Ólafsson er að ryðja sér til rúms sem einn af helstu körfuboltaspekingum á Íslandi enda er hann ritstjóri og stofnandi vefsíðunnar Karfan.is sem er vinsæl meðal áhugamanna um íþróttina. Við fengum Jón til að spá í spilin varðandi helgina. Keflavík – Tindastóll „Vert verður að fylgjast með Va l O r r a Va l s s y n i s t j ór n a Keflavíkurliðinu í sínum fyrsta bikarúrslitaleik í meistaraflokki. Valur Orri er sigursæll leikmaður úr yngri flokkum en er nú kominn upp á stærsta sviðið hér heima og fróðlegt að sjá hvernig einn af efnilegustu leikmönnum landsins spjarar sig við svona aðstæður. Allar líkur eru á því að Jarryd Cole ætti að geta fundið sig vel í þessum leik, stóru leikmenn Tindastóls munu lenda í vandræðum með Cole ef hann mætir í sparigallanum eins og í leiknum gegn KR. Maður leiksins er svo að sjálfsögðu Magnús Þór Gunnarsson, honum mun líða best allra þarna í Höllinni og reynast Keflvíkingum mikilvægur enda með stáltaugar og gríðarlega reynslu. Keflavík gæti lent í vandræðum með Maurice Miller, þó gætum við séð Charlie Parker dekka hann, það gekk vel að hafa Parker á Brown í KR leiknum svo Sigurður þjálfari gæti brugðið á það ráð að setja stóran skotbakvörð á leikstjórnanda Tindastólsmanna, sjáum til. Miðað við fyrri leiki Keflavíkur og Tindastóls á leiktíðinni þá verður Keflavík bikarmeistari en ég er búinn að veðja við Guðjón Skúlason og auðvitað fékk Guðjón að veðja á sína menn, ég held því með Tindastól á laugardag enda eru bílþrif í boði fyrir sigurvegara veðmálsins. Guðjón, þú Mjallar-bónar bílinn minn – ég verð með græjurnar með mér í Laugardalnum!“ Njarðvík – Snæfell „Til þessa hafa Njarðvíkingar unnið alla þrjá deildarleiki sína gegn Snæfelli. Eru grænar með tak á Hólmurum, mögulega, en þegar út í svona leik er komið er oftar en ekki margt annað sem ræður för eins og t.d. einfaldlega stærðin og sú athygli sem þessi skemmtilegasti leikur ársins fær. Njarðvík fór síðast í Höllina fyrir tíu árum en Snæfell er þar í fyrsta sinn, tefla samt fram mjög reyndum leikmönnum í Öldu Leif og Hildi Sigurðardóttur en Njarðvíkingar eiga einnig sína reynslubolta í Petrúnellu og Ólöfu svo liðin eru ansi áþekk að þessu leyti. Ég býst við því að þetta verði leikur hinna stóru skota og þar muni Petrúnella njóta sín sem og Alda Leif. Erlendu leikmennirnir verða iðnir við að klekkja hver á öðrum og því stendur þessi leikur og fellur með þeim íslensku leikmönnum sem stíga munu upp. Njarðvík f innst mér líklegri s igur vegari að þessu s inni, hreinlega því Snæfell hefur ekki tekist að vinna þær í vetur, “ sagði Jón Björn og bætti við: „Verið dugleg gott fólk við að líta inn á Karfan.is, Korfubolti. net og Leikbrot.is – ódrepandi sjálfboðavinna við að færa ykkur allt það helsta frá körfuboltanum! Stórt LÆK á það.