Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Qupperneq 10

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Qupperneq 10
VISINDf A VORDOGUM FYLGIRIT 70 Agrip veggspjalda 1 Sjúklingafræðsla: væntingar og reynsla hnéliðskiptasjúklinga á þremur Norðurlöndum Brynja Ingadóttir1,2, Ása Johansson Stark2, Árún K. Sigurðardóttir3, Tiny Jaarsma2, Kirsi Johansson4, Mitra Unosson2, 'Skurðlækningasvið Landspítala, 2Linköping háskóli, Svíþjóð, 3Háskólinn á Akureyri, 4Háskólinn í Turku, Finnlandi brynjain@landspitali.is Inngangur: Þekking sjúklinga er mikilvæg undirstaða eflingar, sjálfsu- mönnunar og bata þeirra eftir aðgerð. Liðskiptaaðgerðir eru meðal algengustu stærri skurðaðgerða á Vesturlöndum og er aðkallandi að þróa sjúklingafræðslu sem mætir þörfum og væntingum sjúklinga. Markmið: Að lýsa mismun á væntingum sjúklinga til fræðslu og þeirrar fræðslu sem þeir telja sig hafa fengið, fyrir og eftir hnéliðskiptaaðgerð og meta ánægju þeirra með umönnun og óskir um virka þátttöku. Aðferðir: Lýsandi framsýn spurningakönnun með 375 þátttakendum frá íslandi, Finnlandi og Svíþjóð. Fyrir aðgerð var spurt um væntingar til fræðslu (Expected Knowledge of Hospitalised Patients) og óskir um virka þátttöku (Krantz Health Opinion Survey) en fyrir útskrift um fengna fræðslu (Received Knowledge of Hospitalised Patients), ánægju með umönnun (Patient Satisfaction Scale) og aðgengi að upplýsingum (Access to Knowledge Scale). Niðurstöður: Fyrstu niðurstöður benda til þess að sjúklingar hafi miklar væ ntingar til fræðslu fyrir aðgerð og er þeim best mætt hvað varðar fræðslu um færni og lífeðlisfræðilega þætti en mun síður er snerta félags- lega, siðfræðilega og reynslubundna og síst fjárhagslega efnisþætti. Flestir sjúklingar voru ánægðir með þá umönnun sem þeir fengu og aðgengi að upplýsingum en síður ánægðir með hvernig aðstandendum þeirra var sinnt. Þátttakendur tjáðu minni óskir um virka þátttöku í með- ferð en mælast í fyrri rannsóknum. Ályktun: Væntingum sjúklinga til fræðslu er ekki nægilega vel mætt í aðgerðarferlinu. Nánar þyrfti að skoða þá niðurstöður að sjúklingar reiða sig mikið á heilbrigðisstarfsfólk og forðast virka þátttöku. Huga mætti að efnisinnihaldi og þátttöku fjölskyldu í meðferð við þróun sjúklinga- fræðslu og íhlutunarrannsóknum framtíðar. 2 Tíðni verkja á Landspítala Sigríður Zoégau,Gísli Sigurðsson1-', Herdís Sveinsdóttir1-3, Thor Aspelund3, Sandra Ward*, Sigríður Gunnarsdóttir2'3 LSH, skurðlækningasviö1, LSH, lyflækningasvið2, Háskóli íslands3, University of Wisconsin- Madison4 szoega@landspitali. is Inngangur: Verkir eru algengir á sjúkrahúsum og rannsóknir sem gerðar hafa verið benda til að svo sé einnig á Landspítala. Ekki hefur þó verið gerð heildarúttekt á tíðni verkja á Landspítala. Markmið: Að kanna tíðni verkja á legudeildum skurð- og lyflækninga- sviða Landspítala. Aðferðir: Lýsandi þversniðsrannsókn. Spurningalisti (APS-POQ-R) sem metur verki og gæði verkjameðferðar var lagður fyrir á 23 legudeildum í janúar 2011. Þátttakendur voru sjúklingar sem legið höfðu inni í a.m.k. einn sólarhring, voru 18 ára, skildu íslensku, áttaðir og ekki of veikir til að svara. Niðurstöður: Svarhlutfall var 80%. Þátttakendur voru 369, meðaldur var tæp 68 ár (spönn 18-100 ár) og kynjahlutfall var jafnt. Tíðni verkja var 80,4% í heildina, 90,6% á