“ Önnu Maríu Sveins­ dóttur þarf vart að kynna fyrir aðdáend- um körfubolta en hún er einn sigursælasti körfuknattleiksmað- ur Íslands frá upphafi. Hún gerði garðinn frægan hér á árum áður íklædd Keflavíkurtreyj- unni. Keflavík – Tindastóll Ég hef fulla trú á því að Keflavík vinni þennan titil í ár, það er allt of langt síðan við vorum þarna síðast og þá lágum við fyrir Grindavík þannig að hungrið er klárlega til staðar hjá mínum mönnum. Maður leiksins verður Magnús Þór Gunnarsson frændi minn og stórskytta en annars snýst þessi leikur ekki um einn mann heldur liðið. Ef Keflavíkurliðið spilar saman sem lið þá er ekkert lið sem stoppar okkur! Njarðvík – Snæfell Þetta verður held ég skrítinn leikur. Ég held að það verði mikil barátta í báðum liðum og það komi niður á gæðum leiksins enda mikið í húfi. Ég hef einhvern veginn tilfinningu fyrir því að Njarðvík fari með bikarinn heim úr Höllinni í ár. Þær fóru erfiðu leiðina í úrslit og kláruðu tvo síðustu leiki í framlengingu þannig að ég hef trú á Sverri vini mínum og stelpunum hans. Ég held ég spái ekki um mann leiksins í þessum leik en það skiptir gríðarlegu máli fyrir Njarðvík að Petrúnella spili vel og eins verður Hildur að vera til staðar fyrir Snæfell, þá getur allt gerst. Annars verður þetta barátta útlendinganna í þessum liðum, nú mæðir mikið á þeim. Annars vona ég bara að fólk fjölmenni í Höllina þetta eru klárlega skemmtilegustu leikir ársins og það er ekkert eins gaman eins og að fara með bikar heim úr Höllinni, trúið mér,“ sagði hin sigursæla Anna María að lokum. Eva Stefánsdóttir var ein af leikmönn- um Njarðvíkinga sem komust í bikarúrslita- leikinn fyrir 10 árum síðan og hún hefur trú á því nú takist stelpunum að koma með bikarinn heim. Keflavík – Tindastóll Spái Keflavík sigri 85-80. Reynslan segir að þeir muni standast pressuna betur en Tindastólsmenn sem hafa minni reynslu af úrslitaleikjum í Höllinni. Fylgjast skal vel með Magga Gunn sem nærist á svona úrslitaleikjum. Njarðvík – Snæfell Leikurinn fer 69-65 fyrir Njarðvík að sjálfsögðu. Njarðvík hefur haft betur í fyrri viðureignum þessara liða í deildinni og ég er búin að sjá miklar framfarir í liðinu í vetur og baráttu sem mun skila sigri á laugardaginn að mínu mati. Petrúnella á eftir að koma sterk inn ásamt báðum erlendu leikmönn- unum. Þær þrjár eru burðarásar liðsins. Reyndar hafa allir leik- menn liðsins tekið miklum fram- förum í vetur undir stjórn frábærs þjálfara. Joey D. Bianco er einn af allra hörðustu stuðningsmönnum Keflvíkinga og spáir báðum Reykjanes- bæjarliðunum sigri á laugardaginn. Njarðvík – Snæfell Ég ætla að sjálfsögðu að peppa nágranna okkar í Njarðvík og minn mann Sverri Þór (ekki Sveppa krull!) og vona að stelpurnar klári þennan leik og við tökum tvöfalt sigurpartý í Reykjanesbæ á laugardagskvöldið. Ætla að spá þessu 88-86 fyrir Njarðvík. Kanarnir verða öflugir hjá Njarðvíkingum og ég vil sjá hana Ólöfu Helgu taka nokkrar vel séðar rispur í leiknum, en hún á þann magnaða afmælisdag 24. maí eins og ég, þannig að maður verður að sjálfsögðu að peppa stelpuna. Keflavík – Tindastóll 97­82 Maggi Gunn verður „on fire“ enda maður stórleikjanna og smellir niður 5-7 þristum. Allt Keflavíkurliðið verður „on“ á laugardaginn og þetta verður bara vonandi hörku leikur og öflug stemning í stúkunni. Stólarnir eru sýnd veiði en ekki gefin, en við erum í körfu og þar veiða menn lítið, kannski helst villur, en þeir eru með hörku lið og þá má alls ekki vanmeta. Svo væri nú ekkert leiðinlegt að sjá minn mann úr Offside hann Sidda litla Síðsen (Sigurð F Gunnarsson) koma inn á með látum og taka nokkrar sveiflur. En þetta verður Kef City sigur, bæði á velli sem og í stúku! Ps. Stuðningsmenn Kef lavíkur munu hittast á Ölver fyrir leik og peppa sig saman, menn eru að stefna á að mæta á milli 13 og 14 og verða flott tilboð á ölbert, burger og gosi fyrir alla Keflvíkinga sem mæta í bláu. Einnig verða fríar rútuferðir í bæinn. ÁFRAM KEFLAVÍK ! Keflavíkurkirkja Kynningarfundur um Alfa námskeið verður í Kirkjulundi kl. 19.30 í kvöld fimmtudaginn 16. febrúar. Allir velkomnir. Rétturinn veisluþjónusta - Hafnargötu 51 Reykjanesbæ - Sími: 421 8100 - retturinn@retturinn.is www.retturinn.is Rétturinn veisluþjónusta leitar eftir kraftmiklu starfsfólki í dagvinnu frá 8-4 virka daga Þarf að vera vant afgreiðslu og eldhússtörfum og getað unnið sjálfstætt, reyklaust, hresst og kátt o.sv.frv. Upplýsingar gefur Magnús í síma 421 8100 eða retturinn@retturinn.is   ATVINNA AÐALFUNDUR MÁNA Framhaldsaðalfundur Hestamannafélagsins Mána verður haldinn þann 23. febrúar í félagsheimili Mána að Mánagrund og hefst kl. 20:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Kveðja, stjórn Mána Sérfræðingar spá í spilin Kærustupar í Höllinni Mun aldrei styðja Keflavík Eyrún Sigurðardóttir og Valur Orri Valsson leikmaður Keflvíkinga hafa verið saman í tæp 4 ár en hann lék með Njarðvíkingum um skeið þegar hann var 14 ára gamall. Eyrún segist ætla að horfa á leikinn hjá strákunum eftir að þeirra leik lýkur en það séu þó ekki miklar líkur á því að hún styðji Keflavík. „Ég held að ég muni aldrei styðja Keflavík. Ég sit alveg Keflavíkurmegin en er ekkert að klappa eða slíkt. Ég vil að sjálfsögðu að honum gangi vel en það sama á ekki við um Keflvíkinga,“ segir Eyrún og hlær. Eyrún hefur reynslu af úrslitaleik í bikarnum í yngri flokkum en hún segir mikla stemningu vera á slíkum leikjum. „Ég held að þetta verði ennþá skemmtilegra núna og okkur langar mikið til að vinna þetta um helgina,“ segir hún en þegar hún var að alast upp þá var Njarðvík ekki með lið um tíma og titlarnir hafa ekki ratað í hús hjá stelpunum. Eyrún segir að Njarðvíkingar séu búnar að bíða lengi eftir því að komast í Höllina en það hafi verið rætt í upphafi tímabils og mikil eftirvænting er í hópnum. Valur Orri hefur verið hvað atkvæðamestur af ungu leikmönnunum í Keflavíkurliðinu það sem af er tímabili og fer þessi ungi leikstjórnandi vaxandi með hverjum leik. Hann segist ekki vera viss um hvort hann nái því að horfa á leikinn hjá kærustunni en lið Keflvíkinga hittist heima hjá móður Magnúsar Gunnarssonar fyrir leikinn og gæðir sér á pasta. „Það verður örugglega einhver upphitun hjá okkur en ég mun líklega ná seinni hálfleik hjá Eyrúnu,“ segir Valur en hann mun reyna hvað hann getur að horfa á allan leikinn. Þekkir vel til á Sauðárkróki „Þetta er einn leikur þar sem allt er undir. Þannig eru bikarúrslitaleikir og markmiðið er að komast í svona leiki þegar maður er kominn í meistaraflokk,“ segir Valur en hann hefur einhverja reynslu af því að spila slíka leiki í yngri flokkum. „Þetta eru skemmtilegustu leikirnir.“ Valur bjó í 6 ár á Sauðárkróki og lék 1 ár með Tindastóli þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í boltanum. Valur kveðst vera orðinn spenntur og segir að það verði alveg geðveikt að koma í Laugardalshöllina á laugardag.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.