skurðlækningasviði en 76,3% á lyflækninga- sviði. Meðalstyrkur verstu verkja á 0-10 kvarða var 4,5 (sf=3,2; spönn 0-10) og að meðaltali fundu sjúklingar fyrir miklum verkjum 25,9% (sf=27,0%; spönn 0-100%) af sólarhringnum. Af þeim sem voru með verki (al á 0-10 skala) höfðu 36,5% litla (1-4) verki, 22,6% meðalsterka (5-6) verki og 40,9% voru með mikla (7-10) verki. Verkir voru algengari 1x2(1, N=368)=9,71, p=0,002] og meiri að styrk [t(216,2)=-3,18, p=0,002] hjá skurðsjúklingum samanborið við sjúklinga á lyflækningadeildum. Sömuleiðis voru verkir algengari [x2(l, N=367)=7,05, p=0,008] og meiri að styrk [t(365)=-4,16, p=0,000] hjá konum en körlum. Ályktun: Verkir eru algengir á Landspítala og stór hluti sjúklinga, einkum konur og sjúklingar sem hafa farið í skurðaðgerð, hafa fundið fyrir miklum verkjum. Samanburður við erlendar rannsóknir sýnir að tíðni verkja virðist í hærri kantinum á Landspítala. Leita þarf leiða til að bæta verkjameðferð á LSH. 3 Er þörf á þessum þvaglegg? Notkun þvagleggja og þvagfærasýkingar á Landspítala Katrín Blöndal1'2, Brynja Ingadóttir1-2, Hildur Einarsdóttir3, Ingurrn Steingrímsdóttir1, Sigrún R. Steindórsdóttir5, Dóróthea Bergs2-3, Guðbjörg Guðmundsdóttir3 og Elín J.G. Hafsteinsdóttir6 ’Skurölækningasviöi Landspítala, 2Háskóla íslands, 3Iyflækningasviði, ‘sýkingavarnadeild, 'göngudeild þvagfæraskurðlækninga,6gæðadeild Landspítala katrinbl@landspilali.is Inrtgangur: Spítalasýkingar eru vaxandi vandamál og ógna öryggi sjúklinga. Um 40% slíkra sýkinga eru þvagfærasýkingar og rekja má 80% þeirra til iimiliggjandi þvagleggja. Hætta á slíkri sýkingu eykst um 3-7% með hverjum degi sem leggur er til staðar. Sýkingum má fækka með beitingu gagnreyndrar þekkingar við notkun þvagleggja. Markmið: Að kanna notkun þvagleggja á Landspítala (LSH) og tíðni þvagfærasýkinga sem þeim tengjast. Aðferðir: Afturvirk, lýsandi rannsókn með úrtaki allra sjúklinga sem fá þvaglegg á 17 bráðalegudeildum skurðlækningasviðs, lyflækningasviðs og kvennadeildar kvenna- og bamasviðs LSH á tvískiptu rannsóknar- tímabili. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrá um ábendingar fyrir þvagleggsísetningu og þvagfærasýkingar. Daglega var kannað hvort ástæða væri fyrir notkun, hvort einkenni sýkingar vom skráð og hvenær leggur var fjarlægður. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu lögðust 1108 sjúklingar inn á þátttökudeildir, þar af fengu 251 (22,6%) inniliggjandi þvaglegg, 52,2% þeirra voru konur. Meðaldur kveima var 67,0 ár og karla 68,6 ár. Ellefu sjúklingar (4,4%) fengu þvaglegg án skráðrar gildrar ástæðu. Meðalfjöldi þvagleggsdaga var 4,9 dagar (spönn 1-56 dagar). Á skurðlækningasviði og kvennadeild fengu 33,8% iimlagðra sjúklinga þvaglegg, hlutfall þvagleggsdaga án skráðrar ábendingar var 24,6% og sýkingar vom 11 á hverja 1000 þvagleggsdaga. Á lyflækningasviði fengu 12,0% innlagðra sjúklinga þvaglegg, 51,3% þvagleggsdaga voru án skráðrar ábendingar og 15 sýkingar vom á hverja 1000 þvagleggsdaga. Ályktun: Niðurstöður benda til að tíðni þvagfærasýkinga á LSH sem tengjast þvagleggjum sé hærri en á erlendum sjúkrahúsum og að sjúk- lingar hafi oft inniliggjandi þvaglegg án gildra ábendinga. Breyta þarf vinnulagi við notkun þvagleggja, bæta skráningu svo og eftirlit. 10 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.